Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 08:33 Aryna Sabalenka, besta tenniskona heims, kælir sig niður á Wimbledon-mótinu i sumar. Getty/Ben Whitley Samtök atvinnumanna í tennis, ATP, hafa gefið út nýjar hitareglur sem gilda frá og með keppnistímabilinu 2026. Reglurnar hafa það markmið að verja keppendur fyrir miklum hita í leikjum sínum. ATP mun nú leyfa leikmönnum á mótaröð karla að taka tíu mínútna kælingarhlé í þriggja setta einliðaleikjum. Það fyndna er að karlarnir eru mörgum áratugum á eftir konunum. Reglan er nefnilega svipuð þeim aðgerðum sem WTA, sem stjórnar atvinnumennsku í tennis kvenna, innleiddi fyrir meira en þrjátíu árum til að vernda leikmenn í hita. „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Á Shanghai Masters-mótinu í október fór hitinn upp í 34 gráður á celcius og rakastigið var áttatíu prósent yfir daginn. Eftir að Holger Rune, sem er í 15. sæti heimslistans, þurfti á læknisaðstoð að halda í þriðju umferð spurði Daninn dómara: „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Í yfirlýsingu frá ATP sagði að stefnan væri til að „auka vernd leikmanna sem keppa við erfiðar aðstæður“. Nýja reglan byggir á Wet Bulb Globe Temperature (WBGT) mælingunni, sem mælir hitastreitu í beinu sólarljósi. Hún felur í sér að fylgst er með hitastigi, rakastigi, vindhraða, sólarhorni og skýjahulu. Ef WBGT-mælingin nær 30,1 gráðum eða hærra í fyrstu tveimur settunum í þriggja setta leik getur hvor leikmaður sem er óskað eftir tíu mínútna hléi til að kæla sig niður. Undir eftirliti læknateymis ATP geta leikmenn drukkið vökva, skipt um föt, farið í sturtu og fengið þjálfun. Leikur verður stöðvaður þegar WBGT fer yfir 32,2 gráður. Vernda heilsu leikmanna „Nýja hitareglan býður upp á skipulagða, læknisfræðilega studda nálgun til að takast á við mikinn hita, með það að markmiði að vernda heilsu leikmanna, en jafnframt bæta aðstæður fyrir áhorfendur, dómara, boltasækja og starfsfólk mótsins,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Leikmenn hafa látið í sér heyra um erfiðar hitaaðstæður á mótum karla og kvenna, bæði á mótaröðinni og á risamótum undanfarin ár. Shanghai Masters og Wuhan Open mótin í ár – sem einnig voru haldin í október – fengu gagnrýni fyrir kæfandi aðstæður. Hin breska Emma Raducanu þurfti að hætta keppni í fyrstu umferð í Wuhan vegna svima, 24-faldur risamótsmeistari Novak Djokovic lýsti hitanum í Sjanghæ sem „hrottalegum“, Giovanni Mpetshi Perricard sagðist hafa liðið eins og hann væri „að deyja á vellinum“ vegna rakans og Jelena Ostapenko sagðist hafa „fengið hitaslag“ eftir að hafa hætt keppni vegna veikinda. Hitaregla WTA kvenna hefur verið í gildi síðan 1992 og er notuð allt árið um kring á öllum mótum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Tennis Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira
ATP mun nú leyfa leikmönnum á mótaröð karla að taka tíu mínútna kælingarhlé í þriggja setta einliðaleikjum. Það fyndna er að karlarnir eru mörgum áratugum á eftir konunum. Reglan er nefnilega svipuð þeim aðgerðum sem WTA, sem stjórnar atvinnumennsku í tennis kvenna, innleiddi fyrir meira en þrjátíu árum til að vernda leikmenn í hita. „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Á Shanghai Masters-mótinu í október fór hitinn upp í 34 gráður á celcius og rakastigið var áttatíu prósent yfir daginn. Eftir að Holger Rune, sem er í 15. sæti heimslistans, þurfti á læknisaðstoð að halda í þriðju umferð spurði Daninn dómara: „Viltu að leikmaður deyi á vellinum?“ Í yfirlýsingu frá ATP sagði að stefnan væri til að „auka vernd leikmanna sem keppa við erfiðar aðstæður“. Nýja reglan byggir á Wet Bulb Globe Temperature (WBGT) mælingunni, sem mælir hitastreitu í beinu sólarljósi. Hún felur í sér að fylgst er með hitastigi, rakastigi, vindhraða, sólarhorni og skýjahulu. Ef WBGT-mælingin nær 30,1 gráðum eða hærra í fyrstu tveimur settunum í þriggja setta leik getur hvor leikmaður sem er óskað eftir tíu mínútna hléi til að kæla sig niður. Undir eftirliti læknateymis ATP geta leikmenn drukkið vökva, skipt um föt, farið í sturtu og fengið þjálfun. Leikur verður stöðvaður þegar WBGT fer yfir 32,2 gráður. Vernda heilsu leikmanna „Nýja hitareglan býður upp á skipulagða, læknisfræðilega studda nálgun til að takast á við mikinn hita, með það að markmiði að vernda heilsu leikmanna, en jafnframt bæta aðstæður fyrir áhorfendur, dómara, boltasækja og starfsfólk mótsins,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Leikmenn hafa látið í sér heyra um erfiðar hitaaðstæður á mótum karla og kvenna, bæði á mótaröðinni og á risamótum undanfarin ár. Shanghai Masters og Wuhan Open mótin í ár – sem einnig voru haldin í október – fengu gagnrýni fyrir kæfandi aðstæður. Hin breska Emma Raducanu þurfti að hætta keppni í fyrstu umferð í Wuhan vegna svima, 24-faldur risamótsmeistari Novak Djokovic lýsti hitanum í Sjanghæ sem „hrottalegum“, Giovanni Mpetshi Perricard sagðist hafa liðið eins og hann væri „að deyja á vellinum“ vegna rakans og Jelena Ostapenko sagðist hafa „fengið hitaslag“ eftir að hafa hætt keppni vegna veikinda. Hitaregla WTA kvenna hefur verið í gildi síðan 1992 og er notuð allt árið um kring á öllum mótum. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Tennis Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Liðsfélagar Guðbjargar ekki fæddir þegar hún spilaði fyrsta leikinn Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Snorri kynnti EM-strákana okkar Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Big Ben í kvöld: Willum Þór og Teddi Ponza Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Fótboltamaður skotinn til bana Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Sjá meira