Handbolti

Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elvar á sinni fyrstu æfingu með landsliðinu í Malmö. Hress og kátur.
Elvar á sinni fyrstu æfingu með landsliðinu í Malmö. Hress og kátur. vísir/vilhelm

Elvar Ásgeirsson var kallaður inn í íslenska landsliðið í gær. Landsliðsþjálfararnir ákvaðu að hóa í Mosfellinginn eftir að Elvar Örn Jónsson meiddist.

Það voru frekar hæg heimatökin enda spilar Elvar með Ribe-Esbjerg í Danmörku og því stutt að skjótast til Malmö.

„Það var hringt í mig klukkan fjögur í gær og ég dreif mig bara af stað. Var kominn hingað fjórum tímum síðar,“ sagði Elvar léttur en hann vildi ekki stela fjölskyldubílnum af konunni og kom því með lest yfir til Svíþjóðar. Hann var viðbúinn því að fá símtal.

Klippa: Elvar kom til Malmö með hraði

„Ég vissi ekki hvað teymið var að pæla en þegar Elvar meiddist hugsaði ég út í þetta. Hafði nóttina til að pæla aðeins í þessu.“

Elvar var einn fjölmargra sem kom óvænt inn á Covid-mótið í Búdapest árið 2022.

„Ég er aðeins rólegri núna en þegar ég kom inn í það mót. Það var svolítið stress þá. Ég á fínar minningar samt frá því móti. Þetta voru fyrstu landsleikirnir mínir og það á stórmóti. Ég hef ekki átt samtal við þjálfarana um mitt hlutverk en ég er til í að gera það sem ég er beðinn um að gera.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×