Ísland í dag - Handleggsbrotinn en æfir af fullum krafti

Björgvin Franz Gíslason leikari er handleggsbrotinn en er á fullu í Ladda sýningunni í Borgarleikhúsinu og æfir af krafti í ræktinni. Björgvin er ásamt öðrum leikurum í sýningunni Þetta er Laddi að slá þvílíkt í gegn. En hann er meðal annars að leika hinn skrautlega karakter Elsu Lund sem Laddi gerði ódauðlegan í þáttum Hemma Gunn á sínum tíma. En Björgvin fékk einmitt tilnefningu til Grímuverðlaunanna fyrir túlkun sína á Elsu Lund sem er óborganlega skemmtileg og fleiri karakterum í sýningunni. Og Þórhallur Sigurðsson eða Laddi eins og við köllum hann slær á alla strengi í sýningunni og fær áhorfendur bæði til að skellihlæja og hágráta úti í sal. Vala Matt fór og hitti Björgvin Franz í ræktinni þar sem hann var á fullu að æfa ásamt systur sinni Evu Dögg.

226
13:59

Vinsælt í flokknum Ísland í dag