Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar 18. desember 2025 10:02 Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á landinu, sem er alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt. Þetta snýst ekki eingöngu um íþróttir heldur um framtíðarsýn samfélagsins, uppeldisskilyrði barna okkar og þá ábyrgð sem við berum bæði sem foreldrar og íbúar. Þegar ég lít til baka á uppeldisár mín hér í Eyjum man ég eftir samfélagi þar sem íþróttir voru í blóma. Á þeim tíma átti sér stað mikil uppbygging á stuttum tíma: Íþróttamiðstöðin var stækkuð, gervigrasvellir byggðir við skóla, nýtt útisundlaugarsvæði tekið í notkun og knattspyrnuhöll reist. Samhliða þessari uppbyggingu var farið skynsamlega með fjármuni og markmiðið ekki aðeins að byggja mannvirki, heldur að móta framtíðarsýn. Íþróttaiðkun barna og unglinga var sterk og fjölbreytt. Það þótti jafnvel undarlegt að æfa aðeins eina íþrótt. Félagsandinn var mikill, valið raunverulegt og bæði stelpur og strákar höfðu tækifæri til að finna sína leið. Þetta var umhverfi sem studdi við heilbrigt uppeldi, félagsfærni og samheldni grunnstoðir öflugs samfélags. Síðan þá hefur uppbyggingin verið takmörkuð. Þótt rétt sé að fagna nýjum gervigrasvelli á Hásteinsvelli, sem er mikilvægt skref til framtíðar, er erfitt að horfa fram hjá því að heildstæð þróun í íþrótta- og frístundamálum hefur ekki haldið í við þarfir samfélagsins. Þegar staðan er sú að þátttaka, sérstaklega meðal stúlkna, er að dragast saman, þá er ljóst að eitthvað í kerfinu þarfnast endurskoðunar. Þetta leiðir óhjákvæmilega að stærri spurningu: hver er framtíðarsýn Vestmannaeyja? Erum við að hugsa til næstu fjögurra ára eða næstu tuttugu? Mörg sveitarfélög hafa markað sér skýra langtímastefnu þar sem uppbygging innviða, menntunar og íþrótta fer fram í áföngum, í takt við fjárhag en með skýrt markmið. Slík sýn veitir stöðugleika, festu og traust. Ef við frestum nauðsynlegri uppbyggingu í innviðum hvort sem um ræðir skóla, íþróttamannvirki eða frístundaaðstöðu mun skellurinn koma síðar. Þá verður kostnaðurinn meiri, svigrúmið minna og ákvarðanir teknar við verri aðstæður. Það er hvorki hagkvæmt né ábyrg leið. Vestmannaeyjar hafa alla burði til að standa framarlega. Við höfum mannauð, þekkingu og samfélagsanda. En það krefst þess að við forgangsröðum rétt. Að við setjum börn, menntun og íþróttir í öndvegi og þorum að færa minni mál til hliðar á meðan grunnstoðir samfélagsins eru ekki í takt við tímann. Í því samhengi þarf einnig að skoða hvernig við nýtum fjármuni okkar, hvort hagræðing innan stjórnsýslu geti skapað svigrúm og hvernig við byggjum upp fyrir framtíðarbæjarbúa. Fjölskyldur velja sér búsetu út frá heildarmynd: skólastarfi, íþrótta- og tómstundaframboði, öryggi og framtíðarsýn ekki eingöngu fasteignaverði eða atvinnu. Þessi grein er því ákall til foreldra, forráðamanna, kjörinna fulltrúa og samfélagsins alls. Börnin okkar eiga skilið meira en viðbrögð þegar vandinn er orðinn sýnilegur. Þau eiga skilið skýra sýn, raunverulega uppbyggingu og samfélag sem þorir að hugsa til lengri tíma. Höfundur er smiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vestmannaeyjar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg umfjöllun um stöðu íþróttamála í Vestmannaeyjum, þar sem meðal annars kemur fram að kynjahalli í íþróttastarfi sé hér meiri en annars staðar á landinu, ætti að vekja okkur öll til umhugsunar. Í greininni “Kynjahalli mestur í Eyjum” á Eyjafréttum kemur fram að staða stúlkna í íþróttastarfi hér sé veikari en víða annars staðar á landinu, sem er alvarlegt merki um að kerfið sé ekki að þjóna öllum börnum jafnt. Þetta snýst ekki eingöngu um íþróttir heldur um framtíðarsýn samfélagsins, uppeldisskilyrði barna okkar og þá ábyrgð sem við berum bæði sem foreldrar og íbúar. Þegar ég lít til baka á uppeldisár mín hér í Eyjum man ég eftir samfélagi þar sem íþróttir voru í blóma. Á þeim tíma átti sér stað mikil uppbygging á stuttum tíma: Íþróttamiðstöðin var stækkuð, gervigrasvellir byggðir við skóla, nýtt útisundlaugarsvæði tekið í notkun og knattspyrnuhöll reist. Samhliða þessari uppbyggingu var farið skynsamlega með fjármuni og markmiðið ekki aðeins að byggja mannvirki, heldur að móta framtíðarsýn. Íþróttaiðkun barna og unglinga var sterk og fjölbreytt. Það þótti jafnvel undarlegt að æfa aðeins eina íþrótt. Félagsandinn var mikill, valið raunverulegt og bæði stelpur og strákar höfðu tækifæri til að finna sína leið. Þetta var umhverfi sem studdi við heilbrigt uppeldi, félagsfærni og samheldni grunnstoðir öflugs samfélags. Síðan þá hefur uppbyggingin verið takmörkuð. Þótt rétt sé að fagna nýjum gervigrasvelli á Hásteinsvelli, sem er mikilvægt skref til framtíðar, er erfitt að horfa fram hjá því að heildstæð þróun í íþrótta- og frístundamálum hefur ekki haldið í við þarfir samfélagsins. Þegar staðan er sú að þátttaka, sérstaklega meðal stúlkna, er að dragast saman, þá er ljóst að eitthvað í kerfinu þarfnast endurskoðunar. Þetta leiðir óhjákvæmilega að stærri spurningu: hver er framtíðarsýn Vestmannaeyja? Erum við að hugsa til næstu fjögurra ára eða næstu tuttugu? Mörg sveitarfélög hafa markað sér skýra langtímastefnu þar sem uppbygging innviða, menntunar og íþrótta fer fram í áföngum, í takt við fjárhag en með skýrt markmið. Slík sýn veitir stöðugleika, festu og traust. Ef við frestum nauðsynlegri uppbyggingu í innviðum hvort sem um ræðir skóla, íþróttamannvirki eða frístundaaðstöðu mun skellurinn koma síðar. Þá verður kostnaðurinn meiri, svigrúmið minna og ákvarðanir teknar við verri aðstæður. Það er hvorki hagkvæmt né ábyrg leið. Vestmannaeyjar hafa alla burði til að standa framarlega. Við höfum mannauð, þekkingu og samfélagsanda. En það krefst þess að við forgangsröðum rétt. Að við setjum börn, menntun og íþróttir í öndvegi og þorum að færa minni mál til hliðar á meðan grunnstoðir samfélagsins eru ekki í takt við tímann. Í því samhengi þarf einnig að skoða hvernig við nýtum fjármuni okkar, hvort hagræðing innan stjórnsýslu geti skapað svigrúm og hvernig við byggjum upp fyrir framtíðarbæjarbúa. Fjölskyldur velja sér búsetu út frá heildarmynd: skólastarfi, íþrótta- og tómstundaframboði, öryggi og framtíðarsýn ekki eingöngu fasteignaverði eða atvinnu. Þessi grein er því ákall til foreldra, forráðamanna, kjörinna fulltrúa og samfélagsins alls. Börnin okkar eiga skilið meira en viðbrögð þegar vandinn er orðinn sýnilegur. Þau eiga skilið skýra sýn, raunverulega uppbyggingu og samfélag sem þorir að hugsa til lengri tíma. Höfundur er smiður.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun