Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar 19. desember 2025 08:02 Við í Hafnarfirði höfum starfað af festu þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið og fjármögnun samninga hefur tryggt að þjónustan er fjárhagslega ábyrg. Við höfum staðið okkur vel á krefjandi tímum. Í grein Einars Geirs Þorsteinssonar, formanns stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði, 12. desember 2025 eru dregnar upp þungar fullyrðingar um að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar byggi á jákvæðum frösum. Hann fullyrðir að móttaka flóttafólks hafi valdið sveitarfélaginu verulegum og einhliða kostnaði. Við tökum umræðu um þessi mál alvarlega, enda snýr hún bæði að fjármálum bæjarins og samfélagslegri ábyrgð. En umræðan verður að byggja á staðreyndum. Hvernig staðan varð svona í raun Förum aðeins yfir söguna og staðreyndir málsins. Samkvæmt lögum bera félags- og húsnæðismálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið ábyrgð á móttöku flóttafólks og veitingu dvalarleyfa hér á landi. Í því skyni hefur ríkið gert samninga við sveitarfélög um þjónustu. Hafnarfjörður, ásamt Reykjavík og Reykjanesbæ, var til 31. júlí 2025 með samning um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem ríkið hafði staðsett í búsetuúrræðum í viðkomandi sveitarfélagi, húsnæði á leigu í umsjón ríkisins. Þegar umsækjendur fá dvalarleyfi en eru enn í þessum úrræðum og hafa ekki fengið varanlegt húsnæði, verða þeir tímabundið óstaðsettir þar sem þeir dvelja. Þá er sveitarfélaginu skylt að veita aðstoð á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þetta skýrir hvers vegna fleiri einstaklingar hafa fengið þjónustu í Hafnarfirði en í sumum nágrannasveitarfélögum. Þetta er ekki vegna þess að Hafnarfjörður hafi valið að taka við fleiri, heldur vegna þess hvernig ríkið setti upp búsetuúrræðin og hvernig lögbundin ábyrgð sveitarfélaga virkjar þjónustu þegar fólk fær dvalarleyfi. Samningarnir tryggja fjármagn og setja tölurnar í rétt samhengi Hafnarfjarðarbær hefur veitt þjónustu við flóttafólk á grundvelli samninga við ríkið, bæði vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd og vegna fyrstu ára eftir veitingu dvalarleyfis í samræmdri móttöku. Samningarnir tryggja fjármagn til að standa undir þjónustunni. Hafnarfjarðarbær hefur frá 2019 til lok árs 2025 lagt út fyrir kostnaði að upphæð 4,6 milljarða króna vegna málaflokksins. Á sama tíma hafa tekjur á grundvelli samninga við ríkið staðið undir þeim kostnaði, þar á meðal launakostnaði, endurgreiðslum vegna neyðaraðstoðar, framfærslu og ýmissa virkniúrræða. Þegar þetta samhengi vantar er talan sett fram eins og hún sé eingöngu kostnaður fyrir bæinn, sem stenst ekki. Heildarlaunakostnaður Alþjóðateymis frá árinu 2023 til og með nóvember 2025 er um 653 milljónir króna og bærinn hefur tekjur frá ríkinu til að mæta þeim kostnaði á grundvelli samninga. Varðandi fjárhagsaðstoð, síðustu fimm ár hafa 1.497 einstaklingar fengið aðstoð. Í þeim hópi eru einstaklingar sem fá fyrstu aðstoð og félagslega ráðgjöf vegna þess að þeir verða óstaðsettir í sveitarfélaginu eftir veitingu dvalarleyfis, áður en annað hvort finnst varanlegt húsnæði eða flutningur verður í annað móttökusveitarfélag. Þá færist þjónustan með lögheimili og ríkið endurgreiðir sveitarfélögum tiltekinn kostnað fyrstu þrjú árin. Heildarmyndin skiptir máli ef umræðan á að vera sanngjörn Fullyrðingar um að 70% fjárhagsaðstoðar fari til erlendra ríkisborgara eru settar fram án mikilvægra skýringa. Erlendir ríkisborgarar eru líka EES/EFTA borgarar. Af allri fjárhagsaðstoð til erlendra ríkisborgara fékk Hafnarfjarðarbær 80% endurgreitt og ef einungis er horft til ríkisborgara utan EES/EFTA er endurgreiðsluhlutfallið 93,5%. Að lokum verður að nefna að úrræði vegna tryggingar eða fyrirframgreiðslu húsaleigu er notað til að hjálpa fólki að komast inn á leigumarkað þegar hefðbundið lánshæfismat liggur ekki fyrir og hafa endurheimtur verið góðar. Við fögnum umræðu um forgangsröðun og fjármál. En til að hún verði sanngjörn þarf að halda sig við staðreyndir, setja tölur í samhengi og horfa á það sem skiptir mestu máli. Þjónustan er fjárhagslega ábyrg og að Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Við í Hafnarfirði höfum starfað af festu þegar kemur að móttöku flóttafólks. Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið og fjármögnun samninga hefur tryggt að þjónustan er fjárhagslega ábyrg. Við höfum staðið okkur vel á krefjandi tímum. Í grein Einars Geirs Þorsteinssonar, formanns stjórnar Miðflokksins í Hafnarfirði, 12. desember 2025 eru dregnar upp þungar fullyrðingar um að fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar byggi á jákvæðum frösum. Hann fullyrðir að móttaka flóttafólks hafi valdið sveitarfélaginu verulegum og einhliða kostnaði. Við tökum umræðu um þessi mál alvarlega, enda snýr hún bæði að fjármálum bæjarins og samfélagslegri ábyrgð. En umræðan verður að byggja á staðreyndum. Hvernig staðan varð svona í raun Förum aðeins yfir söguna og staðreyndir málsins. Samkvæmt lögum bera félags- og húsnæðismálaráðuneytið og dómsmálaráðuneytið ábyrgð á móttöku flóttafólks og veitingu dvalarleyfa hér á landi. Í því skyni hefur ríkið gert samninga við sveitarfélög um þjónustu. Hafnarfjörður, ásamt Reykjavík og Reykjanesbæ, var til 31. júlí 2025 með samning um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd sem ríkið hafði staðsett í búsetuúrræðum í viðkomandi sveitarfélagi, húsnæði á leigu í umsjón ríkisins. Þegar umsækjendur fá dvalarleyfi en eru enn í þessum úrræðum og hafa ekki fengið varanlegt húsnæði, verða þeir tímabundið óstaðsettir þar sem þeir dvelja. Þá er sveitarfélaginu skylt að veita aðstoð á grundvelli 15. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991. Þetta skýrir hvers vegna fleiri einstaklingar hafa fengið þjónustu í Hafnarfirði en í sumum nágrannasveitarfélögum. Þetta er ekki vegna þess að Hafnarfjörður hafi valið að taka við fleiri, heldur vegna þess hvernig ríkið setti upp búsetuúrræðin og hvernig lögbundin ábyrgð sveitarfélaga virkjar þjónustu þegar fólk fær dvalarleyfi. Samningarnir tryggja fjármagn og setja tölurnar í rétt samhengi Hafnarfjarðarbær hefur veitt þjónustu við flóttafólk á grundvelli samninga við ríkið, bæði vegna umsækjenda um alþjóðlega vernd og vegna fyrstu ára eftir veitingu dvalarleyfis í samræmdri móttöku. Samningarnir tryggja fjármagn til að standa undir þjónustunni. Hafnarfjarðarbær hefur frá 2019 til lok árs 2025 lagt út fyrir kostnaði að upphæð 4,6 milljarða króna vegna málaflokksins. Á sama tíma hafa tekjur á grundvelli samninga við ríkið staðið undir þeim kostnaði, þar á meðal launakostnaði, endurgreiðslum vegna neyðaraðstoðar, framfærslu og ýmissa virkniúrræða. Þegar þetta samhengi vantar er talan sett fram eins og hún sé eingöngu kostnaður fyrir bæinn, sem stenst ekki. Heildarlaunakostnaður Alþjóðateymis frá árinu 2023 til og með nóvember 2025 er um 653 milljónir króna og bærinn hefur tekjur frá ríkinu til að mæta þeim kostnaði á grundvelli samninga. Varðandi fjárhagsaðstoð, síðustu fimm ár hafa 1.497 einstaklingar fengið aðstoð. Í þeim hópi eru einstaklingar sem fá fyrstu aðstoð og félagslega ráðgjöf vegna þess að þeir verða óstaðsettir í sveitarfélaginu eftir veitingu dvalarleyfis, áður en annað hvort finnst varanlegt húsnæði eða flutningur verður í annað móttökusveitarfélag. Þá færist þjónustan með lögheimili og ríkið endurgreiðir sveitarfélögum tiltekinn kostnað fyrstu þrjú árin. Heildarmyndin skiptir máli ef umræðan á að vera sanngjörn Fullyrðingar um að 70% fjárhagsaðstoðar fari til erlendra ríkisborgara eru settar fram án mikilvægra skýringa. Erlendir ríkisborgarar eru líka EES/EFTA borgarar. Af allri fjárhagsaðstoð til erlendra ríkisborgara fékk Hafnarfjarðarbær 80% endurgreitt og ef einungis er horft til ríkisborgara utan EES/EFTA er endurgreiðsluhlutfallið 93,5%. Að lokum verður að nefna að úrræði vegna tryggingar eða fyrirframgreiðslu húsaleigu er notað til að hjálpa fólki að komast inn á leigumarkað þegar hefðbundið lánshæfismat liggur ekki fyrir og hafa endurheimtur verið góðar. Við fögnum umræðu um forgangsröðun og fjármál. En til að hún verði sanngjörn þarf að halda sig við staðreyndir, setja tölur í samhengi og horfa á það sem skiptir mestu máli. Þjónustan er fjárhagslega ábyrg og að Hafnarfjörður hefur sinnt lögbundnu hlutverki í samvinnu við ríkið. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun