GVA lítur um öxl
Sýning með verkum eins reyndasta fréttaljósmyndara Íslands er komin upp á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sjálfur segist hann fagna öllum þeim tækninýjungum sem á vegi hans urðu á rúmlega 50 ára ferli, og segist hafa verið haldinn áráttu, sem fólst í því að vilja vera alls staðar þar sem eitthvað var um að vera. Vésteinn Örn ræddi við Gunnar V. Andrésson, eða GVA eins og við þekkjum hann mörg.