Ísland í dag - Prófið sem allir falla á

Það eru síðustu dagar þingsins en við beinum sjónum okkar ekki að þeim að þessu sinni, heldur að hinu alræmda skriflega ökuprófi sem allir ökumenn landsins hafa þurft að þreyta á einum tímapunkti eða öðrum. Sér maður betur með kveikt ljós í bílnum? Er réttlætanlegt að flauta á barn að leik? Er hlutverk Samgöngustofu að annast merkingu á vegum landsins? Þetta er ekki á allra vitorði, en þarf að vera á vitorði þeirra sem hyggjast aka bíl á Íslandi. Rætt er við Pétur Blöndal pistlahöfund, sem hefur fjallað um bóklega ökuprófið og vöngum velt yfir því, af hverju þetta þurfi eiginlega að vera svona. Um leið ræðum við nokkur ungmenni sem hafa öll gert ítrekaðar tilraunir til þess að standast prófið, en öll fallið að minnsta kosti tvisvar. Sum áttu gleðidag en önnur annan sorgardag.

11949
16:56

Vinsælt í flokknum Ísland í dag