Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Agnar Már Másson skrifar 7. janúar 2026 17:06 Konan hefur sætt einangrun á Hólmsheiði frá því í desember. Vísir/Vilhelm Ung kona sem sætt hefur einangrun nær óslitið frá því í september hefur meðal annars verið ákærð fyrir að ráðast á níu lögreglumenn og sjúkraflutningamann. Hún er einnig sögð hafa rispað bíl lögreglumanns. Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur konunni vegna meintra brota gegn valdstjórninni, eignaspjalla og brota á vopnalögum hennar sem ná yfir tímabilið 17. júní til 2. september 2025. Íslandsdeild Amnesty lýsti í desember áhyggjum af umfjöllun um að ung kona hefði sætt einangrun á Hólmsheiði í þrjá mánuði og gerði Amnesty auk þess kröfu um úrbætur í fangelsum. Tilefnið var umfjöllun Rúv í nóvember um konuna, sem hafði að sögn miðilsins verið í einangrun vegna sjálfsskaða svo vikum skiptir. Meint brot hennar gegn valdstjórninni varða þrjú atvik. Hún mun hinn 21. ágúst, í sjúkrabifreið á leið frá heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hafa sparkað í mjöðm sjúkraflutningamanns og klipið í hægri hönd lögreglumanns. Þegar komið var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er hún sögð hafa sparkað í fótlegg eins lögreglumanns, svo sparkað í innanvert vinstra læri annars lögreglumanns, og síðan stappað á fót, aftur sparkað í læri og sköflung þeirra. Eftir það er henni meint að hafa sparkað í sköflung fjórða lögreglumannsins og að lokum sparkað í hné fimmta lögreglumannsins. Annar ákæruliðurinn undir broti gegn valdstjórninni kemur fram að hún hafi í kjölfar handtöku utandyra við Stóru-Vogaskóla í Vogum fimmtudaginn 28. ágúst sparkað í hné lögreglumanns við skyldustörf og með svo skömmu síðar, í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hringbraut 130, Reykjanesbæ, sparkað í læri sama lögreglumanns. Aðfaranótt þriðjudagsins 2. september, við handtöku að Heiðarenda í Reykjanesbæ, mun hún svo hafa sparkað í læri eins lögreglumanns og svo annars. Skömmu síðar, er verið var að færa ákærðu inn í fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ, hafi hún svo aftur sparkað í hné annars lögreglumanns, svo í hægri sköflung lögreglumanns og síðan, með því að hafa um morguninn þegar verið var að framkvæma leit í bifreið ákærðu í bílageymslu lögreglustöðvarinnar hafi hún sparkað í hægri og vinstri sköflung lögreglumanns. Hún mun því alls hafa ráðist á níu lögreglumenn. Allir lögreglumenn voru við skyldustörf, samkvæmt ákærunni. Auk þess er hún ákærð fyrir eignaspjöll með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 26. ágúst kastað þremur eggjum í bifreið í eigu lögreglumanns, þar sem hún stóð kyrrstæð við götu í Reykjanesbæ, með þeim afleiðingum að grunnar rispur hafi orðið á vélarhlíf bílsins. Síðan hafi hún hinn 30. ágúst rispað ökumannshurð bíls í eigu sama lögreglumanns með lykli með þeim afleiðingum að skemmdir hafi orðið. Síðan hafi hún lýst því 2. september í samskiptum við 1717 að hún væri á leiðinni til Keflavíkur að rústa bifreið í eigu annars lögreglumanns og brjóta rúður í bifreið hans með rúðubrjóti. Þá hafi hún ekið að Heiðarenda í Reykjanesbæ í því skyni að vinna skemmdir á bifreið lögreglumannsins þar sem hún var handtekin af lögreglu við Heiðarenda með rúðubrjót meðferðis. Auk þess er hún grunuð um brot gegn vopnalögum með því að hafa í vörslum sínum fjaðrahníf sem lögregla fann við húsleit á heimili konunnar í Garði, en ekki liggur í ákæru fyrir hvers vegna ráðist var í húsleit þennan dag. Þá hafi hún hinn 27. ágúst borið kokkahníf með 16 cm blaðlengd á almannafæri utandyra við Stóru-Vogaskóla í Vogum. Fangelsismál Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Lögregla hefur gefið út ákæru á hendur konunni vegna meintra brota gegn valdstjórninni, eignaspjalla og brota á vopnalögum hennar sem ná yfir tímabilið 17. júní til 2. september 2025. Íslandsdeild Amnesty lýsti í desember áhyggjum af umfjöllun um að ung kona hefði sætt einangrun á Hólmsheiði í þrjá mánuði og gerði Amnesty auk þess kröfu um úrbætur í fangelsum. Tilefnið var umfjöllun Rúv í nóvember um konuna, sem hafði að sögn miðilsins verið í einangrun vegna sjálfsskaða svo vikum skiptir. Meint brot hennar gegn valdstjórninni varða þrjú atvik. Hún mun hinn 21. ágúst, í sjúkrabifreið á leið frá heimili sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, hafa sparkað í mjöðm sjúkraflutningamanns og klipið í hægri hönd lögreglumanns. Þegar komið var á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er hún sögð hafa sparkað í fótlegg eins lögreglumanns, svo sparkað í innanvert vinstra læri annars lögreglumanns, og síðan stappað á fót, aftur sparkað í læri og sköflung þeirra. Eftir það er henni meint að hafa sparkað í sköflung fjórða lögreglumannsins og að lokum sparkað í hné fimmta lögreglumannsins. Annar ákæruliðurinn undir broti gegn valdstjórninni kemur fram að hún hafi í kjölfar handtöku utandyra við Stóru-Vogaskóla í Vogum fimmtudaginn 28. ágúst sparkað í hné lögreglumanns við skyldustörf og með svo skömmu síðar, í fangaklefa á lögreglustöðinni við Hringbraut 130, Reykjanesbæ, sparkað í læri sama lögreglumanns. Aðfaranótt þriðjudagsins 2. september, við handtöku að Heiðarenda í Reykjanesbæ, mun hún svo hafa sparkað í læri eins lögreglumanns og svo annars. Skömmu síðar, er verið var að færa ákærðu inn í fangaklefa á lögreglustöðinni í Reykjanesbæ, hafi hún svo aftur sparkað í hné annars lögreglumanns, svo í hægri sköflung lögreglumanns og síðan, með því að hafa um morguninn þegar verið var að framkvæma leit í bifreið ákærðu í bílageymslu lögreglustöðvarinnar hafi hún sparkað í hægri og vinstri sköflung lögreglumanns. Hún mun því alls hafa ráðist á níu lögreglumenn. Allir lögreglumenn voru við skyldustörf, samkvæmt ákærunni. Auk þess er hún ákærð fyrir eignaspjöll með því að hafa aðfaranótt þriðjudagsins 26. ágúst kastað þremur eggjum í bifreið í eigu lögreglumanns, þar sem hún stóð kyrrstæð við götu í Reykjanesbæ, með þeim afleiðingum að grunnar rispur hafi orðið á vélarhlíf bílsins. Síðan hafi hún hinn 30. ágúst rispað ökumannshurð bíls í eigu sama lögreglumanns með lykli með þeim afleiðingum að skemmdir hafi orðið. Síðan hafi hún lýst því 2. september í samskiptum við 1717 að hún væri á leiðinni til Keflavíkur að rústa bifreið í eigu annars lögreglumanns og brjóta rúður í bifreið hans með rúðubrjóti. Þá hafi hún ekið að Heiðarenda í Reykjanesbæ í því skyni að vinna skemmdir á bifreið lögreglumannsins þar sem hún var handtekin af lögreglu við Heiðarenda með rúðubrjót meðferðis. Auk þess er hún grunuð um brot gegn vopnalögum með því að hafa í vörslum sínum fjaðrahníf sem lögregla fann við húsleit á heimili konunnar í Garði, en ekki liggur í ákæru fyrir hvers vegna ráðist var í húsleit þennan dag. Þá hafi hún hinn 27. ágúst borið kokkahníf með 16 cm blaðlengd á almannafæri utandyra við Stóru-Vogaskóla í Vogum.
Fangelsismál Lögreglan Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira