Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Árni Sæberg skrifar 30. janúar 2026 14:50 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakaði málið í átta ár. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fellt niður rannsókn vegna kæru FRÍSK - Félags rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði á hendur ætluðum eigendum ólöglegu deilisíðunnar Deildu.net. Eitt og hálft ár leið frá kæru þar til að rannsókn hófst og átta ár þar til að ætlaður eigandi var yfirheyrður. „Margir eru þessa dagana að deila „throwback“ myndum frá 2016 og sýna hvað þau voru að gera þá. Þetta ár kom út Pokémon Go, Brexit átti sér stað og Donald Trump náði kjöri.FRÍSK fékk líka „throwback“ í fyrradag – svar frá lögreglunni um kæru sem var lögð fram árið 2016 vegna vefsíðunnar deildu.net,“ segir í færslu sem FRÍSK birti í dag á Facebook. Þar segir að líklegt sé að Deildu.net hafi frá stofnun síðunnar valdið mesta eignatjóni sem íslensk kvikmyndagerð og menningarsköpun á sviði íslenskra kvikmynda hefur þurft að þola. „Tjónið sem vefsíðan veldur er raunverulegt og hefur skert tekjur íslenskra listamanna um árabil með ólögmætum og afar ósanngjörnum hætti. Tjónið sem vefsíðan veldur er e.t.v. enn sárara fyrir þær sakir að þeir sem verða fyrir tjóninu eru almennt ekki stórfyrirtæki með breitt bak, heldur einstaklingar sem þurfa að borga reikninga eins og aðrir.“ Telja sig vita hver heldur síðunni úti Tómas Jónsson er lögmaður FRÍSK og situr í stjórn félagsins. Hann segir í samtali við Vísi að kæra félagsins árið 2016 hafi verið byggð á skýrslu sem unnin var af hugbúnaðarfyrirtækinu TM software að beiðni félagsins. Niðurstaða skýrslunnar hafi verið sú að tilteknir íslenskir einstaklingar héldu úti Deildu.net. FRÍSK hafi því lagt fram kæru á hendur þeim fyrir meint höfundaréttarbrot þann 28. júní árið 2016. Í bréfi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til FRÍSK, þar sem tilkynnt var um niðurfellingu rannsóknar, segir að meðferð málsins hafi hafist hjá lögreglu þann 5. janúar 2018. Ræddu við einn árið 2024 Þá er rakið í bréfinu að við meðferð málsins hafi frekari upplýsinga um lénið verið aflað. Komið hafi fram að umrætt lén væri skráð á lögaðilann Contact Privacy í Kanada. Rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að hægt væri að senda raunverulegum eiganda lénsins erindi í gegnum heimasíðuna www.myprivacy.net án þess þó að sjá hver tæki við umræddu erindi. Sömuleiðis hafi komið fram að vefsíðan www.deildu.net væri falin með þjónustu Cloudflare í San Francisco, Bandaríkjunum en Cloudflare bjóði upp á vörn gegn netárásum, svo sem álagsárásum (e. DOS og DDOS) en þegar vefsíða er falin af Cloudflare birtist IP-tala Cloudflare i svokölluðum ,,who is" upplýsingum vefsíðunnar. Það beri að athugast að Cloudflare sé þjónusta sem ver vefsíður gegn óværum og öðru þess háttar, að öðru leyti geymi þjónustan engar aðrar upplýsingar, aðrar en raunverulegar IP-tölur. Við rannsókn málsins hafi verið óskað eftir upplýsingum um IP-tölurnar sem tengdust www.deildu.net og komið hafi fram við rannsóknina að IP-talan væri hjá Hetzner Online GmbH í Þýskalandi, sem sé skýjaþjónusta. Þá hafi verið tekin skýrsla af einum hinna kærðu þann 27. júlí árið 2024 Segja síðuna ekki starfandi en félagið er ósammála Þá segir í bréfinu að við rannsókn málsins hafi komið fram að fáar vísbendingar væru í málinu, möguleg rannsóknargögn glötuð og ekki líklegt að unnt væri að afla gagna erlendis frá sem vörpuðu frekara ljósi á refsiábyrgð hins kærða. „Þá liggur fyrir að vefslóðin www.deildu.net liggur niðri og er ekki starfrækt,“ segir í bréfinu. Í færslu FRÍSK segir að það sé því miður fjarri lagi. Líklega fyrnt Í rökstuðningi vegna niðurfellingar rannsóknarinnar segir að lögreglustjóri hafi yfirfarið sakargögn málsins og að mati lögreglu sé ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn málsins og henni sé því hætt. Ákvörðun lögreglustjóra byggi á því að rannsókn hafi ekki leitt í ljóst að hægt sé að færa frekari sönnur á að tilgreindir einstaklingar hafi gerst brotlegir við ákvæði höfundalaga. Þá séu sterkar líkur á að málið sé fyrnt samkvæmt ákvæðum hegningarlaga. Þau mæla fyrir um að brot gegn höfundalögum fyrnist á fimm árum. Engar skýringar fengið Tómas segir að FRÍSK hafi engar skýringar fengið á þessum mikla drætti á rannsókn málsins fyrr en tilkynnt var um niðurfellingu rannsóknarinnar. Hann hafi rekið á eftir lögreglu öðru hvoru undanfarin ár en aðeins fengið þau svör að málið væri í vinnslu. Félagið hafi í gegnum tíðina kært fleiri deilisíður á borð við Deildu og menn sem halda úti ólöglegri IPTV-þjónustu. Reynslan af því sé sú sama og reynslan af kærunni vegna Deildu. Hann segir þó að sennilega sé ekki við lögregluna sjálfa að sakast. Þeir laganna verðir sem hann hafi rætt við hafi allir vísað til þess að lögregluna skorti bæði mannafla og fjármuni til þess að sinna kærunum. Höfundaréttarmál væru neðar á forgangslistanum en vernd lífa og lima. Höfundar- og hugverkaréttur Netglæpir Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira
„Margir eru þessa dagana að deila „throwback“ myndum frá 2016 og sýna hvað þau voru að gera þá. Þetta ár kom út Pokémon Go, Brexit átti sér stað og Donald Trump náði kjöri.FRÍSK fékk líka „throwback“ í fyrradag – svar frá lögreglunni um kæru sem var lögð fram árið 2016 vegna vefsíðunnar deildu.net,“ segir í færslu sem FRÍSK birti í dag á Facebook. Þar segir að líklegt sé að Deildu.net hafi frá stofnun síðunnar valdið mesta eignatjóni sem íslensk kvikmyndagerð og menningarsköpun á sviði íslenskra kvikmynda hefur þurft að þola. „Tjónið sem vefsíðan veldur er raunverulegt og hefur skert tekjur íslenskra listamanna um árabil með ólögmætum og afar ósanngjörnum hætti. Tjónið sem vefsíðan veldur er e.t.v. enn sárara fyrir þær sakir að þeir sem verða fyrir tjóninu eru almennt ekki stórfyrirtæki með breitt bak, heldur einstaklingar sem þurfa að borga reikninga eins og aðrir.