
Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu
Stefnuræða Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er á dagskrá í kvöld. Svo virðist sem Miðflokkurinn sé kominn í stjórnarandstöðuham nú þegar því hann gerir athugasemd við það að meðal ræðumanna sé Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra.