Sport

„Miklu skemmti­legra að spila körfu­bolta þegar fólkið er í húsinu.“

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta.
Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta. Vísir/Anton Brink

Keflavík vann frábæran sautján stiga sigur á liði Tindastóls 98-81 þegar liðin mættust í frestuðum leik í Blue höllinni í Keflavík nú í kvöld. Leiknum hafði verið frestað sökum þáttöku Tindastóls í Evrópukeppni. Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Keflavíkur ræddi við vísi eftir leik.

„Virkilega ánægður með frammistöðuna og framlagið hjá öllum mínum leikmönnum og gaman að sjá marga áhorfendur í húsinu þannig þetta var virkilega ánægjulegt“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson sáttur eftir leik.

Eftir að hafa tapað nokkuð óvænt á fimmtudaginn fyrir Ármann svaraði Keflavík með hörku frammistöðu í kvöld.

„Rosalega mikilvægt fyrir okkur. Þetta gefur okkur sjálfstraust í næstu leiki og bara mjög mikilvægt að ná og geta sýnt svona frammistöðu sem við eigum inni og við þurfum bara að halda áfram að æfa okkur að verða betri og það er bara áfram veginn“

Keflavík fékk frábæran stuðning úr stúkunni kvöld og mátti sjá hversu mikið það gaf liðinu í kvöld.

„Það skiptir bara öllu máli eins og í upphafi tímabils þegar það hefur verið margt í húsinu oft á tíðum og það gefur bara auka kraft“

„Það er líka miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu. Það var bara virkilega skemmtilegt að sjá og við þurfum bara að halda áfram á þessari braut og ef við erum að leggja okkur fram og sýna góða frammistöðu þá kemur fólk í húsið“

Þéttur varnarleikur var það sem lagði góðan grunn af sigrinum í kvöld.

„Mér fannst við vera mjög þéttir í vörn, sérstaklega í fyrsta leikhluta. Við áttum svo alveg góðar varnir hérna í seinni hálfleik sömuleiðis. Mikilvægt að ná góðum sóknum í röð“

„Þeir náðu einhverju smá áhlaupi og hótuðu að koma þessu niður í tíu stig en við gerum vel í kjölfarið og náðum að sigla þessu heim“

Þessi sigur gefur Keflavík gríðarlega mikið fyrir framhaldið.

„Rosalega mikilvægt. Við erum að fara í krefjandi leik á föstudaginn gegn Þór Þorlákshöfn og svo í kjölfarið er bikar vikan og auðvitað viljum við fara alla leið og viljum fá alla með okkur í lið. Við viljum sjá fullt af stuðningsmönnum í Þorlákshöfn sömuleiðis á föstudaginn“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×