Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. janúar 2026 08:02 Hrannar Snær og Júlíus Mar verða liðsfélagar á næsta tímabili. Júlíus Mar Júlíusson er genginn til liðs við norska félagið Kristiansund. Miðvörðurinn kom til KR frá Fjölni fyrir síðasta tímabil og segir sitt plan í Vesturbænum hafa gengið vel eftir. „Markmiðið var að vera í KR eitt tímabil og fara síðan út að spila, það hefur verið draumurinn síðan maður var ungur. Ég bjóst kannski ekki endilega við því að það myndi gerast, en mjög gaman að það hafi gerst og ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum“ sagði Júlíus í viðtali í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Gengi KR liðsins síðasta sumar fór hins vegar ekki alveg eftir plani, liðið endaði í bullandi fallbaráttu og tímabilið reyndist líka erfitt fyrir Júlíus. „Þetta var rússíbani, einkenndist af miklum hæðum og miklum lægðum. Einhvern veginn aldrei neinn stöðugleiki á þessu og þess vegna er þetta rosa mikill skóli, fyrir félagið í heild sinni og alla sem koma að því, sérstaklega mig sjálfan. Maður var mikið meiddur, í fyrsta sinn á ferlinum, en það var gott að hafa fengið þá reynslu. Að meiðast, vinna leiki og tapa leikjum, maður er reynslunni ríkari.“ Júlíus Mar er genginn til liðs við Kristiansund í Noregi. Nú horfir Júlíus fram veginn. Kristiansund hefur verið viðkomustaður annarra íslenskra atvinnumanna síðustu ár og þar verður hann liðsfélagi Hrannars Snæs Magnússonar, sem sló í gegn með nýliðum Aftureldingar á síðasta tímabili. „Ég heyrði í honum þegar það var búið að klára þetta og hann var mjög ferskur í símann. Við erum báðir mjög spenntir fyrir þessu og það er gott að hafa hvorn annan í þessu ferli.“ „Höfum bara rifist inni á vellinum“ Þeir félagar þekktust þó ekkert meira en bara í gegnum boltann. En þeir hafa háð harðar baráttur síðustu tvö sumur, fyrst í toppbaráttu Lengjudeildarinnar þegar Júlíus var hjá Fjölni og síðan í botnbaráttu Bestu deildarinnar síðasta sumar. „Við höfum bara rifist inni á vellinum en það verða oft bestu vinir manns, þeir sem maður rífst við inni á vellinum. Það verður að koma í ljós hvernig okkur kemur saman en ég held að þetta sé toppmaður og er mjög spenntur fyrir því að kynnast honum“ segir Júlíus en hann og Hrannar munu líklega búa saman fyrst um sinn meðan þeir koma sér fyrir í nýju landi. Viðtal við Júlíus úr Sportpakka Sýnar í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan. Íslenski boltinn Besta deild karla KR Norski boltinn Tengdar fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Júlíus Mar Júlíusson er genginn til liðs við Kristiansund í Noregi eftir eitt tímabil sem leikmaður KR. 8. janúar 2026 16:01 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
„Markmiðið var að vera í KR eitt tímabil og fara síðan út að spila, það hefur verið draumurinn síðan maður var ungur. Ég bjóst kannski ekki endilega við því að það myndi gerast, en mjög gaman að það hafi gerst og ég er mjög spenntur fyrir komandi tímum“ sagði Júlíus í viðtali í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Gengi KR liðsins síðasta sumar fór hins vegar ekki alveg eftir plani, liðið endaði í bullandi fallbaráttu og tímabilið reyndist líka erfitt fyrir Júlíus. „Þetta var rússíbani, einkenndist af miklum hæðum og miklum lægðum. Einhvern veginn aldrei neinn stöðugleiki á þessu og þess vegna er þetta rosa mikill skóli, fyrir félagið í heild sinni og alla sem koma að því, sérstaklega mig sjálfan. Maður var mikið meiddur, í fyrsta sinn á ferlinum, en það var gott að hafa fengið þá reynslu. Að meiðast, vinna leiki og tapa leikjum, maður er reynslunni ríkari.“ Júlíus Mar er genginn til liðs við Kristiansund í Noregi. Nú horfir Júlíus fram veginn. Kristiansund hefur verið viðkomustaður annarra íslenskra atvinnumanna síðustu ár og þar verður hann liðsfélagi Hrannars Snæs Magnússonar, sem sló í gegn með nýliðum Aftureldingar á síðasta tímabili. „Ég heyrði í honum þegar það var búið að klára þetta og hann var mjög ferskur í símann. Við erum báðir mjög spenntir fyrir þessu og það er gott að hafa hvorn annan í þessu ferli.“ „Höfum bara rifist inni á vellinum“ Þeir félagar þekktust þó ekkert meira en bara í gegnum boltann. En þeir hafa háð harðar baráttur síðustu tvö sumur, fyrst í toppbaráttu Lengjudeildarinnar þegar Júlíus var hjá Fjölni og síðan í botnbaráttu Bestu deildarinnar síðasta sumar. „Við höfum bara rifist inni á vellinum en það verða oft bestu vinir manns, þeir sem maður rífst við inni á vellinum. Það verður að koma í ljós hvernig okkur kemur saman en ég held að þetta sé toppmaður og er mjög spenntur fyrir því að kynnast honum“ segir Júlíus en hann og Hrannar munu líklega búa saman fyrst um sinn meðan þeir koma sér fyrir í nýju landi. Viðtal við Júlíus úr Sportpakka Sýnar í gærkvöldi má sjá í spilaranum að ofan.
Íslenski boltinn Besta deild karla KR Norski boltinn Tengdar fréttir Júlíus Mar seldur til Kristiansund Júlíus Mar Júlíusson er genginn til liðs við Kristiansund í Noregi eftir eitt tímabil sem leikmaður KR. 8. janúar 2026 16:01 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Júlíus Mar seldur til Kristiansund Júlíus Mar Júlíusson er genginn til liðs við Kristiansund í Noregi eftir eitt tímabil sem leikmaður KR. 8. janúar 2026 16:01