„Ósáttur með að það var ekki gengið hreint til verks“ Ólafi Kristjánssyni var sagt upp sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik í ágúst. Hann segir í viðtali í þættinum „Mín skoðun“ að hann hafi verið ósáttur með framkvæmd uppsagnarinnar. Fótbolti 19. október 2023 07:01
FH framlengir við tvo lykilmenn FH framlengdi í dag samninga sína við tvo lykilleikmenn hjá knattspyrnuliði félagsins. Þeir Vuk Oskar Dimitrijevic og Ólafur Guðmundsson skrifuðu báðir undir nýja samninga. Fótbolti 18. október 2023 23:02
„Pabbi veit það alveg að ég verð betri en hann“ Einn efnilegasti leikmaður landsins samdi í gær við Skagamenn í efstu deild karla í knattspyrnu. Hann á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana. Íslenski boltinn 18. október 2023 08:31
„Tími fyrir mig að taka næsta skref og standa á eigin fótum“ Halldór Árnason segir að það leggist vel í hann að taka við Blikunum og fá tækifæri á stóra sviðinu. Hann segir að verkefnið sé bæði stórt og spennandi. Íslenski boltinn 18. október 2023 07:31
Keflvíkingar kveðja þrjá leikmenn liðsins Keflavík féll úr Bestu deildinni í fótbolta í sumar og það má búast við talsverðum breytingum á leikmannahópi liðsins. Íslenski boltinn 17. október 2023 16:12
Hinrik til ÍA ÍA, sigurvegari Lengjudeildar karla í sumar, hefur samið við framherjann unga, Hinrik Harðarson. Íslenski boltinn 17. október 2023 12:17
„Draumastarfið þitt er ekki alltaf á lausu“ Fótboltaþjálfarinn Sigurður Ragnar Eyjólfsson einn þeirra þjálfara sem er í leit að nýju starfi. Eins og gengur og gerist eru margir um hituna er kemur að þjálfarastörfum í fótboltaheiminum. Staðan þar er eins og á almennum vinnumarkaði en þó eru störfin sem eru á lausu, í efstu deild þar sem Siggi Raggi vill vera, ekki mörg. Íslenski boltinn 17. október 2023 08:01
Siggi Raggi tvisvar farið á fund KR: „Þetta starf heillar“ Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur í tvígang rætt við forráðamenn knattspyrnudeildar KR varðandi þjálfarastöðuna hjá karlaliði félagsins sem nú er á lausu. Sigurður Ragnar er mikill KR-ingur, ber taugar til félagsins og er á þeirri skoðun að það eigi að ráða KR-ing í þjálfarastöðuna. Félagið geti hins vegar ekki beðið lengi eftir því að ráða inn nýjan þjálfara. Íslenski boltinn 16. október 2023 11:36
„Maður fer ekki frá skipi þegar það er svona mikil óvissa“ Theodór Elmar Bjarnason skrifaði undir nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt KR á dögunum. Hann sagði það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að vera áfram í Frostaskjólinu þrátt fyrir það óvissuástand sem þar ríkir. Fótbolti 15. október 2023 23:01
Eyjólfur verður aðstoðarþjálfari Halldórs hjá Blikum Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokksliðs karla hjá Breiðabliki í knattspyrnu. Eyjólfur hefur starfað hjá Blikum síðan á síðasta ári. Fótbolti 15. október 2023 18:46
Jökull framlengir til 2027 Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, hefur skrifað undir nýjan samning við félagið. Fótbolti 14. október 2023 13:59
Óskar Hrafn tekur að öllum líkindum við Haugesund Haugesund og Óskar Hrafn Þorvaldsson, fyrrum þjálfari Breiðabliks, eru hársbreidd frá því að ná samkomulagi. Fótbolti 14. október 2023 12:50
Theodór Elmar framlengir Theodór Elmar Bjarnason hefur skrifað undir nýjan tveggja ár samning við KR en félagið greindi frá þessu í morgun. Fótbolti 14. október 2023 11:16
Leikmenn sem svöruðu fyrir sig í sumar Keppni í Bestu deild karla lauk um helgina. Vísir hefur tekið saman fimm leikmenn sem svöruðu á einhvern hátt fyrir sig í sumar, eftir erfitt síðasta tímabil af ýmsum orsökum. Íslenski boltinn 10. október 2023 10:01
Samúel ánægður með ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbær hefur ákveðið að flýta framkvæmdum á gervigrasvöllum bæjarins vegna sætis Vestra í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024. Samúel Samúelsson, formaður Vestra, er himinlifandi með tíðindin. Íslenski boltinn 9. október 2023 21:46
Finnarnir farnir frá FH Eetu Mömmö og Dani Hatakka munu ekki spila með FH í Bestu deild karla í knattspyrnu sumarið 2024. Þeir koma báðir frá Finnlandi. Íslenski boltinn 9. október 2023 20:31
Ekroth í Víkinni til 2026 Oliver Ekroth, miðvörður Íslands- og bikarmeistara Víkings, hefur framlengt samning sinn við félagið til ársins 2026. Íslenski boltinn 9. október 2023 17:46
Örvar í Stjörnuna Örvar Eggertsson er genginn í raðir Stjörnunnar frá HK. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Garðabæjarliðið. Íslenski boltinn 9. október 2023 15:45
FH-ingar vígðu hundrað marka vegginn um helgina FH á þrjá leikmenn sem hafa skorað yfir hundrað mörk fyrir karlalið félagsins í öllum keppnum og þeir eru nú komnir með sérvegg í Kaplakrika. Íslenski boltinn 9. október 2023 13:32
Fótboltanum á Suðurlandi sópað út af stóra sviðinu eftir svart sumar Knattspyrnumenn Suðurlands munu flestir ekki minnast sumarsins 2023 með hlýju enda gengi bestu liða landshlutans skelfilegt. Fótbolti 9. október 2023 11:00
Var sjálfur að bíða eftir því að springa út: „Vissi að ég hafði þetta í mér“ Stúkan valdi Birni Snæ Ingason besta leikmann Bestu-deildar karla í knattspyrnu í uppgjörsþætti sínum eftir að tímabilið kláraðist í dag. Birnir átti frábært tímabil með Víkingum þar sem hann varð Íslands- og bikarmeistari. Fótbolti 8. október 2023 23:30
„Sýndum það í seinni hlutanum að við erum eitt besta lið á landinu“ Eggert Aron Guðmundsson var valinn besti ungi leikmaður tímabilsins í Bestu-deild karla í uppgjörsþætti Stúkunnar eftir að lokaumferðinni lauk í dag. Fótbolti 8. október 2023 19:30
Halldór Árnason ráðinn þjálfari Breiðabliks Halldór Árnason hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu. Fótbolti 8. október 2023 17:40
Óskar Hrafn hættur störfum sem þjálfari Breiðabliks Óskar Hrafn Þorvaldsson hefur tilkynnt starfslok sín hjá Breiðablik. Hann óskaði þess sjálfur að klára riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með félaginu en var tilkynnt á föstudag að svo yrði ekki og hann myndi láta af störfum eftir leik Breiðabliks gegn Stjörnunni. Íslenski boltinn 8. október 2023 16:33
Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 0-2 | Tvö mörk Eggerts tryggðu þriðja sætið Síðasti leikur Bestu deildar karla árið 2023 fór fram í dag þegar Breiðablik tók á móti Stjörnunni. Fyrir leik var Stjarnan í þriðja sæti deildarinnar með 43 stig á meðan Breiðablik var sæti neðar með 41 stig. Svo fór að lokum að Stjarnan vann 0-2 sigur og tryggði sér í leiðinni þriðja sætið í Bestu deildinni árið 2023. Íslenski boltinn 8. október 2023 16:00
Þrenna Erlings, tvenna Kjartans Henry, skjöldur á loft og öll hin mörkin Lokaumferð Bestu deildar karla fór fram í gær að einum leik undanskildum. Erling Agnarsson skoraði þrennu áður en Víkingar lyftu Íslandsmeistaraskildinum, Kjartan Henry Finnbogason skoraði tvennu gegn sínum gömlu félögum og ÍBV féll eftir jafntefli í gegn Keflavík. Íslenski boltinn 8. október 2023 11:30
Níunda fall Hermanns á ferlinum Hermann Hreiðarsson og lærisveinar hans hjá ÍBV féllu úr Bestu deild karla í fótbolta í dag. Þar af leiðandi hefur Hermann fallið níu sinnum á ferli sínum sem leikmaður og þjálfari og þar að auki einu sinni sem aðstoðarmaður knattspyrnustjóra. Fótbolti 7. október 2023 21:16
„Viljum viðhalda hungrinu“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum ánægður eftir frammistöðu síns líðs gegn Val í Bestu deild karla í dag þar sem Víkingur vann 5-1. Fótbolti 7. október 2023 16:59
„Tímabilið í heildina búið að vera þungt“ Hermann Hreiðarsson þjálfari Eyjamanna sagði lið ÍBV hafi aldrei náð að komast á nægilega gott skrið í sumar og átt erfitt með að tengja saman úrslit. ÍBV leikur í Lengjudeildinni á næsta tímabili. Fótbolti 7. október 2023 16:52
„Værum í Evrópusæti hefðum við spilað svona í allt sumar“ Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, var í skýjunum með að hafa náð að halda liðinu í Bestu-deildinni. Sport 7. október 2023 16:29
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti