Ísland í dag - Björg með saunaklefa á pínulitlum svölum

Fatahönnuðurinn Björg Ingadóttir í Spaksmannsspjörum er ein af þekktustu og virtustu fatahönnuðum landsins. Og Björg fer yfirleitt ótroðnar slóðir enda hefur hún iðulega slegið í gegn með hönnun sinni. Á litlum svölum heima hjá henni og manni hennar Finnboga Kristjánssyni hefur hún komið fyrir sauna eða hitaklefa úti, þannig að þar getur hún náð úr sér streitu og bólgum í líkamanum og setið og unnið úti á svölunum í hita og notalegheitum í öllum veðrum. Hún segist vera komin með auka vinnustofu út á svalirnar. Vala Matt fór og skoðaði þennan töffaralega saunaklefa á svölunum hjá Björgu og í leiðinni kíkti hún á nokkrar skemmtilegar lausnir í íbúð þeirra hjóna. Þar á meðal sérkennilega blómapotta á hinum svölum íbúðarinnar.

40106
12:54

Vinsælt í flokknum Ísland í dag