Myndbandaspilari er að hlaða.
Æskuheimilið er núna afskekkt eyðibyggð
Hún er frá Bæjarnesi við Breiðafjörð, hann frá Siglunesi við Siglufjörð. Bæði sáu æskuheimilið verða eyðibyggð. Eftir að hafa kynnst sem pennavinir fluttu þau í Hafnarfjörð og stofnuðu verkstæði í bílskúrnum, sem nú er orðið 550 manna fyrirtæki. Hjónin Hjalti Einarsson og Kristjana G. Jóhannesdóttir segja sögu sína í þættinum „Um land allt“ í viðtali við Kristján Má Unnarsson. Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndaði.