Erlent

Bein út­sending: Trump kynnir friðarráðið

Samúel Karl Ólason skrifar
Beðið eftir kynningu friðarráðs Trumps í Davos.
Beðið eftir kynningu friðarráðs Trumps í Davos. AP/Markus Schreiber

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að kynna svokallaða friðarráð sitt á fundi Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos í Sviss í dag. Ráð þetta þykir nokkuð umdeilt en það átti upprunalega að halda utan um málefni Gasastrandarinnar. Nú er útlit fyrir að Trump vilji að það leysi Sameinuðu þjóðirnar af hólmi.

Kynningin hófst klukkan rétt rúmlega tíu og má sjá hana í beinni útsendingu hér að neðan.

Fréttin verður uppfærð.

Samkvæmt AP fréttaveitunni hafa ráðamenn í Argentínu, Armeníu, Aserbaídsjan, Barein, Belarús, Egyptalandi, Ungverjalandi, Indónesíu, Jórdaníu, Kasakstan, Kósóvó, Marokkó, Pakistan, Katar, Sádi-Arabíu, Tyrklandi, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Úsbekistan og Víetnam, samþykkt að taka þátt í friðarráðinu.

Önnur ríki sem vitað er að hafa fengið boð í ráðið eru Frakkland, Noregur, Slóvenía, Svíþjóð, Bretland, Kambódía, Kína, Króatía, Þýskaland, Ítalía, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Paragvæ, Rússland, Singapúr og Úkraína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×