“ Telja sig vita hver heldur síðunni úti Tómas Jónsson er lögmaður FRÍSK og situr í stjórn félagsins. Hann segir í samtali við Vísi að kæra félagsins árið 2016 hafi verið byggð á skýrslu sem unnin var af hugbúnaðarfyrirtækinu TM software að beiðni félagsins. Niðurstaða skýrslunnar hafi verið sú að tilteknir íslenskir einstaklingar héldu úti Deildu.net. FRÍSK hafi því lagt fram kæru á hendur þeim fyrir meint höfundaréttarbrot þann 28. júní árið 2016. Í bréfi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til FRÍSK, þar sem tilkynnt var um niðurfellingu rannsóknar, segir að meðferð málsins hafi hafist hjá lögreglu þann 5. janúar 2018. Ræddu við einn árið 2024 Þá er rakið í bréfinu að við meðferð málsins hafi frekari upplýsinga um lénið verið aflað. Komið hafi fram að umrætt lén væri skráð á lögaðilann Contact Privacy í Kanada. Rannsókn lögreglu hafi leitt í ljós að hægt væri að senda raunverulegum eiganda lénsins erindi í gegnum heimasíðuna www.myprivacy.net án þess þó að sjá hver tæki við umræddu erindi. Sömuleiðis hafi komið fram að vefsíðan www.deildu.net væri falin með þjónustu Cloudflare í San Francisco, Bandaríkjunum en Cloudflare bjóði upp á vörn gegn netárásum, svo sem álagsárásum (e. DOS og DDOS) en þegar vefsíða er falin af Cloudflare birtist IP-tala Cloudflare i svokölluðum ,,who is" upplýsingum vefsíðunnar. Það beri að athugast að Cloudflare sé þjónusta sem ver vefsíður gegn óværum og öðru þess háttar, að öðru leyti geymi þjónustan engar aðrar upplýsingar, aðrar en raunverulegar IP-tölur. Við rannsókn málsins hafi verið óskað eftir upplýsingum um IP-tölurnar sem tengdust www.deildu.net og komið hafi fram við rannsóknina að IP-talan væri hjá Hetzner Online GmbH í Þýskalandi, sem sé skýjaþjónusta. Þá hafi verið tekin skýrsla af einum hinna kærðu þann 27. júlí árið 2024 Segja síðuna ekki starfandi en félagið er ósammála Þá segir í bréfinu að við rannsókn málsins hafi komið fram að fáar vísbendingar væru í málinu, möguleg rannsóknargögn glötuð og ekki líklegt að unnt væri að afla gagna erlendis frá sem vörpuðu frekara ljósi á refsiábyrgð hins kærða. „Þá liggur fyrir að vefslóðin www.deildu.net liggur niðri og er ekki starfrækt,“ segir í bréfinu. Í færslu FRÍSK segir að það sé því miður fjarri lagi. Líklega fyrnt Í rökstuðningi vegna niðurfellingar rannsóknarinnar segir að lögreglustjóri hafi yfirfarið sakargögn málsins og að mati lögreglu sé ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi rannsókn málsins og henni sé því hætt. Ákvörðun lögreglustjóra byggi á því að rannsókn hafi ekki leitt í ljóst að hægt sé að færa frekari sönnur á að tilgreindir einstaklingar hafi gerst brotlegir við ákvæði höfundalaga. Þá séu sterkar líkur á að málið sé fyrnt samkvæmt ákvæðum hegningarlaga. Þau mæla fyrir um að brot gegn höfundalögum fyrnist á fimm árum. Engar skýringar fengið Tómas segir að FRÍSK hafi engar skýringar fengið á þessum mikla drætti á rannsókn málsins fyrr en tilkynnt var um niðurfellingu rannsóknarinnar. Hann hafi rekið á eftir lögreglu öðru hvoru undanfarin ár en aðeins fengið þau svör að málið væri í vinnslu. Félagið hafi í gegnum tíðina kært fleiri deilisíður á borð við Deildu og menn sem halda úti ólöglegri IPTV-þjónustu. Reynslan af því sé sú sama og reynslan af kærunni vegna Deildu. Hann segir þó að sennilega sé ekki við lögregluna sjálfa að sakast. Þeir laganna verðir sem hann hafi rætt við hafi allir vísað til þess að lögregluna skorti bæði mannafla og fjármuni til þess að sinna kærunum. Höfundaréttarmál væru neðar á forgangslistanum en vernd lífa og lima.
Höfundar- og hugverkaréttur Netglæpir Bíó og sjónvarp Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Sjá meira