Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar 21. desember 2025 14:32 Þegar orð og athafnir fara ekki saman Traust er ein mikilvægasta auðlind stjórnmálaflokka. Það byggist ekki eingöngu á árangri í einstökum málum, heldur á samræmi milli stefnuskrár, kosningaloforða og athafna. Þetta á sérstaklega við mál er snerta fullveldi ríkisins, þar sem ákvarðanir geta haft varanleg áhrif á sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Í íslenskum stjórnmálum hefur ítrekað komið í ljós að þeir flokkar sem ekki standa við eigin stefnuskrá og kosningaloforð, glata trausti kjósenda, jafnvel þótt þeir haldi formlega völdum um tíma. EES-málin sem prófsteinn á stjórnmálalegt samræmi Á undanförnum árum hafa EES-tengd mál, einkum þriðji orkupakki ESB og Bókun 35, orðið að prófsteini á slíkt samræmi. Þessi mál varpa skýru ljósi á það hvernig helstu stjórnmálaflokkar bregðast við, þegar yfirlýsingar um fullveldi stangast á við raunverulegar ákvarðanir þeirra. Samfylkingin greiddi það dýru verði eftir bankahrunið þegar loforð um umbætur, aukið lýðræði og „skjaldborg um heimilin“ fóru illa saman við auknar álögur, aðhald og niðurskurð. Fylgið hrundi og flokkurinn missti um tíma stöðu sína sem burðarafl í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hefur þó verið sjálfri sér samkvæm í afstöðu sinni til inngöngu Íslands í ESB þó svo flokkurinn hafi ekki sett það mál í forgang. Vinstri græn töpuðu verulegum hluta trúverðugleika síns þegar flokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn þvert á yfirlýsta stefnu um kerfisbreytingar og valdajafnvægi. Áður hafði flokkurinn tekið þátt í umsókn Íslands um inngöngu í ESB þvert á vilja flokksmanna. Kjósendur refsuðu þeim ekki strax, en flokkurinn hlaut harða útreið að lokum og féll af þingi. Björt framtíð byggði tilverurétt sinn á loforði um „nýja pólitík“, gagnsæi og siðferði, en hvarf af þingi eftir að hafa tekið þátt í hefðbundnu valdatafli stjórnmálaflokka, sem flokkurinn hafði áður gagnrýnt harðlega. Sjálfstæðisflokkurinn og brostin loforð Sjálfstæðisflokkurinn brást algjörlega kjósendum sínum í veigamiklum grundvallaratriðum, meðal annars varðandi innflytjendamál, skattamál, aukinn ríkisrekstur og sérstaklega fullveldismál. Þessi mál, ásamt stjórnarmyndun flokksins með Vinstri grænum, reyndust vera pólitískt sjálfsmorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um áratugaskeið lagt áherslu á fullveldi Íslands, mikilvægi stjórnarskrárinnar og varfærni gagnvart framsali ríkisvalds. Þrátt fyrir það hafði hann frumkvæði að innleiðingu bæði þriðja orkupakka ESB og frumvarpi um Bókun 35. Rökstuðningurinn byggðist á því að um væri að ræða tæknilega innleiðingu EES-regluverks og að um formlegt framsal væri ekki um að ræða, fullyrðingar sem ekki standast neina skoðun. Gagnrýnin snýr einkum að því að Alþingi skuldbindi sig til að innleiða regluverk sem það hefur ekki samið og hefur takmörkuð áhrif á. Með Bókun 35 eru forgangsáhrif EES-reglna skýrð í íslenskum rétti, sem þrengir mjög að sjálfstæðu svigrúmi löggjafans í framkvæmd valds síns. Þar með skapast misræmi milli hefðbundinnar orðræðu flokksins og þeirra ákvarðana sem hann hefur tekið þátt í að styðja. Margir kjósendur flokksins líta á þetta sem djúpan og alvarlegan trúnaðarbrest og fylgið er að hverfa. Flokkur fólksins – gjörbreytt afstaða? Flokkur fólksins hefur aðallega byggt fylgi sitt á gagnrýni á valdakerfið, tortryggni gagnvart yfirþjóðlegu regluverki og þeirri hugmynd að ákvarðanir skuli teknar sem næst þjóðinni. Þar til nýlega hafði flokkurinn ekki tekið þátt í ákvörðunum sem snertu framsal fullveldis í framkvæmd, meðal annars hafnaði hann þriðja orkupakka ESB. Nýlegar yfirlýsingar ráðherra flokksins um stuðning við frumvarp um Bókun 35 breytir algjörlega þeirri stöðu. Flokkurinn verður þá þátttakandi í ákvörðun sem hefur veruleg og neikvæð stjórnskipuleg áhrif þvert á fyrri yfirlýsingar og loforð. Margir kjósendur flokksins telja þetta fela í sér svik við þau loforð og rof á þeim væntingum sem orðræða flokksins hafði áður skapað. Spurning vaknar: stendur Flokkur fólksins frammi fyrir sömu örlögum og aðrir flokkar sem byggðu fylgi sitt á andófi gegn kerfinu en urðu síðan hluti af því? Hvaða lærdóm má draga af þessu? Reynsla íslenskra stjórnmála sýnir að kjósendur eru þolinmóðir, en þeir eru alls ekki minnislausir. Stjórnmálaflokkur sem notar stefnuskrá sem kosningaskraut en stendur svo ekki við skuldbindingar sínar gagnvart kjósendum tapar siðferðilegu umboði, veikir eigin stöðu og grefur undan trausti á sjálfu lýðræðinu. Munurinn á flokkunum liggur ekki aðeins í því hvaða frumvörp þeir styðja, heldur í þeim væntingum sem þeir hafa sjálfir skapað. Þegar orðræða þeirra leggur áherslu á fullveldi og varfærni, en framkvæmdin leiðir til samþykktar ráðstafana sem þrengja svigrúm Alþingis, tapast siðferðilegt umboð. Fullveldi er ekki aðeins orð í stefnuskrá, það birtist í ákvörðunum þegar á reynir og þar sem orð og athafnir fara ekki saman, dvínar traust kjósenda óhjákvæmilega. Flokkar hverfa sjaldnast eftir eina kosningu; þeir missa fylgi smám saman, og það ferli hefst alltaf þegar orð og athafnir fara ekki saman.Bíða Flokk fólksins sömu örlög og Vinstri grænna? Verður Flokkur fólksins senn að Flótta fólksins? Höfundur er læknir og fullveldissinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlíus Valsson Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar orð og athafnir fara ekki saman Traust er ein mikilvægasta auðlind stjórnmálaflokka. Það byggist ekki eingöngu á árangri í einstökum málum, heldur á samræmi milli stefnuskrár, kosningaloforða og athafna. Þetta á sérstaklega við mál er snerta fullveldi ríkisins, þar sem ákvarðanir geta haft varanleg áhrif á sjálfsákvörðunarrétt þjóðarinnar. Í íslenskum stjórnmálum hefur ítrekað komið í ljós að þeir flokkar sem ekki standa við eigin stefnuskrá og kosningaloforð, glata trausti kjósenda, jafnvel þótt þeir haldi formlega völdum um tíma. EES-málin sem prófsteinn á stjórnmálalegt samræmi Á undanförnum árum hafa EES-tengd mál, einkum þriðji orkupakki ESB og Bókun 35, orðið að prófsteini á slíkt samræmi. Þessi mál varpa skýru ljósi á það hvernig helstu stjórnmálaflokkar bregðast við, þegar yfirlýsingar um fullveldi stangast á við raunverulegar ákvarðanir þeirra. Samfylkingin greiddi það dýru verði eftir bankahrunið þegar loforð um umbætur, aukið lýðræði og „skjaldborg um heimilin“ fóru illa saman við auknar álögur, aðhald og niðurskurð. Fylgið hrundi og flokkurinn missti um tíma stöðu sína sem burðarafl í íslenskum stjórnmálum. Samfylkingin hefur þó verið sjálfri sér samkvæm í afstöðu sinni til inngöngu Íslands í ESB þó svo flokkurinn hafi ekki sett það mál í forgang. Vinstri græn töpuðu verulegum hluta trúverðugleika síns þegar flokkurinn gekk til stjórnarsamstarfs við Sjálfstæðisflokkinn þvert á yfirlýsta stefnu um kerfisbreytingar og valdajafnvægi. Áður hafði flokkurinn tekið þátt í umsókn Íslands um inngöngu í ESB þvert á vilja flokksmanna. Kjósendur refsuðu þeim ekki strax, en flokkurinn hlaut harða útreið að lokum og féll af þingi. Björt framtíð byggði tilverurétt sinn á loforði um „nýja pólitík“, gagnsæi og siðferði, en hvarf af þingi eftir að hafa tekið þátt í hefðbundnu valdatafli stjórnmálaflokka, sem flokkurinn hafði áður gagnrýnt harðlega. Sjálfstæðisflokkurinn og brostin loforð Sjálfstæðisflokkurinn brást algjörlega kjósendum sínum í veigamiklum grundvallaratriðum, meðal annars varðandi innflytjendamál, skattamál, aukinn ríkisrekstur og sérstaklega fullveldismál. Þessi mál, ásamt stjórnarmyndun flokksins með Vinstri grænum, reyndust vera pólitískt sjálfsmorð. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um áratugaskeið lagt áherslu á fullveldi Íslands, mikilvægi stjórnarskrárinnar og varfærni gagnvart framsali ríkisvalds. Þrátt fyrir það hafði hann frumkvæði að innleiðingu bæði þriðja orkupakka ESB og frumvarpi um Bókun 35. Rökstuðningurinn byggðist á því að um væri að ræða tæknilega innleiðingu EES-regluverks og að um formlegt framsal væri ekki um að ræða, fullyrðingar sem ekki standast neina skoðun. Gagnrýnin snýr einkum að því að Alþingi skuldbindi sig til að innleiða regluverk sem það hefur ekki samið og hefur takmörkuð áhrif á. Með Bókun 35 eru forgangsáhrif EES-reglna skýrð í íslenskum rétti, sem þrengir mjög að sjálfstæðu svigrúmi löggjafans í framkvæmd valds síns. Þar með skapast misræmi milli hefðbundinnar orðræðu flokksins og þeirra ákvarðana sem hann hefur tekið þátt í að styðja. Margir kjósendur flokksins líta á þetta sem djúpan og alvarlegan trúnaðarbrest og fylgið er að hverfa. Flokkur fólksins – gjörbreytt afstaða? Flokkur fólksins hefur aðallega byggt fylgi sitt á gagnrýni á valdakerfið, tortryggni gagnvart yfirþjóðlegu regluverki og þeirri hugmynd að ákvarðanir skuli teknar sem næst þjóðinni. Þar til nýlega hafði flokkurinn ekki tekið þátt í ákvörðunum sem snertu framsal fullveldis í framkvæmd, meðal annars hafnaði hann þriðja orkupakka ESB. Nýlegar yfirlýsingar ráðherra flokksins um stuðning við frumvarp um Bókun 35 breytir algjörlega þeirri stöðu. Flokkurinn verður þá þátttakandi í ákvörðun sem hefur veruleg og neikvæð stjórnskipuleg áhrif þvert á fyrri yfirlýsingar og loforð. Margir kjósendur flokksins telja þetta fela í sér svik við þau loforð og rof á þeim væntingum sem orðræða flokksins hafði áður skapað. Spurning vaknar: stendur Flokkur fólksins frammi fyrir sömu örlögum og aðrir flokkar sem byggðu fylgi sitt á andófi gegn kerfinu en urðu síðan hluti af því? Hvaða lærdóm má draga af þessu? Reynsla íslenskra stjórnmála sýnir að kjósendur eru þolinmóðir, en þeir eru alls ekki minnislausir. Stjórnmálaflokkur sem notar stefnuskrá sem kosningaskraut en stendur svo ekki við skuldbindingar sínar gagnvart kjósendum tapar siðferðilegu umboði, veikir eigin stöðu og grefur undan trausti á sjálfu lýðræðinu. Munurinn á flokkunum liggur ekki aðeins í því hvaða frumvörp þeir styðja, heldur í þeim væntingum sem þeir hafa sjálfir skapað. Þegar orðræða þeirra leggur áherslu á fullveldi og varfærni, en framkvæmdin leiðir til samþykktar ráðstafana sem þrengja svigrúm Alþingis, tapast siðferðilegt umboð. Fullveldi er ekki aðeins orð í stefnuskrá, það birtist í ákvörðunum þegar á reynir og þar sem orð og athafnir fara ekki saman, dvínar traust kjósenda óhjákvæmilega. Flokkar hverfa sjaldnast eftir eina kosningu; þeir missa fylgi smám saman, og það ferli hefst alltaf þegar orð og athafnir fara ekki saman.Bíða Flokk fólksins sömu örlög og Vinstri grænna? Verður Flokkur fólksins senn að Flótta fólksins? Höfundur er læknir og fullveldissinni.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun