Maduro neitaði fyrir dómi
Nicolas Maduro, forseti Venesúela, kvaðst saklaus af öllum ákæruliðum og sagðist enn leiðtogi lands síns þegar hann og eiginkona hans Cilia Flores voru leidd fyrir dómara í New York í Bandaríkjunum nú síðdegis. Flores lýsti sömuleiðis yfir sakleysi. Þau verða leidd aftur fyrir dómara 17. mars næstkomandi. Bæði eru ákærð fyrir aðkomu að umfangsmiklu smygli fíkniefna til Bandaríkjanna og hryðjuverkastarfsemi, en þau voru flutt með hervaldi frá Venesúela á laugardag.