Handbolti

Handarbrotinn og missir af úr­slita­leiknum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Benedikt Gunnar Óskarsson hefur verið öflugur með Kolstad en verður nú frá næstu vikurnar.
Benedikt Gunnar Óskarsson hefur verið öflugur með Kolstad en verður nú frá næstu vikurnar. kolstad

Handboltamaðurinn Benedikt Gunnar Óskarsson varð fyrir áfalli að brjóta bein í hendi rétt fyrir jól. Hann mun því missa af úrslitaleik liðs hans Kolstad við Runar um norska bikartitilinn á morgun.

Handkastið greinir frá og hefur eftir Benedikt að hann sé frá næstu vikur. Hann hafi eytt jólunum með fjölskyldunni hér heima en sé snúinn aftur út til Noregs hvar hann hitti sérfræðing á næstu dögum með það fyrir augum að fá betri mynd af meiðslunum og alvarleika þeirra.

Benedikt handarbrotnaði í 31-25 tapi Kolstad fyrir Fjellhammer í síðasta leik liðsins fyrir jól. Þrátt fyrir tapið er Kolstad á toppi norsku úrvalsdeildarinnar.

Líkt og áður segir mætir Kolstad liði Runar í úrslitum norska bikarsins á morgun en þar verða Sigvaldi Björn Guðjónsson og Sigurjón Guðmundsson í liði Kolstad á meðan Benedikt fylgist með úr stúkunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×