Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar 19. desember 2025 11:30 Á ferðaþjónustudegi Samtaka ferðaþjónustunnar síðastliðið haust komst ég svo að orði í opnunarávarpi mínu: „ég held að ég tali fyrir okkur öll sem störfum í ferðaþjónustunni þegar ég segi að við höfum einfaldlega verulegar áhyggjur af boðuðum áformum og aðgerðum stjórnvalda sem snerta atvinnugreinina með beinum hætti“. Þær áhyggjur eru nú að raungerast. Það kemur hvorki undirritaðri né eflaust öðrum á óvart enda hefur það verið í deiglunni um þó nokkurt skeið að ferðaþjónustan skuli vera næsta atvinnugreinin á skattagrill ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hins vegar er það mikið umhugsunarefni hversu eðlislægt ríkisstjórninni er orðið að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja og horfa fram hjá eðlilegum fyrirvörum þegar kemur að gildistöku þeirra. Varnarorð virt að vettugi Fyrir liggur að frumvarp ríkisstjórnarinnar um upptöku kílómetragjalds af akstri ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti er orðið að lögum og tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Um er að ræða umfangsmikla kerfisbreytingu sem hefur eðli málsins samkvæmt veruleg áhrif á fólk og fyrirtæki, sér í lagi ökutækjaleigur. Þrátt fyrir margþætt neikvæð áhrif, íþyngjandi kostnað og flækjustig sem breytingin hefur í för með sér fylgir henni nær enginn fyrirvari, aðeins örfáir dagar. Ítrekað hefur verið varað við neikvæðum áhrifum af upptöku kílómetragjaldsins og kallað eftir eðlilegum fyrirvara og skynsamlegu aðlögunarfyrirkomulagi fyrir ökutækjaleigur. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanlegu rekstrarumhverfi enda er það grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Ríkisstjórnin hefur aftur á móti kært sig kollótta um þau varnarorð og virt þau að vettugi. Nú eiga ökutækjaleigur og ferðaþjónustan einfaldlega að sitja í súpunni. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum Í ljósi þess hve skammur fyrirvari er á kílómetragjaldinu mun það ekki fara svo að þeir borga sem nota vegakerfi landsins þar sem ökutækjaleigur hafa nú þegar leigt út stóran hluta af sínum ökutækjum fyrir næsta ár, þeim samningum verður ekki breytt eftir á. Stór hluti kílómetragjaldsins mun því falla á reikning ökutækjaleiga. Þar að auki skapast ekki aðeins verulega íþyngjandi kostnaður vegna innheimtunnar fyrir ökutækjaleigur heldur einnig neikvæð áhrif á eftirspurn fólks eftir ferðalögum til Íslands í ljósi þeirra verðhækkana sem gjaldið mun hafa í för með sér á útleigu ökutækja. Það er ótækt að breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja í boði ríkisstjórnarinnar hafi jafn íþyngjandi kostnað í för með sér og nú er að raungerast fyrir ökutækjaleigur, hann mun að öllum líkindum hlaupa á milljörðum. Þessum staðreyndum skeytir ríkisstjórnin engu. Vönduð lagasetning virðist vera á undanhaldi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðaþjónusta Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Á ferðaþjónustudegi Samtaka ferðaþjónustunnar síðastliðið haust komst ég svo að orði í opnunarávarpi mínu: „ég held að ég tali fyrir okkur öll sem störfum í ferðaþjónustunni þegar ég segi að við höfum einfaldlega verulegar áhyggjur af boðuðum áformum og aðgerðum stjórnvalda sem snerta atvinnugreinina með beinum hætti“. Þær áhyggjur eru nú að raungerast. Það kemur hvorki undirritaðri né eflaust öðrum á óvart enda hefur það verið í deiglunni um þó nokkurt skeið að ferðaþjónustan skuli vera næsta atvinnugreinin á skattagrill ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Hins vegar er það mikið umhugsunarefni hversu eðlislægt ríkisstjórninni er orðið að gera breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja og horfa fram hjá eðlilegum fyrirvörum þegar kemur að gildistöku þeirra. Varnarorð virt að vettugi Fyrir liggur að frumvarp ríkisstjórnarinnar um upptöku kílómetragjalds af akstri ökutækja sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti er orðið að lögum og tekur gildi strax í upphafi næsta árs. Um er að ræða umfangsmikla kerfisbreytingu sem hefur eðli málsins samkvæmt veruleg áhrif á fólk og fyrirtæki, sér í lagi ökutækjaleigur. Þrátt fyrir margþætt neikvæð áhrif, íþyngjandi kostnað og flækjustig sem breytingin hefur í för með sér fylgir henni nær enginn fyrirvari, aðeins örfáir dagar. Ítrekað hefur verið varað við neikvæðum áhrifum af upptöku kílómetragjaldsins og kallað eftir eðlilegum fyrirvara og skynsamlegu aðlögunarfyrirkomulagi fyrir ökutækjaleigur. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanlegu rekstrarumhverfi enda er það grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Ríkisstjórnin hefur aftur á móti kært sig kollótta um þau varnarorð og virt þau að vettugi. Nú eiga ökutækjaleigur og ferðaþjónustan einfaldlega að sitja í súpunni. Kostnaðurinn hleypur á milljörðum Í ljósi þess hve skammur fyrirvari er á kílómetragjaldinu mun það ekki fara svo að þeir borga sem nota vegakerfi landsins þar sem ökutækjaleigur hafa nú þegar leigt út stóran hluta af sínum ökutækjum fyrir næsta ár, þeim samningum verður ekki breytt eftir á. Stór hluti kílómetragjaldsins mun því falla á reikning ökutækjaleiga. Þar að auki skapast ekki aðeins verulega íþyngjandi kostnaður vegna innheimtunnar fyrir ökutækjaleigur heldur einnig neikvæð áhrif á eftirspurn fólks eftir ferðalögum til Íslands í ljósi þeirra verðhækkana sem gjaldið mun hafa í för með sér á útleigu ökutækja. Það er ótækt að breytingar á rekstrarumhverfi fyrirtækja í boði ríkisstjórnarinnar hafi jafn íþyngjandi kostnað í för með sér og nú er að raungerast fyrir ökutækjaleigur, hann mun að öllum líkindum hlaupa á milljörðum. Þessum staðreyndum skeytir ríkisstjórnin engu. Vönduð lagasetning virðist vera á undanhaldi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar