„Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar 22. desember 2025 09:02 Enhanced Games, eða „Steraleikarnir“ ef svo mætti kalla þá munu að öllum líkindum fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum í maí 2026. Eins og staðan er núna munu alls 50 íþróttamenn keppa í sundi, frjálsum íþróttum og lyftingum. Tilgangur þessa pistils er þó ekki að auglýsa viðburðinn ókeypis, heldur að skrifa niður nokkra punkta sem eru umhugsunarverðir varðandi þessa leika. Keppendur mega nota frammistöðubætandi efni sem eru bönnuð í öllum íþróttum. Ekki verður lyfjaprófað á leikunum. „Læknisskoðun“ fyrir keppni kemur í stað lyfjaprófa. Skipuleggjendur leikana hafa notað fjárhagslega hvata til þess að laða að þátttakendur enda lofa þeir að greiða keppendum mun meira en þeir myndu annars fá eða hafa nokkurn tímann fengið keppandi undir sínum alþjóðasamböndum í hefðbundnum íþróttakeppnum (heimsmeistaramótum, Ólympíuleikum o.s.frv.). Sennilega er eitthvað til í því, og er það efni í aðra umræðu. En er þá eitthvað að því að fagna þessari nýju viðbót í bransann? Skoðum þetta aðeins. Hvað þýðir „læknisskoðun“ fyrir keppni? Jú, það þýðir að læknir metur ástand keppenda og segir til um hvort viðkomandi muni fá að keppa eða ekki. Þannig að undirbúningstímabil keppenda snýst ekki bara um að æfa, heldur að stunda lyfjamisnotkun upp að því marki að það „standist“ læknisskoðun, sem enginn veit hvað þýðir enn sem komið er (6 mánuðum fyrir keppni), en að öllum líkindum að minnsta kosti það að keppandi sé ekki í augljósri lífshættu fyrir eða á meðan keppni stendur. Í stuttu máli þyrfti að skoða og meta hvort að líffærastarfsemi og hormónakerfi væru undir of miklu álagi eða í ójafnvægi en ekki hafa verið gefnir út neinir læknisfræðilegir þröskuldar ennþá. Það er þó fullkomnlega eðlilegt, þar sem að í fyrsta lagi veit enginn hverjir þeir eiga að vera, og í öðru lagi snýst þetta verkefni eingöngu um peninga – sem drífur vitleysuna áfram. Stærsti gallinn við „Steraleikana“ er sá að það er ekki hægt að stunda lyfjamisnotkun á áhættulausan eða öruggan hátt. Mjög algengt er að aukaverkanir komi í ljós (löngu) eftir að notkun er hætt, og geta þær verið óafturkræfar. Skjótur gróði, en langtímakostnaður sem er á þeim tíma ósýnilegur. Það kallast á íslensku skammgóður vermir. „En læknirinn sagði að þetta væri í lagi?“ Læknisskoðun væri í þessu tilfelli ætlað að meta ástand dagsins (þó það sé takmörkunum háð), en hún kemur ekki í veg fyrir framtíðarskaða. Annar stór galli við keppnina er að börn og unglingar munu horfa á hana og þar snýst þetta ekki bara um íþróttaárangur, en það er þannig í dag að líkamsímynd unglinga hefur líklega aldrei verið verri í sögunni. Stanslaus samanburður í gegnum sjónræna samanburðarvél sem kallast snjallsími á stóran þátt í því. Ungir strákar sjá daglega líkama sem eru líffræðilega óraunhæfir án lyfjamisnotkunar og allt í einu munu nokkrir slíkir keppa að því að setja „heimsmet“ í íþróttum og munu fá mikla athygli fyrir. Eftirfarandi eru skilaboð sem „Steraleikarnir“ geta skilið eftir sig í hugum ungs fólks, hvort sem það er í íþróttum eða ekki: Líkaminn er ekki nóg – það þarf að betrumbæta hann með efnum sem eru bönnuð í öllum íþróttum og hættuleg heilsu manna. Náttúruleg mörk eru vandamál (sem er opinber afstaða eigenda keppninnar). Lyfjamisnotkun er lausnin við því. Lyfjamisnotkun og óraunhæfir líkamar verða verðlaunaðir á „Steraleikunum“. Að stytta sér leið að árangri verður samþykkt. Það mun setja pening í vasa nokkurra einstaklinga en sá jafnframt fleiri fræjum í höfuð ungs fólks um að þau séu aldrei nógu „fullkomin“. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands / Anti-Doping Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steraleikarnir Lyf Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Enhanced Games, eða „Steraleikarnir“ ef svo mætti kalla þá munu að öllum líkindum fara fram í Las Vegas í Bandaríkjunum í maí 2026. Eins og staðan er núna munu alls 50 íþróttamenn keppa í sundi, frjálsum íþróttum og lyftingum. Tilgangur þessa pistils er þó ekki að auglýsa viðburðinn ókeypis, heldur að skrifa niður nokkra punkta sem eru umhugsunarverðir varðandi þessa leika. Keppendur mega nota frammistöðubætandi efni sem eru bönnuð í öllum íþróttum. Ekki verður lyfjaprófað á leikunum. „Læknisskoðun“ fyrir keppni kemur í stað lyfjaprófa. Skipuleggjendur leikana hafa notað fjárhagslega hvata til þess að laða að þátttakendur enda lofa þeir að greiða keppendum mun meira en þeir myndu annars fá eða hafa nokkurn tímann fengið keppandi undir sínum alþjóðasamböndum í hefðbundnum íþróttakeppnum (heimsmeistaramótum, Ólympíuleikum o.s.frv.). Sennilega er eitthvað til í því, og er það efni í aðra umræðu. En er þá eitthvað að því að fagna þessari nýju viðbót í bransann? Skoðum þetta aðeins. Hvað þýðir „læknisskoðun“ fyrir keppni? Jú, það þýðir að læknir metur ástand keppenda og segir til um hvort viðkomandi muni fá að keppa eða ekki. Þannig að undirbúningstímabil keppenda snýst ekki bara um að æfa, heldur að stunda lyfjamisnotkun upp að því marki að það „standist“ læknisskoðun, sem enginn veit hvað þýðir enn sem komið er (6 mánuðum fyrir keppni), en að öllum líkindum að minnsta kosti það að keppandi sé ekki í augljósri lífshættu fyrir eða á meðan keppni stendur. Í stuttu máli þyrfti að skoða og meta hvort að líffærastarfsemi og hormónakerfi væru undir of miklu álagi eða í ójafnvægi en ekki hafa verið gefnir út neinir læknisfræðilegir þröskuldar ennþá. Það er þó fullkomnlega eðlilegt, þar sem að í fyrsta lagi veit enginn hverjir þeir eiga að vera, og í öðru lagi snýst þetta verkefni eingöngu um peninga – sem drífur vitleysuna áfram. Stærsti gallinn við „Steraleikana“ er sá að það er ekki hægt að stunda lyfjamisnotkun á áhættulausan eða öruggan hátt. Mjög algengt er að aukaverkanir komi í ljós (löngu) eftir að notkun er hætt, og geta þær verið óafturkræfar. Skjótur gróði, en langtímakostnaður sem er á þeim tíma ósýnilegur. Það kallast á íslensku skammgóður vermir. „En læknirinn sagði að þetta væri í lagi?“ Læknisskoðun væri í þessu tilfelli ætlað að meta ástand dagsins (þó það sé takmörkunum háð), en hún kemur ekki í veg fyrir framtíðarskaða. Annar stór galli við keppnina er að börn og unglingar munu horfa á hana og þar snýst þetta ekki bara um íþróttaárangur, en það er þannig í dag að líkamsímynd unglinga hefur líklega aldrei verið verri í sögunni. Stanslaus samanburður í gegnum sjónræna samanburðarvél sem kallast snjallsími á stóran þátt í því. Ungir strákar sjá daglega líkama sem eru líffræðilega óraunhæfir án lyfjamisnotkunar og allt í einu munu nokkrir slíkir keppa að því að setja „heimsmet“ í íþróttum og munu fá mikla athygli fyrir. Eftirfarandi eru skilaboð sem „Steraleikarnir“ geta skilið eftir sig í hugum ungs fólks, hvort sem það er í íþróttum eða ekki: Líkaminn er ekki nóg – það þarf að betrumbæta hann með efnum sem eru bönnuð í öllum íþróttum og hættuleg heilsu manna. Náttúruleg mörk eru vandamál (sem er opinber afstaða eigenda keppninnar). Lyfjamisnotkun er lausnin við því. Lyfjamisnotkun og óraunhæfir líkamar verða verðlaunaðir á „Steraleikunum“. Að stytta sér leið að árangri verður samþykkt. Það mun setja pening í vasa nokkurra einstaklinga en sá jafnframt fleiri fræjum í höfuð ungs fólks um að þau séu aldrei nógu „fullkomin“. Höfundur er framkvæmdastjóri Lyfjaeftirlits Íslands / Anti-Doping Iceland.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun