Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar 22. desember 2025 11:02 Heimsendingaþjónusta hefur aukist jafnt og þétt hérlendis sem og erlendis. Segja má að frá tímum heimsfaraldurs hafa orðið veruleg umskipti í dreifingu vöru og matvæla og eru þær orðnar fastur hluti af daglegu lífi margra í sífellt hraðara samfélagi. Hér verður ekki lagt mat á hvort þessi þróun sé æskileg eða ekki. Athyglinni verður þess í stað beint að þeim sem sinna heimsendingum. Víða í Evrópu og einnig hér á landi hafa sprottið upp stafrænir vettvangar (e. digital platforms) sem starfa sem eins konar „markaðstorg“ fyrir heimsendingar. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Wolt, DoorDash, Aha og Uber Eats. Þessir vettvangar hafa notið mikilla vinsælda meðal neytenda og sendlar á þeirra vegum orðnir algeng sjón í borgarumhverfinu, á reiðhjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum og í bifreiðum. Starfsemin byggist á því að stafræni vettvangurinn gerir samninga við veitingastaði, verslanir og aðra þjónustuaðila, útvegar sendla og stýrir verkefnum í gegnum snjallforrit þannig að pöntunin berist frá seljanda til kaupanda. Að minnsta kosti í orði kveðnu virðist þetta vera kerfi þar sem allir fá sitt. En er það svo? Réttleysi og einhliða samningsskilmálar Verkalýðshreyfingin hefur áður lýst alvarlegum áhyggjum af launum og starfskjörum þeirra sem starfa hjá stafrænum vettvöngum, sér í lagi við sendlastörf. Sama staða blasir við víða erlendis og fjöldi dómsmála hefur fjallað um réttarstöðu þeirra sem sinna þessum störfum. Það þarf heldur ekki að leita langt eftir frásögnum sjálfra sendlanna af óöryggi, lágum tekjum og skorti á vernd. Ástæðan er einföld: fólk sem sinnir þessum störfum nýtur oft engrar verndar sem launafólk. Um er að ræða einhliða ákvörðun um skipulag starfsins í formi verktöku og allar helstu ákvarðanir og reglur eru settar af vettvanginum sjálfum. „Verktakinn“ hefur þannig enga aðkomu að samningsskilmálum, ákvarðar ekki endurgjald sitt, né hefur tök á að leggja á það virðisaukaskatt, þrátt fyrir skyldu um greiðslu slíks skatts. Áður hafa komið fram upplýsingar um að tiltekinn hópur sendla hér á landi fái um 4.800 krónur á klukkustund fyrir störf sín, óháð hvenær tíma dags eða vikunnar er unnið. Undirrituð hefur áður birt grein þar sem slík þóknun er reiknuð m.t.t. kostnaðar sem verktakar bera lögum samkvæmt og í samræmi við störf sín, auk kostnaðar við vinnubúnað og notkun bifreiðar. Raunverulegar tekjur lækka niður í um 1.450 krónur á klukkustund áður en tekjuskattur er dreginn frá. Það jafngildir um 55% af lægstu dagvinnulaunum samkvæmt kjarasamningum og aðeins um 31% af yfirvinnulaunum. Tækni réttlætir ekki afturför Stuðningur við nýja tækni og aukna heimsendingaþjónustu þarf ekki að stangast á við það að tryggja mannsæmandi kjör. Það er fyllilega hægt að bjóða upp á þessa þjónustu samhliða sanngjörnum launum, tryggingum og réttindum. Í raun er ekkert nýtt undir sólinni, sendlastörf hafa lengi verið til og munu áfram vera það. Fólk sem sinnir þeim á rétt á sömu vernd og stöðu og annað vinnandi fólk. Spurningin er því ekki endilega hvort það borgi sig að fá heimsendingu, heldur hver borgar fyrir hana. Er það neytandinn eða er það sendillinn sjálfur, sem stendur uppi með kjör langt undir lágmarksákvæðum kjarasamninga? Höfundur er lögfræðingur á skrifstofu Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Neytendur Mest lesið Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Heimsendingaþjónusta hefur aukist jafnt og þétt hérlendis sem og erlendis. Segja má að frá tímum heimsfaraldurs hafa orðið veruleg umskipti í dreifingu vöru og matvæla og eru þær orðnar fastur hluti af daglegu lífi margra í sífellt hraðara samfélagi. Hér verður ekki lagt mat á hvort þessi þróun sé æskileg eða ekki. Athyglinni verður þess í stað beint að þeim sem sinna heimsendingum. Víða í Evrópu og einnig hér á landi hafa sprottið upp stafrænir vettvangar (e. digital platforms) sem starfa sem eins konar „markaðstorg“ fyrir heimsendingar. Þar má nefna fyrirtæki á borð við Wolt, DoorDash, Aha og Uber Eats. Þessir vettvangar hafa notið mikilla vinsælda meðal neytenda og sendlar á þeirra vegum orðnir algeng sjón í borgarumhverfinu, á reiðhjólum, rafhjólum, rafhlaupahjólum og í bifreiðum. Starfsemin byggist á því að stafræni vettvangurinn gerir samninga við veitingastaði, verslanir og aðra þjónustuaðila, útvegar sendla og stýrir verkefnum í gegnum snjallforrit þannig að pöntunin berist frá seljanda til kaupanda. Að minnsta kosti í orði kveðnu virðist þetta vera kerfi þar sem allir fá sitt. En er það svo? Réttleysi og einhliða samningsskilmálar Verkalýðshreyfingin hefur áður lýst alvarlegum áhyggjum af launum og starfskjörum þeirra sem starfa hjá stafrænum vettvöngum, sér í lagi við sendlastörf. Sama staða blasir við víða erlendis og fjöldi dómsmála hefur fjallað um réttarstöðu þeirra sem sinna þessum störfum. Það þarf heldur ekki að leita langt eftir frásögnum sjálfra sendlanna af óöryggi, lágum tekjum og skorti á vernd. Ástæðan er einföld: fólk sem sinnir þessum störfum nýtur oft engrar verndar sem launafólk. Um er að ræða einhliða ákvörðun um skipulag starfsins í formi verktöku og allar helstu ákvarðanir og reglur eru settar af vettvanginum sjálfum. „Verktakinn“ hefur þannig enga aðkomu að samningsskilmálum, ákvarðar ekki endurgjald sitt, né hefur tök á að leggja á það virðisaukaskatt, þrátt fyrir skyldu um greiðslu slíks skatts. Áður hafa komið fram upplýsingar um að tiltekinn hópur sendla hér á landi fái um 4.800 krónur á klukkustund fyrir störf sín, óháð hvenær tíma dags eða vikunnar er unnið. Undirrituð hefur áður birt grein þar sem slík þóknun er reiknuð m.t.t. kostnaðar sem verktakar bera lögum samkvæmt og í samræmi við störf sín, auk kostnaðar við vinnubúnað og notkun bifreiðar. Raunverulegar tekjur lækka niður í um 1.450 krónur á klukkustund áður en tekjuskattur er dreginn frá. Það jafngildir um 55% af lægstu dagvinnulaunum samkvæmt kjarasamningum og aðeins um 31% af yfirvinnulaunum. Tækni réttlætir ekki afturför Stuðningur við nýja tækni og aukna heimsendingaþjónustu þarf ekki að stangast á við það að tryggja mannsæmandi kjör. Það er fyllilega hægt að bjóða upp á þessa þjónustu samhliða sanngjörnum launum, tryggingum og réttindum. Í raun er ekkert nýtt undir sólinni, sendlastörf hafa lengi verið til og munu áfram vera það. Fólk sem sinnir þeim á rétt á sömu vernd og stöðu og annað vinnandi fólk. Spurningin er því ekki endilega hvort það borgi sig að fá heimsendingu, heldur hver borgar fyrir hana. Er það neytandinn eða er það sendillinn sjálfur, sem stendur uppi með kjör langt undir lágmarksákvæðum kjarasamninga? Höfundur er lögfræðingur á skrifstofu Alþýðusambands Íslands (ASÍ).
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir Skoðun