Ópíóða- og kókaínfíkn er að aukast
Ópíóða- og kókaínfíkn er að aukast og sífellt fleiri reykja kókaínið sem er enn hættulegra, að sögn formanns Matthildarsamtakanna. Hún telur núverandi stefnu stjórnvalda í málaflokknum hafa gengið sér til húðar því þrátt fyrir met í haldlagningu vímuefna séu vísbendingar um að bæði framboð og eftirspurn hafi aukist á árinu.