Slavia Prag - Barcelona 2-4

Heimamenn í Slavia Prag komu á óvart og tóku forystuna með marki frá Vasil Kusej, en Barcelona-framherjinn Fermín López sneri leiknum við með tveimur mörkum fyrir hlé. Robert Lewandowski var óheppinn og setti boltann í eigið mark og jafnaði metin í 2–2 rétt fyrir leikhlé, en gestirnir svöruðu af fullum krafti í seinni hálfleik. Varamaðurinn Dani Olmo þrumaði boltanum í netið og kom Barcelona í 3–2 með glæsilegu langskoti, áður en Lewandowski bætti fyrir mistök sín og innsiglaði lokatölurnar 4–2 eftir stoðsendingu frá Marcus Rashford.

591
02:09

Vinsælt í flokknum Fótbolti