Glæsidrossíur til sýnis við Hörpu

Fjöldi manns lagði leið sína niður að Hörpu í dag til að berja augum mikinn flota af glæsikerrum sem þar var til sýnis. Bílarnir voru alls fimmtíu talsins, af öllum stærðum og gerðum, allt frá klassískum sportbílum upp í spánýjar ofurdrossíur. Þá spönnuðu bifreiðarnar sjötíu ára aldursbil; sú elsta var af árgerð 1952 og sú nýjasta var framleidd í fyrra. Sannkölluð paradís bílaáhugamannsins í miðbænum.

5518
00:56

Vinsælt í flokknum Fréttir