Körfubolti

Njarð­vík nær í nýjan mið­herja eftir meiðslin

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Sofia Roma #11 spilar með landsliði Púertó Ríkó.
Sofia Roma #11 spilar með landsliði Púertó Ríkó. Gregory Shamus/Getty Images

Njarðvík hefur samið við Sofia Roma, 29 ára miðherja sem leikur með landsliði Púertó Ríkó en er einnig með ítalskt vegabréf. Hún kemur til með að leysa Pauline Hersler af hólmi eftir að hún handarbrotnaði.

Sofia spilaði með Wagner og Duke háskólunum í Bandaríkjunum en útskrifaðist þaðan árið 2019. Síðan þá hefur hún verið atvinnumaður á Ítalíu, í Svíþjóð, á Spáni og síðast í Púertó Ríkó.

Hún og Pauline Herlser hafa mæst, í deildarkeppninni á Ítalíu tímabilið 2020-21.

„Þegar ljóst var að Pau yrði lengi frá fórum við að skanna markaðinn aðeins vegna skorts á sentimetrum en markaðurinn er vægast sagt erfiður á þessum árstíma. Við vorum að leita að leikmanni sem gæti fittað vel í okkar leikstíl. Hlaupið með okkur, rúllað í boltahindrana leik, frákastað og varist vel.

Við teljum Sofia Roma tikka í þessi box og hlökkum til að vinna með henni. Hún og Inga Lea manna miðherjastöðuna en við höfum verið ofboðslega ánægðir með innkomu Ingu Leu sem er einungis 16 ára en hefur sýnt hugrekki og dugnað eftir að hún fór af stað eftir löng og erfið meiðsli. Sofia kemur með reynslu í hópinn. Sofia var í hörku skólaprógrammi í USA, hefur spilað víða og er landsliðsmaður Púertó Ríkó,” sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkurliðsins.

Njarðvík er í öðru sæti Bónus deildar kvenna, með jafn marga sigra og topplið Grindavíkur. Næsti leikur Njarðvíkur er gegn Hamar/Þór á þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×