Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, Helga Edwardsdóttir og Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifa 22. desember 2025 17:02 Jólin eru oft kölluð hátíð ljóss, friðar og kærleika. Þau eru tími samveru, gleði og væntinga og fyrir mörg fela þau í sér fallegar stundir, minningar og hlýju. Fyrir fólk sem býr við langvinn og ósýnileg veikindi geta hátíðarnar hins vegar verið afar krefjandi. Desembermánuður gerir oft kröfur um og einkennist af mikilli samfélagslegri virkni. Boð, heimsóknir, samkomur, ferðalög, undirbúningur, aukið áreiti og breyttar venjur setja mark sitt á tímabilið. Fyrir fólk með skerta orku, viðkvæmt taugakerfi og/eða langvinn veikindi er þetta oft langt umfram það sem heilsan ræður við. Álagið safnast upp og getur haft veruleg áhrif á líðan, bæði líkamlega og andlega, ekki aðeins yfir hátíðarnar sjálfar heldur einnig langt fram eftir nýju ári. Veikindi sem ekki sjást utan á fólki eru ekki síður raunveruleg en þau sem sýnileg eru. Þau geta falið í sér mikla þreytu, verki, svima, skert orkuþol, svefnvandamál og erfiðleika við að halda einbeitingu og jafnvægi í daglegu lífi. Það sem fyrir mörg telst sjálfsagður hluti jólaundirbúnings getur fyrir önnur verið óyfirstíganlegt verkefni. Þegar einstaklingar með langvinn veikindi þurfa að draga úr þátttöku, afþakka boð eða halda sig til hlés yfir hátíðarnar er það ekki einföld ákvörðun og þarfnast skilnings frekar en skýringa. Oft felur það í sér að minnka væntingar, einfalda hefðir og gera mun minna en áður. Slík aðlögun snertir ekki aðeins þann sem er veikur heldur alla fjölskylduna. Fjölskyldumeðlimir þurfa einnig að laga sig að breyttum aðstæðum og finna nýjar leiðir til samveru. Í þessari aðlögun getur þó einnig falist ákveðin fegurð. Með því að aðlaga umhverfið, hraða og væntingar að raunverulegri getu einstaklingsins skapast tækifæri til að móta nýjar hefðir. Hefðir sem einkennast af ró, nærveru og vellíðan fremur en afköstum og áreiti. Slíkar breytingar geta veitt heimilum meiri frið og jafnvægi og gert hátíðarnar aðgengilegri og innihaldsríkari fyrir öll. Í þessu samhengi skiptir miklu máli að sýna skilning og aðgát, ekki aðeins gagnvart líkamlegri heilsu heldur einnig gagnvart andlegri líðan og sálrænum þáttum. Orð, viðhorf og væntingar hafa áhrif. Þrýstingur um þátttöku, jafnvel þegar hann er settur fram af góðum hug, getur aukið á vanlíðan og sektarkennd. Náungakærleikur birtist í því að virða mörk, trúa fólki þegar það lýsir eigin getu og sýna sveigjanleika. Hann felst í því að gera ráð fyrir fjölbreyttum þörfum og skilja að jól og hátíðir geta litið ólíkt út eftir aðstæðum hvers og eins. Slík nálgun skapar rými þar sem einstaklingar og fjölskyldur fá að móta hátíðirnar á þann hátt sem heilsan leyfir. Jólin eiga að snúast um ást, frið og umhyggju. Sá boðskapur nær einnig til þeirra sem lifa með veikindi sem ekki sjást utan á þeim. Með meiri tillitssemi, minni kröfum og auknum skilningi getum við tryggt að fleiri fái að njóta hátíðanna á sínum eigin forsendum. Kannski er það einmitt kjarninn í jólunum að mæta hvert öðru þar sem við erum stödd, með virðingu, hlýju og kærleika. Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, fyrirsvarskona SUM - Samtaka um áhrif umhverfis á heilsu Helga Edwardsdóttir, formaður ME félags Íslands Sigríður Elín Ásgeirsdóttir, formaður Ský - félags fólks með post covid Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jólin eru oft kölluð hátíð ljóss, friðar og kærleika. Þau eru tími samveru, gleði og væntinga og fyrir mörg fela þau í sér fallegar stundir, minningar og hlýju. Fyrir fólk sem býr við langvinn og ósýnileg veikindi geta hátíðarnar hins vegar verið afar krefjandi. Desembermánuður gerir oft kröfur um og einkennist af mikilli samfélagslegri virkni. Boð, heimsóknir, samkomur, ferðalög, undirbúningur, aukið áreiti og breyttar venjur setja mark sitt á tímabilið. Fyrir fólk með skerta orku, viðkvæmt taugakerfi og/eða langvinn veikindi er þetta oft langt umfram það sem heilsan ræður við. Álagið safnast upp og getur haft veruleg áhrif á líðan, bæði líkamlega og andlega, ekki aðeins yfir hátíðarnar sjálfar heldur einnig langt fram eftir nýju ári. Veikindi sem ekki sjást utan á fólki eru ekki síður raunveruleg en þau sem sýnileg eru. Þau geta falið í sér mikla þreytu, verki, svima, skert orkuþol, svefnvandamál og erfiðleika við að halda einbeitingu og jafnvægi í daglegu lífi. Það sem fyrir mörg telst sjálfsagður hluti jólaundirbúnings getur fyrir önnur verið óyfirstíganlegt verkefni. Þegar einstaklingar með langvinn veikindi þurfa að draga úr þátttöku, afþakka boð eða halda sig til hlés yfir hátíðarnar er það ekki einföld ákvörðun og þarfnast skilnings frekar en skýringa. Oft felur það í sér að minnka væntingar, einfalda hefðir og gera mun minna en áður. Slík aðlögun snertir ekki aðeins þann sem er veikur heldur alla fjölskylduna. Fjölskyldumeðlimir þurfa einnig að laga sig að breyttum aðstæðum og finna nýjar leiðir til samveru. Í þessari aðlögun getur þó einnig falist ákveðin fegurð. Með því að aðlaga umhverfið, hraða og væntingar að raunverulegri getu einstaklingsins skapast tækifæri til að móta nýjar hefðir. Hefðir sem einkennast af ró, nærveru og vellíðan fremur en afköstum og áreiti. Slíkar breytingar geta veitt heimilum meiri frið og jafnvægi og gert hátíðarnar aðgengilegri og innihaldsríkari fyrir öll. Í þessu samhengi skiptir miklu máli að sýna skilning og aðgát, ekki aðeins gagnvart líkamlegri heilsu heldur einnig gagnvart andlegri líðan og sálrænum þáttum. Orð, viðhorf og væntingar hafa áhrif. Þrýstingur um þátttöku, jafnvel þegar hann er settur fram af góðum hug, getur aukið á vanlíðan og sektarkennd. Náungakærleikur birtist í því að virða mörk, trúa fólki þegar það lýsir eigin getu og sýna sveigjanleika. Hann felst í því að gera ráð fyrir fjölbreyttum þörfum og skilja að jól og hátíðir geta litið ólíkt út eftir aðstæðum hvers og eins. Slík nálgun skapar rými þar sem einstaklingar og fjölskyldur fá að móta hátíðirnar á þann hátt sem heilsan leyfir. Jólin eiga að snúast um ást, frið og umhyggju. Sá boðskapur nær einnig til þeirra sem lifa með veikindi sem ekki sjást utan á þeim. Með meiri tillitssemi, minni kröfum og auknum skilningi getum við tryggt að fleiri fái að njóta hátíðanna á sínum eigin forsendum. Kannski er það einmitt kjarninn í jólunum að mæta hvert öðru þar sem við erum stödd, með virðingu, hlýju og kærleika. Hanna Birna Valdimarsdóttir, formaður Samtaka um POTS á Íslandi Harpa Fönn Sigurjónsdóttir, fyrirsvarskona SUM - Samtaka um áhrif umhverfis á heilsu Helga Edwardsdóttir, formaður ME félags Íslands Sigríður Elín Ásgeirsdóttir, formaður Ský - félags fólks með post covid
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun