Úkraínumenn sagðir hafa samþykkt tillögu að vopnahlé
Úkraínumenn eru sagðir hafa samþykkt tillögu að vopnahlé. Frá þessu greindi Marco Rubio utanríkisráðherra Bandaríkjanna rétt í þessu. Viðræður standa nú yfir milli sendinefnda Bandaríkjanna og Úkraínu í Sádí-Arabíu um vopnahlé í innrásarstríði Rússa. Rússar hafa ekki samþykkt tillöguna en Rubio bindur vonir við að það verði gert.