Innlent

Gullhúðað af­nám jafnlaunavottunar

Jakob Bjarnar skrifar
Þorbjörg Sigríður segir að ekki komi fram í umsögn Ólafs að frumvarpið gangi í raun lengra en tillögur hagræðingarhópsins, sem Ólafur vísar til.
Þorbjörg Sigríður segir að ekki komi fram í umsögn Ólafs að frumvarpið gangi í raun lengra en tillögur hagræðingarhópsins, sem Ólafur vísar til. vísir/Vilhelm/Egill

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er ekki einn þeirra sem hrópar fyrirvaralaust húrra vegna boðaðs afnáms jafnlaunavottunar. Hann segir afnámið gullhúðað.

Ólafur segir FA Félag atvinnurekenda fagna eindregið frumvarpi Þorbjargar Sigríðar dómsmálaráðherra um að fella skyldu til jafnlaunavottunar úr lögum og taka þess í stað upp einfaldara kerfi.

Mistök gerð við 

„Félagið telur þó að ráðherrann hefði getað gert betur og gengið lengra,“ segir Ólafur í athyglisverðri grein.

Fram hefur komið að hörð gagnrýni á jafnlaunavottunina sem Þorsteinn Víglundsson ráðherra Viðreisnar kom á í sinni tíð. Hann viðurkenndi nýverið í viðtali við Morgunblaðið að mistök hafi verið gerð og vottunin hafi reynst of íþyngjandi fyrir minni fyrirtæki. 

Kostnaður við jafnlaunavottun hleypur á milljörðum. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ítrekað bent á að lögin séu klámhögg, þau geri ekkert gagn – hún hefur reyndar kallað fyrirbærið „láglaunavottun“.

Ólafur segir að þess beri að geta að að úttektir á kynbundum launamun bendi ekki til að jafnlaunavottun hafi nein bein áhrif á hann; „það er ekki marktækt minni launamunur í fyrirtækjum sem hafa fengið jafnlaunavottun en í þeim sem ekki fengu hana.“

Þorbjörg Sigríður segir í stuttu samtali við Vísi að ekki komi fram í umsögn FA að frumvarpið gangi í raun lengra en tillögur hagræðingarhópsins, sem FA vísar til.

„Lengra því hin eiginlega jafnlaunavottun er afnumin. Fjöldi fyrirtækja með fleiri en 100 starfsmenn þótti of lítill á Íslandi til að sjónarmiðin um launajafnrétti stæðu ef farið yrði í 100 manna fyrirtæki og stærri eingöngu,“ segir Þorbjörg.


Tengdar fréttir

Af­nám jafn­launa­vottunar

Í dag mæli ég fyrir frumvarpi sem gerir ráð fyrir því að jafnlaunavottun verði lögð niður í núverandi mynd án þess þó að hvikað verði frá markmiðum um að sporna gegn launamismunun á grundvelli kyns. Það kerfi sem kemur í staðinn verður reglubundin skýrslugjöf um kynbundinn launamun.

Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurði Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á þingi hvernig gengi að afleggja hina umdeildu jafnlaunavottun. Þorbjörg Sigríður sagði að það yrði á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×