Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar 22. desember 2025 07:30 Þegar greint er frá mótmælum bænda í Brussel beina fjölmiðlar jafnan athyglinni að yfirborðinu: táragasi, kartöflukasti og brennandi dekkjum. Slíkar myndir selja fréttir, en segja lítið um kjarna málsins. Raunveruleg skilaboð mótmælanna eru margfalt dýpri – og snúast ekki um einstaka ákvörðun, heldur um kerfi sem hefur misst tengsl við þá sem bera það uppi. Skipulögð mótmæli um Mercosur samninginn Þann 18. desember sl. komu um 10.000 bændur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins saman í Brussel. Mótmælin voru skipulögð af evrópsku bændasamtökunum Copa-Cogeca og voru ekki tilviljanakennd uppákoma heldur markvisst skipulögð samstaða yfir landamæri. Í tilkynningu samtakanna var áherslan skýr: „við stöndum við gefin loforð“. Þetta nýja tungutak í Brussel er ekki tilviljun – það endurspeglar rof á trausti milli stofnana ESB og einnar mikilvægustu grunnstoðar sambandsins, landbúnaðarins. Almennt tengjast mótmælin fyrirhugaðri staðfestingu Mercosur-samningsins en þar er um að ræða samning milli ESB og Argentínu, Brasilíu, Paraguay og Uruguay um umfangsmikil vöruviðskipti, þ.m.t. með landbúnaðarvörur. Málið er umdeilt og hefur t.a.m. Frakkland og nú síðast Ítalía staðið í vegi fyrir að gengið verði endanlega frá samningnum. ESB hefur nú frestað afgreiðslu málsins fram í janúar. En fleira býr að baki En rætur bændamótmælanna eru í raun mun dýpri. Í kjarnanum snýst málið um ósamræmi milli stefnumótunar og raunverulegs rekstrarumhverfis bænda. Í tengslum við mótmælin setti Copa-Cogeca fram kröfur með einni rödd, í þremur liðum: Öfluga og raunverulega fjármagnaða sameiginlega landbúnaðarstefnu (CAP) eftir 2027. Sanngjörn og gagnsæ viðskipti sem vernda framleiðsluhætti og viðkvæmar búgreinar innan ESB. Raunverulega einföldun regluverks og aukið réttarfarslegt öryggi. Þetta eru ekki jaðarkröfur. Þær falla beint að þeim veikleikum sem ESB hefur sjálft bent á í nýlegum greiningum: vaxandi regluálagi, auknum kostnaði, skorti á fyrirsjáanleika og sífellt meiri kröfum til evrópskra framleiðenda – á sama tíma og verið er að opna markaði fyrir tollfrjálsan innflutning frá löndum þar sem framleiðsluskilyrði eru allt önnur. Afleiðingar viðskiptasamninga í víðara samhengi Hér skiptir Mercosur-samningurinn máli, ekki aðeins fyrir bændur í ESB, heldur einnig fyrir Ísland. Staðfesting hans mun breyta verðmyndun og samkeppnisstöðu landbúnaðarafurða í Evrópu. En um leið fellur endanlega um koll ein furðuleg hugmynd sem hefur lifað í íslenskri umræðu: að íslenskur landbúnaður geti grætt á aðild að Evrópusambandinu. Íslenskt nautakjöt mun aldrei keppa við tollfrjálst kjöt frá Brasilíu. Það er ekki spurning um dugnað, gæði eða nýsköpun, heldur einfaldlega um stærðarhagkvæmni, kostnaðargrunn og ólíkar kröfur. Þegar ESB opnar dyr sínar fyrir slíkum samningum er verið að endurmóta samkeppnisumhverfið – og sú breyting vinnur ekki með smáum, viðkvæmum landbúnaðarkerfum á jaðarsvæðum. Niðurlag: segja verður hlutina eins og þeir eru Mótmælin í Brussel snúast því ekki um andstöðu við loftslagsmarkmið eða alþjóðaviðskipti í sjálfu sér. Þau snúast um kerfi sem leggur sífellt meiri ábyrgð á herðar framleiðenda en tekur ekki samsvarandi ábyrgð á afleiðingunum: um tungutak, vald yfir merkingu og um það hverjir fá að skilgreina framtíð landbúnaðar í Evrópu. Ísland má ekki búa sér til ímynd að Evrópusambandinu byggða á óskhyggju eða úreltum forsendum. Veruleikinn blasir við – og bændur Evrópu hafa staðið upp og sagt stopp. Ef breyta á forsendum verður að gera það á hreinskilinn hátt og segja hlutina eins og þeir eru. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar greint er frá mótmælum bænda í Brussel beina fjölmiðlar jafnan athyglinni að yfirborðinu: táragasi, kartöflukasti og brennandi dekkjum. Slíkar myndir selja fréttir, en segja lítið um kjarna málsins. Raunveruleg skilaboð mótmælanna eru margfalt dýpri – og snúast ekki um einstaka ákvörðun, heldur um kerfi sem hefur misst tengsl við þá sem bera það uppi. Skipulögð mótmæli um Mercosur samninginn Þann 18. desember sl. komu um 10.000 bændur frá öllum 27 aðildarríkjum Evrópusambandsins saman í Brussel. Mótmælin voru skipulögð af evrópsku bændasamtökunum Copa-Cogeca og voru ekki tilviljanakennd uppákoma heldur markvisst skipulögð samstaða yfir landamæri. Í tilkynningu samtakanna var áherslan skýr: „við stöndum við gefin loforð“. Þetta nýja tungutak í Brussel er ekki tilviljun – það endurspeglar rof á trausti milli stofnana ESB og einnar mikilvægustu grunnstoðar sambandsins, landbúnaðarins. Almennt tengjast mótmælin fyrirhugaðri staðfestingu Mercosur-samningsins en þar er um að ræða samning milli ESB og Argentínu, Brasilíu, Paraguay og Uruguay um umfangsmikil vöruviðskipti, þ.m.t. með landbúnaðarvörur. Málið er umdeilt og hefur t.a.m. Frakkland og nú síðast Ítalía staðið í vegi fyrir að gengið verði endanlega frá samningnum. ESB hefur nú frestað afgreiðslu málsins fram í janúar. En fleira býr að baki En rætur bændamótmælanna eru í raun mun dýpri. Í kjarnanum snýst málið um ósamræmi milli stefnumótunar og raunverulegs rekstrarumhverfis bænda. Í tengslum við mótmælin setti Copa-Cogeca fram kröfur með einni rödd, í þremur liðum: Öfluga og raunverulega fjármagnaða sameiginlega landbúnaðarstefnu (CAP) eftir 2027. Sanngjörn og gagnsæ viðskipti sem vernda framleiðsluhætti og viðkvæmar búgreinar innan ESB. Raunverulega einföldun regluverks og aukið réttarfarslegt öryggi. Þetta eru ekki jaðarkröfur. Þær falla beint að þeim veikleikum sem ESB hefur sjálft bent á í nýlegum greiningum: vaxandi regluálagi, auknum kostnaði, skorti á fyrirsjáanleika og sífellt meiri kröfum til evrópskra framleiðenda – á sama tíma og verið er að opna markaði fyrir tollfrjálsan innflutning frá löndum þar sem framleiðsluskilyrði eru allt önnur. Afleiðingar viðskiptasamninga í víðara samhengi Hér skiptir Mercosur-samningurinn máli, ekki aðeins fyrir bændur í ESB, heldur einnig fyrir Ísland. Staðfesting hans mun breyta verðmyndun og samkeppnisstöðu landbúnaðarafurða í Evrópu. En um leið fellur endanlega um koll ein furðuleg hugmynd sem hefur lifað í íslenskri umræðu: að íslenskur landbúnaður geti grætt á aðild að Evrópusambandinu. Íslenskt nautakjöt mun aldrei keppa við tollfrjálst kjöt frá Brasilíu. Það er ekki spurning um dugnað, gæði eða nýsköpun, heldur einfaldlega um stærðarhagkvæmni, kostnaðargrunn og ólíkar kröfur. Þegar ESB opnar dyr sínar fyrir slíkum samningum er verið að endurmóta samkeppnisumhverfið – og sú breyting vinnur ekki með smáum, viðkvæmum landbúnaðarkerfum á jaðarsvæðum. Niðurlag: segja verður hlutina eins og þeir eru Mótmælin í Brussel snúast því ekki um andstöðu við loftslagsmarkmið eða alþjóðaviðskipti í sjálfu sér. Þau snúast um kerfi sem leggur sífellt meiri ábyrgð á herðar framleiðenda en tekur ekki samsvarandi ábyrgð á afleiðingunum: um tungutak, vald yfir merkingu og um það hverjir fá að skilgreina framtíð landbúnaðar í Evrópu. Ísland má ekki búa sér til ímynd að Evrópusambandinu byggða á óskhyggju eða úreltum forsendum. Veruleikinn blasir við – og bændur Evrópu hafa staðið upp og sagt stopp. Ef breyta á forsendum verður að gera það á hreinskilinn hátt og segja hlutina eins og þeir eru. Höfundur er hagfræðingur.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun