Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2025 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson gat ekki annað en brosað þegar hann sá strákana í stúkunni. @ricording__ Íslenski CrossFit-kappinn Björgvin Karl Guðmundsson var meðal keppenda um helgina á lokamóti World Fitness-mótaraðarinnar. Lokamótið, WFP-Finals, fór fram í Kaupmannahöfn og var um fjögurra daga keppni að ræða, frá fimmtudegi til sunnudags. Svo vel heppnaðist allt saman að það er þegar búið að staðfesta að lokamótið verður á sama stað að ári. Björgvin Karl var eini fulltrúi Íslands á mótinu og endaði í átjánda sæti keppninnar en alls voru keppendurnir þrjátíu. Björgvin sýndi styrk með því að hækka sig um eitt sæti á lokadeginum. Hann tryggði sér áframhaldandi veru á World Fitness-mótaröðinni með því að vera einn af tuttugu efstu. Bandaríkjamaðurinn James Sprague vann mótið og landi hans Dallin Pepper varð annar. Þriðji varð síðan Ástralinn Ricky Garard. Þótt Björgvin hafi verið eini íslenski keppandinn á mótinu þá átti hann frábæran stuðningshóp í stúkunni. View this post on Instagram A post shared by Ricording (@ricording__) Mögulega var um að ræða nokkra hressa stráka úr CrossFit Reykjavík þar sem Björgvin Karl ræður ríkjum og má leiða líkum að því að hann sé að gefa þessum efnilegu drengjum góð ráð enda fáir með meiri reynslu af CrossFit-íþróttinni en einmitt Björgvin Karl. Klappstýruhópur Björgvins Karls sló líka í gegn með því að skapa alvöru stemmningu við að hvetja sinn mann áfram. Þeir létu vetrarveðrið heldur ekki trufla sig mikið og voru berir að ofan í stúkunni. Þrír þeirra voru líka merktir upphafsstöðum Björgvins, BKG, en Stokkseyringurinn er einmitt þekktur undir því nafni í CrossFit-heiminum. Auðveldara að segja BKG en Björgvin Karl fyrir útlendingana og það festist síðan við besta íslenska CrossFit-manninn sem var fastamaður á heimsleikunum í ellefu ár. View this post on Instagram A post shared by Jón Jónsson (@jonssonmotion) CrossFit Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira
Lokamótið, WFP-Finals, fór fram í Kaupmannahöfn og var um fjögurra daga keppni að ræða, frá fimmtudegi til sunnudags. Svo vel heppnaðist allt saman að það er þegar búið að staðfesta að lokamótið verður á sama stað að ári. Björgvin Karl var eini fulltrúi Íslands á mótinu og endaði í átjánda sæti keppninnar en alls voru keppendurnir þrjátíu. Björgvin sýndi styrk með því að hækka sig um eitt sæti á lokadeginum. Hann tryggði sér áframhaldandi veru á World Fitness-mótaröðinni með því að vera einn af tuttugu efstu. Bandaríkjamaðurinn James Sprague vann mótið og landi hans Dallin Pepper varð annar. Þriðji varð síðan Ástralinn Ricky Garard. Þótt Björgvin hafi verið eini íslenski keppandinn á mótinu þá átti hann frábæran stuðningshóp í stúkunni. View this post on Instagram A post shared by Ricording (@ricording__) Mögulega var um að ræða nokkra hressa stráka úr CrossFit Reykjavík þar sem Björgvin Karl ræður ríkjum og má leiða líkum að því að hann sé að gefa þessum efnilegu drengjum góð ráð enda fáir með meiri reynslu af CrossFit-íþróttinni en einmitt Björgvin Karl. Klappstýruhópur Björgvins Karls sló líka í gegn með því að skapa alvöru stemmningu við að hvetja sinn mann áfram. Þeir létu vetrarveðrið heldur ekki trufla sig mikið og voru berir að ofan í stúkunni. Þrír þeirra voru líka merktir upphafsstöðum Björgvins, BKG, en Stokkseyringurinn er einmitt þekktur undir því nafni í CrossFit-heiminum. Auðveldara að segja BKG en Björgvin Karl fyrir útlendingana og það festist síðan við besta íslenska CrossFit-manninn sem var fastamaður á heimsleikunum í ellefu ár. View this post on Instagram A post shared by Jón Jónsson (@jonssonmotion)
CrossFit Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjá meira