Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar 18. desember 2025 07:01 Í aðdraganda jóla gefst foreldrum einstakt tækifæri til að ræða við börnin um ýmislegt sem fylgir hátíðinni, eins og aukin útgjöld. Þó svo að jólin séu fyrst og fremst hátíð ljóss og friðar eru þau einnig tíminn þegar stress og fjárhagsáhyggjur gera oft vart við sig. Börn nú til dags búa við miklar áskoranir þegar kemur að samfélagslegum þrýstingi og því er þörfin fyrir opið samtal foreldra og barna enn meiri nú en áður. En hvað geta foreldrar gert til að fræða börnin? Hér eru nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga. Það getur verið gagnlegt að ræða við börnin um að jólin snúist fyrst og fremst um samveru og hlýju, ekki dýrar gjafir. Spyrja þau til dæmis hvað þeim finnist skemmtilegast við jólin, því oft eru það minningar um samverustundir eins og að baka saman eða spila sem standa upp úr frekar en gjafirnar sjálfar. Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar heldur samverustundirnar og hefðirnar. Einnig geta foreldrar útskýrt fyrir börnunum að gjafakaup og undirbúningur jólanna hafa áhrif á fjárhag fjölskyldunnar. Þá getur verið sniðugt að leyfa börnunum að taka þátt í að skipuleggja jólagjafakaup, því þá læra þau heilmikið um fjármál heimilisins og fá meiri tilfinningu fyrir því hvað hlutir kosta. Svo eru það áhrif samfélagsmiðlanna, en nú á dögum búa börn við mikinn þrýsting samfélagsmiðla sem getur verið mikil áskorun. Umræða foreldra um áhrif samfélagsmiðla og auglýsinga á væntingar þeirra til jólagjafa getur því hjálpað þeim að greina á milli raunverulegra þarfa annars vegar og langana sem verða til vegna utanaðkomandi áhrifa hins vegar. Að lokum eru jólin ekki síður kjörinn tími til að ræða um samkennd og samfélagslega ábyrgð, en börn geta tekið þátt í ýmsum góðgerðarverkefnum eða sjálfboðastarfi í kringum jólin, til dæmis með því að gefa til þeirra sem minna mega sín, en þannig læra þau að gleðin felst ekki bara í að þiggja heldur líka í að gefa af sér. Jólahátíðin býður sem sagt upp á einstakt tækifæri til að staldra við og minna börnin okkar á hinn sanna jólaanda, samveru, kærleika og þakklæti og með því að ræða opinskátt um peninga og útgjöld og leggja áherslu á fjármálavit innan fjölskyldunnar, getum við skapað jafnvægi og vellíðan yfir hátíðirnar. Höfundur er verkefnastjóri fjármálafræðslu hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Jól Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda jóla gefst foreldrum einstakt tækifæri til að ræða við börnin um ýmislegt sem fylgir hátíðinni, eins og aukin útgjöld. Þó svo að jólin séu fyrst og fremst hátíð ljóss og friðar eru þau einnig tíminn þegar stress og fjárhagsáhyggjur gera oft vart við sig. Börn nú til dags búa við miklar áskoranir þegar kemur að samfélagslegum þrýstingi og því er þörfin fyrir opið samtal foreldra og barna enn meiri nú en áður. En hvað geta foreldrar gert til að fræða börnin? Hér eru nokkur atriði sem hægt er að hafa í huga. Það getur verið gagnlegt að ræða við börnin um að jólin snúist fyrst og fremst um samveru og hlýju, ekki dýrar gjafir. Spyrja þau til dæmis hvað þeim finnist skemmtilegast við jólin, því oft eru það minningar um samverustundir eins og að baka saman eða spila sem standa upp úr frekar en gjafirnar sjálfar. Það sem börn muna mest eftir eru ekki dýrustu gjafirnar heldur samverustundirnar og hefðirnar. Einnig geta foreldrar útskýrt fyrir börnunum að gjafakaup og undirbúningur jólanna hafa áhrif á fjárhag fjölskyldunnar. Þá getur verið sniðugt að leyfa börnunum að taka þátt í að skipuleggja jólagjafakaup, því þá læra þau heilmikið um fjármál heimilisins og fá meiri tilfinningu fyrir því hvað hlutir kosta. Svo eru það áhrif samfélagsmiðlanna, en nú á dögum búa börn við mikinn þrýsting samfélagsmiðla sem getur verið mikil áskorun. Umræða foreldra um áhrif samfélagsmiðla og auglýsinga á væntingar þeirra til jólagjafa getur því hjálpað þeim að greina á milli raunverulegra þarfa annars vegar og langana sem verða til vegna utanaðkomandi áhrifa hins vegar. Að lokum eru jólin ekki síður kjörinn tími til að ræða um samkennd og samfélagslega ábyrgð, en börn geta tekið þátt í ýmsum góðgerðarverkefnum eða sjálfboðastarfi í kringum jólin, til dæmis með því að gefa til þeirra sem minna mega sín, en þannig læra þau að gleðin felst ekki bara í að þiggja heldur líka í að gefa af sér. Jólahátíðin býður sem sagt upp á einstakt tækifæri til að staldra við og minna börnin okkar á hinn sanna jólaanda, samveru, kærleika og þakklæti og með því að ræða opinskátt um peninga og útgjöld og leggja áherslu á fjármálavit innan fjölskyldunnar, getum við skapað jafnvægi og vellíðan yfir hátíðirnar. Höfundur er verkefnastjóri fjármálafræðslu hjá Samtökum fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun