Ísland í dag - Hvernig gerir maður mat eins og Michelin kokkur?

Hvernig gerir maður dásamlegt graslauksmajones eða capers smjör eins og Michelin verðlaunakokkur? Vala Matt fór í leiðangur fyrir Ísland í dag og skoðaði nokkra íslenska veitingastaði sem hafa fengið hin frægu Michelin meðmæli sem er einn eftirsóttasti gæðastimpillinn í veitingahúsaheiminum. Við kynnumst töfrum krydda og óvenjulegra rétta sem einnig er hægt búa til og njóta heima í eldhúsi eins og við værum á töff Michelin veitingastað. Vala fór á veitingastaðina Skál í Mathöllinni á Hlemmi, Nostra í gamla Kjörgarðshúsinu á Laugaveginum, Mat og drykk úti á Granda og veitingastaðina Sumac og Óx á Laugavegi. Og Vala spjallaði við veitingahúsafólkið Gísla Matthías Auðunsson, Elmu Backman, Jóhönnu Jakobsdóttur og Þráinn Frey Vigfússon. Ekki missa af sælkeraævintýri á heimsmælikvarða sem gefur okkur hugmyndir fyrir okkar eigin eldhús.

6909
11:08

Vinsælt í flokknum Ísland í dag