Hvað gerist næst? Boltinn og hárblásarinn
Vilhelm Anton Jónsson og Vísir bjóða hér upp á skemmtilegan leik fyrir lesendur.
Í myndskeiðinu hér fyrir ofan gerir Villi tilraun úr Vísindabók Villa 2 með borðtenniskúlu og hárblásara, sem byggir á loftþrýstingi.
Villi klárar þó ekki tilraunina í dag heldur spyr: Hvað gerist næst?
Þeir lesendur sem vita svarið geta valið einn af eftirfarandi valmöguleikum og svarað í athugasemdum við myndbandið eða á netfangið ritstjorn@visir.is.
a) Boltinn þeytist út í geim.
b) Loftþrýstingurinn heldur boltanum á sínum stað.
c) Villi fær raflost.