35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar 9. janúar 2026 13:03 Ímyndaðu þér að þú sért að koma frá útlöndum, farir í gegnum vegabréfaeftirlit og sért komin heim til þín eftir á að giska 20 mínútur. Óraunhæft? Alls ekki. Þannig er þetta hér á Akureyri eftir að komið var á reglubundnu flugi milli bæjarins og Evrópu yfir vetrartímann með stuðningi ýmissa aðila þar sem munar þó líklega mestu um stuðning Isavia Innanlandsflugvalla og framlög úr Flugþróunarsjóði. Nýtt flughlað hefur verið tekið í notkun og sömuleiðis stærri og betri flugstöð. Þessar endurbætur á flugvellinum og greiðslur úr Flugþróunarsjóði hafa orðið til þess að millilandaflug um Akureyrarflugvöll hefur tekið heljarstökk fram á við. Árið 2024 fóru um 33.000 farþegar í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll en um 44.500 árið 2025, sem er um 35% aukning. Með sama framhaldi má gera ráð fyrir að farþegar í millilandaflugi um völlinn nálgist 150.000 árið 2030 og það munar um minna! Þau flugfélög sem nú hafa áætlunarflug til Akureyrar yfir vetrartímann munu vonandi festa sig enn frekar í sessi á komandi misserum og hefja beint flug allan ársins hring. Það tekur hins vegar sinn tíma að vinna markaðinn svo flugið verði algjörlega sjálfbært. Áframhaldandi og helst aukinn stuðningur úr Flugþróunarsjóði er afar mikilvægur til þess að svo megi verða. Ánægjulegt var að sjá að framlög í sjóðinn verða aukin um 100 milljónir á þessu ári en betur má ef duga skal. Tryggja þarf framlög ríkisins í sjóðinn á komandi árum og að þau verði ekki skorin niður að geðþótta með skömmum fyrirvara. Millilandaflugið um Akureyrarflugvöll er að verða lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu, á öllu Norður- og Austurlandi. Fjárfestar horfa til þess með velþóknun að beinar samgöngur séu tryggðar við önnur Evrópulönd og önnur gátt inn í landið gerir okkur kleift að jafna álagið á helstu ferðamannastaði. Þannig fær ferðaþjónustan byr undir báða vængi. Því má heldur ekki gleyma að Akureyrarflugvöllur er annar helsti varaflugvöllur landsins og styrking hans er gríðarlega mikilvæg fyrir landshlutann. Tryggjum framlög í Flugþróunarsjóð til framtíðar, bætum aðgengi ferðafólks að landshlutanum og og treystum stöðu svæðisborgarinnar Akureyrar. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyrarflugvöllur Akureyri Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Ímyndaðu þér að þú sért að koma frá útlöndum, farir í gegnum vegabréfaeftirlit og sért komin heim til þín eftir á að giska 20 mínútur. Óraunhæft? Alls ekki. Þannig er þetta hér á Akureyri eftir að komið var á reglubundnu flugi milli bæjarins og Evrópu yfir vetrartímann með stuðningi ýmissa aðila þar sem munar þó líklega mestu um stuðning Isavia Innanlandsflugvalla og framlög úr Flugþróunarsjóði. Nýtt flughlað hefur verið tekið í notkun og sömuleiðis stærri og betri flugstöð. Þessar endurbætur á flugvellinum og greiðslur úr Flugþróunarsjóði hafa orðið til þess að millilandaflug um Akureyrarflugvöll hefur tekið heljarstökk fram á við. Árið 2024 fóru um 33.000 farþegar í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll en um 44.500 árið 2025, sem er um 35% aukning. Með sama framhaldi má gera ráð fyrir að farþegar í millilandaflugi um völlinn nálgist 150.000 árið 2030 og það munar um minna! Þau flugfélög sem nú hafa áætlunarflug til Akureyrar yfir vetrartímann munu vonandi festa sig enn frekar í sessi á komandi misserum og hefja beint flug allan ársins hring. Það tekur hins vegar sinn tíma að vinna markaðinn svo flugið verði algjörlega sjálfbært. Áframhaldandi og helst aukinn stuðningur úr Flugþróunarsjóði er afar mikilvægur til þess að svo megi verða. Ánægjulegt var að sjá að framlög í sjóðinn verða aukin um 100 milljónir á þessu ári en betur má ef duga skal. Tryggja þarf framlög ríkisins í sjóðinn á komandi árum og að þau verði ekki skorin niður að geðþótta með skömmum fyrirvara. Millilandaflugið um Akureyrarflugvöll er að verða lykilatriði í uppbyggingu atvinnulífs á svæðinu, á öllu Norður- og Austurlandi. Fjárfestar horfa til þess með velþóknun að beinar samgöngur séu tryggðar við önnur Evrópulönd og önnur gátt inn í landið gerir okkur kleift að jafna álagið á helstu ferðamannastaði. Þannig fær ferðaþjónustan byr undir báða vængi. Því má heldur ekki gleyma að Akureyrarflugvöllur er annar helsti varaflugvöllur landsins og styrking hans er gríðarlega mikilvæg fyrir landshlutann. Tryggjum framlög í Flugþróunarsjóð til framtíðar, bætum aðgengi ferðafólks að landshlutanum og og treystum stöðu svæðisborgarinnar Akureyrar. Höfundur er bæjarstjóri á Akureyri.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar