Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Agnar Már Másson skrifar 9. janúar 2026 06:00 Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður Flokks fólksisn, hefði óskað að taka við sem ráðherra við jákvæðara tilefni en afsögn Ásthildar Lóu í mars. Nú segir hann sjálfur af sér vegna veikinda. Vísir/Vilhelm Eftir tæplega tíu mánaða embættisferil sem einkenndist meðal annars af óheppilegum ummælum, umdeildum embættisfærslum og upplýsingastríði við Moggann hefur Guðmundur Ingi Kristinsson sagt af sér sem mennta- og barnamálaráðherra vegna veikinda. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir áramót og kveðst nú á batavegi. „Því miður vildi ég að ég væri að taka við ráðuneyti við betri aðstæður,“ sagði Guðmundur Ingi þegar hann gekk inn á ríkisráðsfund á Bessastöðum 23. mars 2025 þar sem hann myndi koma til með að taka formlega við sem barna- og menntamálaráðherra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, forveri Guðmundar og þingmaður Flokks fólksins, hafði þá sagt af sér ráðherraembætti eftir aðeins fjóra mánuði í embætti í kjölfar fréttaflutnings um gamalt samband hennar og barnseign með táningspilti þegar hún var 22 ára. Sjá einnig: Guðmundur Ingi segir af sér Í gærkvöldi tilkynnti Guðmundur Ingi svo sjálfur að hann myndi af sér vegna veikinda. Vænta má að ríkisráð komi saman til ríkisráðsfundar með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands vegna boðaðra embættistilfærslna þar sem Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tekur að óbreyttu við ráðuneyti Guðmundar og Ragnar Þór Ingólfsson þingmaður við félags- og húsnæðisráðuneytinu af Ingu. Guðmundur Ingi styðst við hækjur en hann var öryrki í 24 ár þar til hann var kjörinn á þing 2017.Vísir/Anton Brink Menntamálaráðherra án stúdentsprófs Guðmundur, sem er sjötugur að aldri, heldur áfram sem þingmaður en hann er varaformaður Flokks fólksins og hefur setið á Alþingi sem einn af kjörnum fulltrúum úr kraganum síðan í október 2017. Hann ólst upp í Laugardalnum en lauk aldrei stúdentsprófi. Hann er lærður trésmiður og starfaði sem lögreglumaður og síðar verslunarmaður þar til hann lenti í alvarlegu slysi 1993 og varð öryrki. Honum hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ í almannatryggingakerfinu þar sem hann barðist fyrir bótaþega sem formaður samtakanna Bótar. Þegar hann tók við ráðuneytinu af Ásthildi Lóu vorið 2025 biðu hans mörg krefjandi verkefni; langir biðlistar á meðferðarheimilum, lestrarvandi meðal drengja, ofbeldismál í Breiðholtsskóla, gjaldþrot Kvikmyndaskóla Íslands og gagnrýni umboðsmanns barna á neyðarvistun barna á Flatahrauni, svo fátt sé nefnt. „Ég skal lofa því að ég mun láta verkin tala,“ sagði hann við blaðamenn, bjartsýnn að venju. Fall væri fararheill Ráðherrann var aftur á móti fljótur að stíga sitt fyrsta feilspor í embætti. Í raun var það hans fyrsta embættisverk, þar sem honum bar að flytja ræðu á ensku á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál í Hörpu. Ræðan hófst á mismælunum „I am a very good morning.“ og vakti mikla athygli. Guðmundur útskýrði að hann hefði séð illa á blaðið sem var fyrir framan hann. „Ég lenti í vandræðum með stafi og ljósið. Þetta var ekki nógu gott, en fall er fararheill. Ég bara held áfram,“ sagði hann við fréttastofu á sínum tíma. Greint var svo frá því á Vísi í haust þegar nokkrum Bylgjuhlustendum blöskraði málfar ráðherrans, sem gerði algengar málfarsvillur á borð við „mér hlakkar til“, „ég vill“ og „einkanir“. Í samtali við fréttastofu sagðist hann aftur á móti ekki hafa miklar áhyggjur af málfari sínu, ef hann gerði það segði hann ekki neitt. Hann væri auk þess of upptekinn við að reyna að bjarga menntakerfinu. Sjá meira: Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki „Í góðum málum“ Það vakti einnig hneysklan þegar Guðmundur Ingi lét þau orð falla í samtali við Morgunblaðið í maí að málaflokkur barna væri „í góðum málum“. „Sem það er sannarlega ekki,“ sagði Þyrí Halla Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur, um ummælin í kvöldfréttum sýnar í sumar. „Og barnaverndarstarfsmenn súpa hveljur yfir þessari yfirlýsingu,“ bætti Þyrí við. Önnur ummæli vöktu einnig hneykslan, meðal annars þegar hann sagði í viðtali á Bylgjunni að gömlu samræmdu prófin hefðu verið hætt að virka, en þegar hann var spurður hvers vegna sagðist hann ekki nenna að athuga það. Fíknivandi barna og upplýsingastríð við Morgunblaðið Í nóvember birtust tvær forvitnilegar tilkynningar á vef Stjórnarráðsins undir flokki barnamálaráðuneytisins. Þar var sett út á vinnubrögð Morgunblaðsins sem hefði neitað að leiðrétta fréttir um ummæli ráðherrans. Mogginn hafði bent á að ummæli ráðherrans um að engin merki væru um aukna vímuefnaneyslu meðal barna stönguðust á við tölur frá barnaverndarþjónustu. Guðmundur Ingi ráðherra ræðir við Andrés Magnússon, fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins, eftir ríkisstjórnarfund.Vísir/Vilhelm Raunar vísuðu Mogginn og ráðherrann hvor í sín gögn, en ráðherrann tók það vissulega ekki fram er hann lét ummælin falla í pontu Alþingis. Guðmundur vísaði til íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, sem hann tók frekar mark á. Það má aftur á móti teljast afar sjaldgæft að ráðuneyti birti gagnrýni á fréttaflutning tiltekins fjölmiðils á heimasíðu Stjórnarráðsins, hvað þá tvisvar í sömu viku. Auk þess voru samskipti blaðamanns og ráðuneytis, sem vörðuðu alls ótengt fréttamál (símabann), birt í tilkynningunni. Ráðuneytið greiddi svo fyrir auglýsingu á Facebook til að dreifa fréttatilkynningunni enn víðar. Formaður Blaðamannafélags Íslands sagði framferði ráðuneytisins mjög alvarlegt, í samtali við Rúv. Vansæll Ársæll ekki endurskipaður Í desember 2025 var greint frá því að Guðmundur Ingi hefði ákveðið að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla lausa og þannig framlengja ekki skipun Ársæls Guðmundssonar, sem sagði ákvörðun Guðmundar stríða gegn öllum hefðum. Sú ákvörðun vakti mikla hneykslan, einkum með tilliti til baksögunnar sem átt hafði sér stað í samskiptum Ársæls við ráðherra í skómálinu svokallaða. Ráðherrann bar fyrir sig boðaðar breytingar á framhaldsskólakerfinu sem tilkynntar höfðu verið í september. Þannig yrði enginn skólameistari aftur endurskipaður og skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum væri næstur í röðinni. Ráðuneytið neitaði því, sem sumir héldu fram, að með þessu væri verið að refsa Ársæli fyrir að hafa gagnrýnt boðaðar breytingar á framhaldsskólakerfinu eða fyrir að ljóstra upp um skólmálið svokallaða, þar sem Inga Sæland, ráðherra og formaður Flokks fólksins, hringdi í Ársæl í janúar 2025 vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún er sögð hafa ýjað að stöðu sinni í samfélaginu og stjórnsýslunni. Vert er að nefna að málaflokkurinn heyrir nú undir Ingu sjálfa þar sem hún mun að óbreyttu taka barnamálaráðuneytinu. Fjarverandi á þinginu vegna veikinda Þingmenn stjórnarandstöðunnar spöruðu ekki stóru orðin vegna ákvörðunar Guðmundar Inga um að endurnýja ekki ráðningu Ársæls. Í byrjun desember óðu stjórnarandsræðingar upp í pontu Alþingis til að lýsa óánægju sinni með embættisfærsluna en ráðherrann var hvergi að sjá þann dag. Stjórnarandstæðingar voru margir æfir vegna fjarveru Guðmundar á þinginu þennan dag en forseti Alþingis tilkynnti þá að Guðmundur Ingi væri á sjúkrahúsi og gæti sökum þess ekki verið viðstaddur umræður á Alþingi. Hann var ekki sagður alvarlega veikur. Ekki hefur sést til Guðmundar Inga opinberlega síðan. Hinn 9. desember tilkynnti hann að hann skyldi í hjartaaðgerð og á gamlársdag birti hann færslu þar sem hann sagði að aðgerðin hefði tekist vel. Símabann, frí námsgögn og breytingar á framhaldsskólakerfinu Þrátt fyrir skamma ráðherratíð náði Guðmundur að knýja fram einhverjar breytingar. Hann fékk frumvarp sitt samþykkt á Alþingi um breytingu á innritunarkerfi framhaldsskóla en skiptar skoðanir voru á því þar sem frumvarpið gerir framhaldsskólum kleift að líta til annarra þátta en námsárangurs við innritun. Auk þess, sem fyrr segir, boðaði hann breytingar á framhaldsskólakerfinu þar sem svokallaðar svæðisskrifstofur yrðu meðal annars stofnaðar. Nánast ekkert hefur sést til Guðmundar Inga Kristinssonar opinberlega frá því að hann stóð hér í viðtali við Tómas Arnar, fréttamann Sýnar, hinn 5. desember 2025.Vísir/Anton Brink Guðmundur Ingi lagði einnig fram frumvarp um símabann í grunnskólum í haust en fyrstu umræðu er lokið í því máli. Þá liggur annað frumvarp hans fyrir þinginu eftir fyrstu umræðu sem snýr að gjaldfrjálsum námsgögnum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Í nóvember tilkynnti ráðuneytið að það hefði veitt sveitarfélögum samtals 474 milljóna króna styrk í þágu farsældar barna, með áherslu á að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna. Í desember var greint frá því að útgjöld menntamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla næmu 16,5 milljónum króna 2025 samanborið við tæpar tvær milljónir 2024. Ætlaði að mæta aftur til vinnu Guðmundur sagðist í Facebook-færslu á gamlársdag hlakka til að mæta aftur til starfa en rétt rúmri viku síðar, í gær, greindi hann svo frá því að hann myndi segja af sér sem ráðherra. Inga Sæland tilkynnti svo að hún tæki við mennta- og barnamálaráðuneytinu og að Ragnar Þór Ingólfsson samflokksmaður þeirra kæmi nýr inn í ríkisstjórnina sem félags- og húsnæðismálaráðherra í stað Ingu. Guðmundur segist þó munu halda áfram sem þingmaður, þegar heilsa leyfir, en hann segist vera á batavegi eftir vel heppnaða hjartaaðgerð. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Alþingi Alþingiskosningar 2024 Málefni fatlaðs fólks Barnamálaráðherra segir af sér Fréttaskýringar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira
„Því miður vildi ég að ég væri að taka við ráðuneyti við betri aðstæður,“ sagði Guðmundur Ingi þegar hann gekk inn á ríkisráðsfund á Bessastöðum 23. mars 2025 þar sem hann myndi koma til með að taka formlega við sem barna- og menntamálaráðherra. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, forveri Guðmundar og þingmaður Flokks fólksins, hafði þá sagt af sér ráðherraembætti eftir aðeins fjóra mánuði í embætti í kjölfar fréttaflutnings um gamalt samband hennar og barnseign með táningspilti þegar hún var 22 ára. Sjá einnig: Guðmundur Ingi segir af sér Í gærkvöldi tilkynnti Guðmundur Ingi svo sjálfur að hann myndi af sér vegna veikinda. Vænta má að ríkisráð komi saman til ríkisráðsfundar með Höllu Tómasdóttur forseta Íslands vegna boðaðra embættistilfærslna þar sem Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tekur að óbreyttu við ráðuneyti Guðmundar og Ragnar Þór Ingólfsson þingmaður við félags- og húsnæðisráðuneytinu af Ingu. Guðmundur Ingi styðst við hækjur en hann var öryrki í 24 ár þar til hann var kjörinn á þing 2017.Vísir/Anton Brink Menntamálaráðherra án stúdentsprófs Guðmundur, sem er sjötugur að aldri, heldur áfram sem þingmaður en hann er varaformaður Flokks fólksins og hefur setið á Alþingi sem einn af kjörnum fulltrúum úr kraganum síðan í október 2017. Hann ólst upp í Laugardalnum en lauk aldrei stúdentsprófi. Hann er lærður trésmiður og starfaði sem lögreglumaður og síðar verslunarmaður þar til hann lenti í alvarlegu slysi 1993 og varð öryrki. Honum hefur verið lýst sem „sjálflærðum sérfræðingi“ í almannatryggingakerfinu þar sem hann barðist fyrir bótaþega sem formaður samtakanna Bótar. Þegar hann tók við ráðuneytinu af Ásthildi Lóu vorið 2025 biðu hans mörg krefjandi verkefni; langir biðlistar á meðferðarheimilum, lestrarvandi meðal drengja, ofbeldismál í Breiðholtsskóla, gjaldþrot Kvikmyndaskóla Íslands og gagnrýni umboðsmanns barna á neyðarvistun barna á Flatahrauni, svo fátt sé nefnt. „Ég skal lofa því að ég mun láta verkin tala,“ sagði hann við blaðamenn, bjartsýnn að venju. Fall væri fararheill Ráðherrann var aftur á móti fljótur að stíga sitt fyrsta feilspor í embætti. Í raun var það hans fyrsta embættisverk, þar sem honum bar að flytja ræðu á ensku á opnunarsamkomu leiðtogafundar um menntamál í Hörpu. Ræðan hófst á mismælunum „I am a very good morning.“ og vakti mikla athygli. Guðmundur útskýrði að hann hefði séð illa á blaðið sem var fyrir framan hann. „Ég lenti í vandræðum með stafi og ljósið. Þetta var ekki nógu gott, en fall er fararheill. Ég bara held áfram,“ sagði hann við fréttastofu á sínum tíma. Greint var svo frá því á Vísi í haust þegar nokkrum Bylgjuhlustendum blöskraði málfar ráðherrans, sem gerði algengar málfarsvillur á borð við „mér hlakkar til“, „ég vill“ og „einkanir“. Í samtali við fréttastofu sagðist hann aftur á móti ekki hafa miklar áhyggjur af málfari sínu, ef hann gerði það segði hann ekki neitt. Hann væri auk þess of upptekinn við að reyna að bjarga menntakerfinu. Sjá meira: Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki „Í góðum málum“ Það vakti einnig hneysklan þegar Guðmundur Ingi lét þau orð falla í samtali við Morgunblaðið í maí að málaflokkur barna væri „í góðum málum“. „Sem það er sannarlega ekki,“ sagði Þyrí Halla Steingrímsdóttir, skrifstofustjóri Barnaverndar Reykjavíkur, um ummælin í kvöldfréttum sýnar í sumar. „Og barnaverndarstarfsmenn súpa hveljur yfir þessari yfirlýsingu,“ bætti Þyrí við. Önnur ummæli vöktu einnig hneykslan, meðal annars þegar hann sagði í viðtali á Bylgjunni að gömlu samræmdu prófin hefðu verið hætt að virka, en þegar hann var spurður hvers vegna sagðist hann ekki nenna að athuga það. Fíknivandi barna og upplýsingastríð við Morgunblaðið Í nóvember birtust tvær forvitnilegar tilkynningar á vef Stjórnarráðsins undir flokki barnamálaráðuneytisins. Þar var sett út á vinnubrögð Morgunblaðsins sem hefði neitað að leiðrétta fréttir um ummæli ráðherrans. Mogginn hafði bent á að ummæli ráðherrans um að engin merki væru um aukna vímuefnaneyslu meðal barna stönguðust á við tölur frá barnaverndarþjónustu. Guðmundur Ingi ráðherra ræðir við Andrés Magnússon, fulltrúa ritstjóra Morgunblaðsins, eftir ríkisstjórnarfund.Vísir/Vilhelm Raunar vísuðu Mogginn og ráðherrann hvor í sín gögn, en ráðherrann tók það vissulega ekki fram er hann lét ummælin falla í pontu Alþingis. Guðmundur vísaði til íslensku æskulýðsrannsóknarinnar, sem hann tók frekar mark á. Það má aftur á móti teljast afar sjaldgæft að ráðuneyti birti gagnrýni á fréttaflutning tiltekins fjölmiðils á heimasíðu Stjórnarráðsins, hvað þá tvisvar í sömu viku. Auk þess voru samskipti blaðamanns og ráðuneytis, sem vörðuðu alls ótengt fréttamál (símabann), birt í tilkynningunni. Ráðuneytið greiddi svo fyrir auglýsingu á Facebook til að dreifa fréttatilkynningunni enn víðar. Formaður Blaðamannafélags Íslands sagði framferði ráðuneytisins mjög alvarlegt, í samtali við Rúv. Vansæll Ársæll ekki endurskipaður Í desember 2025 var greint frá því að Guðmundur Ingi hefði ákveðið að auglýsa stöðu skólameistara Borgarholtsskóla lausa og þannig framlengja ekki skipun Ársæls Guðmundssonar, sem sagði ákvörðun Guðmundar stríða gegn öllum hefðum. Sú ákvörðun vakti mikla hneykslan, einkum með tilliti til baksögunnar sem átt hafði sér stað í samskiptum Ársæls við ráðherra í skómálinu svokallaða. Ráðherrann bar fyrir sig boðaðar breytingar á framhaldsskólakerfinu sem tilkynntar höfðu verið í september. Þannig yrði enginn skólameistari aftur endurskipaður og skólameistari Menntaskólans á Egilsstöðum væri næstur í röðinni. Ráðuneytið neitaði því, sem sumir héldu fram, að með þessu væri verið að refsa Ársæli fyrir að hafa gagnrýnt boðaðar breytingar á framhaldsskólakerfinu eða fyrir að ljóstra upp um skólmálið svokallaða, þar sem Inga Sæland, ráðherra og formaður Flokks fólksins, hringdi í Ársæl í janúar 2025 vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún er sögð hafa ýjað að stöðu sinni í samfélaginu og stjórnsýslunni. Vert er að nefna að málaflokkurinn heyrir nú undir Ingu sjálfa þar sem hún mun að óbreyttu taka barnamálaráðuneytinu. Fjarverandi á þinginu vegna veikinda Þingmenn stjórnarandstöðunnar spöruðu ekki stóru orðin vegna ákvörðunar Guðmundar Inga um að endurnýja ekki ráðningu Ársæls. Í byrjun desember óðu stjórnarandsræðingar upp í pontu Alþingis til að lýsa óánægju sinni með embættisfærsluna en ráðherrann var hvergi að sjá þann dag. Stjórnarandstæðingar voru margir æfir vegna fjarveru Guðmundar á þinginu þennan dag en forseti Alþingis tilkynnti þá að Guðmundur Ingi væri á sjúkrahúsi og gæti sökum þess ekki verið viðstaddur umræður á Alþingi. Hann var ekki sagður alvarlega veikur. Ekki hefur sést til Guðmundar Inga opinberlega síðan. Hinn 9. desember tilkynnti hann að hann skyldi í hjartaaðgerð og á gamlársdag birti hann færslu þar sem hann sagði að aðgerðin hefði tekist vel. Símabann, frí námsgögn og breytingar á framhaldsskólakerfinu Þrátt fyrir skamma ráðherratíð náði Guðmundur að knýja fram einhverjar breytingar. Hann fékk frumvarp sitt samþykkt á Alþingi um breytingu á innritunarkerfi framhaldsskóla en skiptar skoðanir voru á því þar sem frumvarpið gerir framhaldsskólum kleift að líta til annarra þátta en námsárangurs við innritun. Auk þess, sem fyrr segir, boðaði hann breytingar á framhaldsskólakerfinu þar sem svokallaðar svæðisskrifstofur yrðu meðal annars stofnaðar. Nánast ekkert hefur sést til Guðmundar Inga Kristinssonar opinberlega frá því að hann stóð hér í viðtali við Tómas Arnar, fréttamann Sýnar, hinn 5. desember 2025.Vísir/Anton Brink Guðmundur Ingi lagði einnig fram frumvarp um símabann í grunnskólum í haust en fyrstu umræðu er lokið í því máli. Þá liggur annað frumvarp hans fyrir þinginu eftir fyrstu umræðu sem snýr að gjaldfrjálsum námsgögnum í leik-, grunn- og framhaldsskólum. Í nóvember tilkynnti ráðuneytið að það hefði veitt sveitarfélögum samtals 474 milljóna króna styrk í þágu farsældar barna, með áherslu á að sporna við þróun í átt að auknu ofbeldi meðal barna. Í desember var greint frá því að útgjöld menntamálaráðuneytisins vegna aðkeyptrar þjónustu almannatengla næmu 16,5 milljónum króna 2025 samanborið við tæpar tvær milljónir 2024. Ætlaði að mæta aftur til vinnu Guðmundur sagðist í Facebook-færslu á gamlársdag hlakka til að mæta aftur til starfa en rétt rúmri viku síðar, í gær, greindi hann svo frá því að hann myndi segja af sér sem ráðherra. Inga Sæland tilkynnti svo að hún tæki við mennta- og barnamálaráðuneytinu og að Ragnar Þór Ingólfsson samflokksmaður þeirra kæmi nýr inn í ríkisstjórnina sem félags- og húsnæðismálaráðherra í stað Ingu. Guðmundur segist þó munu halda áfram sem þingmaður, þegar heilsa leyfir, en hann segist vera á batavegi eftir vel heppnaða hjartaaðgerð.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Skóla- og menntamál Mál skólameistara Borgarholtsskóla Alþingi Alþingiskosningar 2024 Málefni fatlaðs fólks Barnamálaráðherra segir af sér Fréttaskýringar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Sjá meira