Lést á Suðurlandsvegi
Erlend ferðakona lést á Suðurlandsvegi rétt austan við Holtsós þegar grjóthrun varð úr Steinafjalli og grjót lenti á bifreið sem hún ók. Tvær konur til viðbótar voru í bifreiðinni en þær sluppu með minniháttar áverka. Tilkynning barst lögreglu um slysið tuttugu mínútur í eitt.