Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Barnið stökk út úr bílnum á ferð

Níu ára piltur sem stalst til þess að aka leigubíl um Bakkana í Breiðholti á sunnudag stökk út úr bílnum á ferð þegar lögregla kom auga á hann. Bíllinn endaði uppi á kantsteini og skemmdist lítillega.

Innlent
Fréttamynd

Dældu skemmdri dísel­olíu á bíla sína

Bensínstöð Orkunnar á Bústaðavegi var lokað í gær eftir að í ljós kom að viðskiptavinir höfðu dælt skemmdri díselolíu á bíla sína. Dæmi eru um að bílar hafi stöðvast sökum skemmdrar olíu. Markaðsstjóri Orkunnar segir málið unnið í góðu samtali við viðskiptavini.

Neytendur
Fréttamynd

Hefur alltaf verið með bullandi bíla­dellu

Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Magnea Björg Jónsdóttir hefur birst landsmönnum á skjánum í þáttunum LXS. Hún er nú að fara af stað með nýja bílaþætti sem heita 0 upp í 100. Blaðamaður ræddi við Magneu um bíladelluna. 

Lífið
Fréttamynd

Hamingju­söm og þakk­lát Katrín Tanja á splunku­nýjum jeppa

Fyrrum CrossFit heimsmeistarinn og afreksíþróttakonan Katrín Tanja nýtur lífsins í Norður-Idaho í Bandaríkjunum þar sem hún er búsett ásamt unnusta sínum, íþróttamanninum Brooks Laich. Parið festi nýverið kaup á svörtum Land Rover Defender jeppa og birti Katrín Tanja mikla gleðifærslu á Instagram í tilefni af því. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­fagrar sögur af við­skiptum við Base Parking

Eftir að Vísir birti frétt um starfsemi Base Parking á fimmtudag hafa hvolfst yfir ritstjórnina ófagrar sögur af starfseminni. Þær eru flestar með sama sniði en hver með sínu lagi. Ómar Þröstur Hjaltason eigandi fyrirtækisins segir hins vegar að allt kapp sé lagt á að viðskiptin gangi smurt fyrir sig.

Innlent
Fréttamynd

Hafa haft á­hyggjur af starf­semi Base Parking í mörg ár

Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið.

Innlent
Fréttamynd

Bremsutrix Polestar 2 sannaði sig þegar elgir stukku út á veginn

Á ísilögðum vegum í Norður Svíþjóð þarf að hafa sérstakan vara á. Hér hlaupa hreindýr og elgir um skógana og virða engar umferðarreglur. Það fékk ökumaður á Polestar 2 í reynsluakstri milli Lulea og Jokkmokk að reyna á dögunum þegar þrír elgir stukku yfir veginn.

Samstarf
Fréttamynd

„We lost your keys“

Ófögrum sögum fer af fyrirtækinu Base Parking sem sér um að leggja bílum og geyma fyrir flugfarþega. James Weston er forstöðumaður á frístundaheimili og hann fékk að finna fyrir óvönduðum vinnubrögðum.

Innlent
Fréttamynd

Mið­aldra hús­frú á hálum ís - Polestar 3 reynslu­akstur

Ég er með dúndrandi hjartslátt, hnúarnir hvítna um stýrið. Undir mér er hyldjúpt stöðuvatn, ísilagt og ég sit inni í tæplega þriggja tonna tryllitæki úr stáli. Við erum rétt norðan við heimskautsbaug, við þorpið Jokkmokk í Lapplandi, þar sem fjörutíu gráðu frost þykir ekkert tiltökumál. Við ætlum að prófa Polestar 3, splunkunýjan rafjeppa frá sænska bílaframleiðandanum Polestar.

Samstarf
Fréttamynd

Frum­sýning á nýjum Peu­geot E-2008 raf­bíl

Nýi Peugeot E-2008 rafbíllinn verður frumsýndur í sýningarsal Peugeot við Bíldshöfða 8, laugardaginn 2. mars í Reykjavík. Sýningar- og reynsluakstursbílar verða á staðnum og einnig verður í boði ráðgjöf varðandi hleðslu rafbíla og uppsetningu hleðslustöðva. Í tilefni frumsýningarinnar fylgja Nokian gæða vetrardekk með seldum bílum á frumsýningunni.

Samstarf
Fréttamynd

Hvetja fólk til að vinna heima vegna svifryks

Styrkur svifryks hefur verið mikill á öllum mælistöðvum í Reykjavík í dag, 29. febrúar, frá því að morgunumferð fór af stað. Ökumenn eru hvattir til að skilja bílinn eftir heima á morgun og þau sem geta að vinna í fjarvinnu.

Innlent
Fréttamynd

Ók bíl inn í verslun í Vest­manna­eyjum

„Þetta var smá sjokk. Því hann kom ágætlega inn hjá mér, húddið kom allt inn,“ segir Svava Tara Ólafsdóttir, eigandi verslunarinnar Sölku í Vestmannaeyjum, í samtali við fréttastofu. Í morgun var bíl ekið inn í verslunina og brotnaði gluggi hennar fyrir vikið.

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Er ríkið í stuði?

Nýr markaður fyrir hleðslu og þjónustu fyrir rafbílaeigendur hefur orðið til með orkuskiptum í samgöngum. Fyrirtæki í eigu ríkis og sveitarfélaga veita einkafyrirtækjum harða samkeppni á þessum nýja markaði án þess að það hafi fengið mikla athygli eða umræðu.

Viðskipti innlent