Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar 5. janúar 2026 11:33 Litla brekkan ofan við Ártúnsbæinn lætur kannski ekki mikið yfir sér, en engu að síður er hún vagga skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Lengi vel var skíðaiðkun Íslendinga bundin við snjóþung héruð á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á landi, á meðan skíðabúnaður mátti heita óþekktur suðvestanlands. Það voru Norðmenn sem hér voru búsettir sem kenndu Reykvíkingum að renna sér á skíðum á fyrstu árum tuttugustu aldar. Fljótlega fengu þessir frumherjar skíðaíþróttarinnar augastað á brekkunni við Ártún og farið var að ryðja þar og slétta fyrir skíðabraut. Á árinu 1907 mun hafa verið stofnað Skíðafélagið Áfram, en litlar upplýsingar eru til um starfsemi þess og virðist það hafa lognast skjótt útaf. Í þessari fyrstu skíðabraut Reykvíkinga voru haldin mót, þar sem keppt var í kunnuglegum greinum á borð við svig – en einnig í sérkennilegri skíðaíþróttum á borð við para-keppni þar sem keppendur af sitthvoru kyni renndu sér niður brekkuna í kapp við klukkuna en þurftu að haldast í hendur alla leið niður. Þá var keppt í háskagreinum, þar sem skíðamaðurinn renndi sér niður með logandi kyndil í annari hendi! Ekki hugnaðist öllum valið á skíðabrekkunni. Stjórnendur Ungmennafélaganna í bænum töldu Ártún alltof langt í burtu sem skíðasvæði og kappkostuðu að koma upp nothæfri skíðabraut utan í Öskjuhlíð. Þrátt fyrir mikið streð fór sú vinna að mestu fyrir gýg. Skíðabrautin, sem rudd var á sex sumrum af félagsfólki, varð að sönnu slétt og fögur, en þar festi sjaldan snjó! Langt er um liðið síðan fullorðnir skíðamenn í Reykjavík hættu að líta við Ártúnsbrekku. Með tilkomu bílasamgangna opnuðust ný og betri skíðasvæði í Bláfjöllum, í Henglinum og víðar. Eftir sem áður hélt gamla brekkan við Ártún áfram að vera mikilvæg uppeldisstöð fyrir yngstu iðkendurnar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það er því mikið gleðiefni að snjóframleiðsla sé hafin Í Ártúnsbrekkunni. Það þýðir að hægt verður að renna sér þar miklu stærri hluta ársins en verið hefur, sem mun gleðja fjölmargar fjölskyldur. Reynslan sem fæst af snjóframleiðslunni mun jafnframt nýtast á öðrum skíðasvæðum á vegum borgarinnar, s.s. í hinum fyrirhugaða Vetrargarði í Breiðholtshverfi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Pálsson Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Reykjavík Skíðasvæði Mest lesið Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Deilan sem afhjúpar tómarúm í vísindum Hafró Svanur Guðmundsson,Altair Agmata skrifar Skoðun Læsisátök Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Eru opinberir starfsmenn ekki íbúar? Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Lesskilningur, lesblinda og lýðræðið Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar Skoðun Lausnin er bland í poka Hlédís M. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar: Umhyggja og framfarir Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að mæla? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynsla og léttleiki – Aðalsteinn fyrir Reykjavík Dóra Sif Tynes skrifar Skoðun Skálum fyrir íslensku þversögninni Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvað er húsfélag? Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Það er hægt að snúa við verri stöðu en er í Reykjavík í dag Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson skrifar Skoðun Að hamstra húsnæði Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Heilnæmt umhverfi – má brjóta verkefnið upp? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Fyrir heimabæinn minn Hilmar Gunnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Þegar kristin trú er sögð án krossins — Hvar sagan byrjar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hver er sinnar gæfu smiður, hver er næstur sjálfum sér Jón Þór Júlíusson skrifar Skoðun Samráðsleysi um atvinnuleysistryggingar er feigðarflan Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Gefum íslensku séns Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun á foreldrasamstarf Valgeir Þór Jakobsson skrifar Skoðun Hvenær er það besta nógu gott? Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð íslenskrar líftækni Jens Bjarnason skrifar Skoðun Sjókvíaeldi og framtíð villta laxins Brynjar Arnarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: martraðarkenndur draumur Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Litla brekkan ofan við Ártúnsbæinn lætur kannski ekki mikið yfir sér, en engu að síður er hún vagga skíðaíþróttarinnar í Reykjavík. Lengi vel var skíðaiðkun Íslendinga bundin við snjóþung héruð á Vestfjörðum, Norðurlandi og austur á landi, á meðan skíðabúnaður mátti heita óþekktur suðvestanlands. Það voru Norðmenn sem hér voru búsettir sem kenndu Reykvíkingum að renna sér á skíðum á fyrstu árum tuttugustu aldar. Fljótlega fengu þessir frumherjar skíðaíþróttarinnar augastað á brekkunni við Ártún og farið var að ryðja þar og slétta fyrir skíðabraut. Á árinu 1907 mun hafa verið stofnað Skíðafélagið Áfram, en litlar upplýsingar eru til um starfsemi þess og virðist það hafa lognast skjótt útaf. Í þessari fyrstu skíðabraut Reykvíkinga voru haldin mót, þar sem keppt var í kunnuglegum greinum á borð við svig – en einnig í sérkennilegri skíðaíþróttum á borð við para-keppni þar sem keppendur af sitthvoru kyni renndu sér niður brekkuna í kapp við klukkuna en þurftu að haldast í hendur alla leið niður. Þá var keppt í háskagreinum, þar sem skíðamaðurinn renndi sér niður með logandi kyndil í annari hendi! Ekki hugnaðist öllum valið á skíðabrekkunni. Stjórnendur Ungmennafélaganna í bænum töldu Ártún alltof langt í burtu sem skíðasvæði og kappkostuðu að koma upp nothæfri skíðabraut utan í Öskjuhlíð. Þrátt fyrir mikið streð fór sú vinna að mestu fyrir gýg. Skíðabrautin, sem rudd var á sex sumrum af félagsfólki, varð að sönnu slétt og fögur, en þar festi sjaldan snjó! Langt er um liðið síðan fullorðnir skíðamenn í Reykjavík hættu að líta við Ártúnsbrekku. Með tilkomu bílasamgangna opnuðust ný og betri skíðasvæði í Bláfjöllum, í Henglinum og víðar. Eftir sem áður hélt gamla brekkan við Ártún áfram að vera mikilvæg uppeldisstöð fyrir yngstu iðkendurnar sem eru að stíga sín fyrstu skref. Það er því mikið gleðiefni að snjóframleiðsla sé hafin Í Ártúnsbrekkunni. Það þýðir að hægt verður að renna sér þar miklu stærri hluta ársins en verið hefur, sem mun gleðja fjölmargar fjölskyldur. Reynslan sem fæst af snjóframleiðslunni mun jafnframt nýtast á öðrum skíðasvæðum á vegum borgarinnar, s.s. í hinum fyrirhugaða Vetrargarði í Breiðholtshverfi. Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna & fulltrúi í Menningar- og íþróttaráði Reykjavíkur.
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Skoðun Erfðafjárskattur og kynslóðaskipti - Erþaðþáskattur? Helgi Már Jósepsson,Cristina Cretu skrifar
Skoðun Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: aðferð til að tryggja mannréttindi Anna Lára Steindal,Katarzyna Kubiś skrifar
Skoðun Hjóla – og göngustígar í Reykjavík: Metnaður á pappír, en brotakennd framkvæmd Gunnar Einarsson skrifar
Hvers vegna óskar fólk eftir dánaraðstoð? Gögnin segja aðra sögu en margir halda Ingrid Kuhlman Skoðun