Nýliðar Bournemouth byrja á sigri | Sjálfsmark tryggði Leeds sigur Það er nóg um að vera í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og nú rétt í þessu var fjórum leikjum að ljúka. Enski boltinn 6. ágúst 2022 16:00
Tottenham byrjar tímabilið á öruggum sigri Tottenham vann afar öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Enski boltinn 6. ágúst 2022 15:52
Þjálfari Fulham söng Mitrovic lofsöngva: „Ekki bara mörk“ Marco Silva, þjálfari Fulham, var eðlilega sáttur við stigið er liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Fulham í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Hann var sérstaklega ánægður með Aleksandar Mitrovic, en Serbinn skoraði bæði mörk liðsins. Enski boltinn 6. ágúst 2022 14:04
Mitrovic skoraði tvö er nýliðarnir gerðu jafntefli gegn Liverpool Fulham og Liverpool gerðu óvænt 2-2 jafntefli er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Serbinn Aleksandar Mitrovic skoraði bæði mörk nýliða Fulham. Enski boltinn 6. ágúst 2022 13:25
West Ham fær vængmann frá Burnley Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur fest kaup á vængmanninum Maxwel Cornet frá Burnley. Enski boltinn 6. ágúst 2022 13:01
Ten Hag segist „virkilega ánægður“ að hafa Ronaldo í liðinu Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segist vera virkilega ánægður með það að hafa portúgölsku stórstjörnuna Cristiano Ronaldo í liðinu. Enski boltinn 6. ágúst 2022 11:46
Klopp líkir leikjaálaginu við loftslagsbreytingar Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur líkt leikjaálaginu í ensku úrvalsdeildinni við loftslagsbreytingar. Hann segir ráðamenn deildarinnar vita af vandamálinu, en að þeir geri ekkert í því. Enski boltinn 6. ágúst 2022 10:31
Arsenal ósannfærandi en vann fyrsta leik Arsenal vann 2-0 sigur á Crystal Palace í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Liðið var ósannfærandi á löngum köflum í leiknum. Enski boltinn 5. ágúst 2022 20:50
Stuðningsmenn Arsenal og Tottenham bjartsýnastir en Chelsea svartsýnastir Könnun á meðal stuðningsmanna liða í ensku úrvalsdeildinni sýnir gríðarlega bjartsýni á meðal félaganna tveggja í Norður-Lundúnum, Arsenal og Tottenham. Stuðningsmenn granna þeirra í Chelsea eru öllu svartsýnari. Fótbolti 5. ágúst 2022 19:01
Klopp líkir leikjaálagi við hamfarahlýnun Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að álagið á fótboltamönnum sé alltof mikið og líkir því við hamfarahlýnun. Enski boltinn 5. ágúst 2022 16:31
Arsenal búið að eyða meiri pening en allir í síðustu gluggum Það er mikil spenna með stuðningsmanna Arsenal fyrir þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni eftir mjög jákvætt undirbúningstímabil og að því virðist vel heppnuð innkaup. Enski boltinn 5. ágúst 2022 15:30
„Ert þú náunginn sem ætlar að spyrja um Haaland í hverri viku?“ Pep Guardiola vill ekki vera að giska á hvað nýjasta stórstjarnan í liði Manchester City, Erling Braut Haaland, kemur til með að skora mörg mörk fyrir liðið í vetur. Enski boltinn 5. ágúst 2022 15:01
Til Chelsea fyrir metfé og véfréttin fagnar sigri Vinstri bakvörðurinn Marc Cucurella var í dag kynntur sem nýjasti leikmaður Chelsea en félagið er sagt greiða Brighton alls um 62 milljónir punda fyrir leikmanninn þegar allt er talið. Enski boltinn 5. ágúst 2022 13:00
Ten Hag: Cristiano Ronaldo þarf að sanna sig fyrir mér Cristiano Ronaldo er markahæsti leikmaður sögunnar og með mörk og titla á ferilskránni sem gera tilkall til þess að hann sé sá besti sem hefur spilað leikinn. Það dugar honum skammt þegar kemur að nýja knattspyrnustjóranum hans á Old Trafford. Enski boltinn 5. ágúst 2022 12:00
Chelsea kaupir Chukwuemeka frá Aston Villa Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur fest kaup á hinum 18 ára miðjumanni Carney Chukwuemeka frá Aston Villa. Enski boltinn 4. ágúst 2022 22:31
Meiðsli Martials auka á hausverk nýja stjórans fyrir fyrsta leik Erik ten Hag þarf að finna út úr því hver á að leiða sóknarlínu Manchester United á sunnudag, í fyrsta leik tímabilsins, og nú er ljóst að það verður ekki Frakkinn Anthony Martial. Enski boltinn 4. ágúst 2022 14:31
Spáir því að Man. United endi ofar í töflunni en Liverpool Enska úrvalsdeildin hefst á ný á morgun þegar Crystal Palace fær Arsenal í heimsókn en hin liðin í deildinni hefja síðan leik á laugardag og sunnudag. Enski boltinn 4. ágúst 2022 09:31
Öllum leikmönnum skylt að læra um samþykki fyrir kynlífi Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa kynnt nýjar reglur til að sporna gegn því að leikmenn og þjálfarar liðanna í deildinni brjóti af sér kynferðislega. Enski boltinn 4. ágúst 2022 07:33
Himinn og haf á milli mats félaganna á virði Seskos Forráðamenn Manchester United eru í viðræðum við kollega sína RB Salzburg um kaup á hinum afar spennandi framherja Benjamin Sesko. Fótbolti 3. ágúst 2022 22:28
Chelsea bauð betur en Man.City í Cucurella Chelsea hefur komist að samkomulagi við Brighton um kaupverð á Marc Cucurella. Enskir fjölmiðlar segja að Chelsea muni greiða rúmlega 52 milljónir punda fyrir spænska vinstri bakvörðinn. Fótbolti 3. ágúst 2022 22:03
Ten Hag: Óásættanleg hegðun hjá Ronaldo Hollendingurinn Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, segir ekki ásættanlegt að Cristiano Ronaldo og fleiri leikmenn liðsins hafi farið snemma af æfingaleik liðsins við Rayo Vallecano um liðna helgi. Fótbolti 3. ágúst 2022 11:01
Diogo Jota skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Portúgalski framherjinn Diogo Jota hefur framlengt samning sinn við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Enski boltinn 3. ágúst 2022 07:45
United íhugar Neves ef félaginu mistekst að krækja í De Jong Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur verið á höttunum eftir hollenska miðjumanninum Frenki de Jong í allt sumar, en illa gengur að sannfæra leikmanninn um að yfirgefa Barcelona. Félagið skoðar nú Ruben Neves, miðjumann Wolves, ef De Jong kemur ekki. Enski boltinn 3. ágúst 2022 07:01
Henderson segir meðferð United á sér „glæpsamlega“ Markvörðurinn Dean Henderson fer ekki fögrum orðum um félag sitt, Manchester United. Hann gekk til liðs við nýliða Nottingham Forest á láni fyrr í sumar og segir meðferð United á sér glæpsamlega. Enski boltinn 2. ágúst 2022 23:15
Nýliðarnir kaupa markvörð Arsenal Nýliðar Fulham hafa fest kaup á þýska markverðinum Bernd Leno frá Arsenal. Leno skrifar undir þriggja ára samning við Fulham. Enski boltinn 2. ágúst 2022 22:31
Leicester hafnar betrumbættu boði Newcastle í Maddison Enska úrvalsdeildarfélagið Leicester hefur hafnað nýju og betrumbættu boði Newcastle í enska miðjumanninn James Maddison. Enski boltinn 2. ágúst 2022 18:31
Flest niðrandi ummæli um leikmenn Manchester United Einu sinni á hverjum fjórum mínútum eru niðrandi ummæli um leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu birt á Twitter, en það eru leikmenn Manchester United sem fá verstu útreiðina. Enski boltinn 2. ágúst 2022 17:46
Endurmeta hvort áfram verði kropið á hné Fyrirliðar félaga í ensku úrvalsdeildinni hafa fundað um hvaða aðferðir séu best til fallnar að berjast gegn kynþáttahatri á komandi leiktíð. Ekki hefur náðst niðurstaða í málið. Fótbolti 2. ágúst 2022 14:00
United vill fá Huddlestone Manchester United er við það að fá miðjumanninn Tom Huddlestone í sínar raðir. Hann mun spila með U21 árs liði félagsins að vera í þjálfarateymi þess að auki. Fótbolti 2. ágúst 2022 12:31
Skaut á stóru klúbbana í Englandi fyrir að vilja ekki hýsa leiki á EM kvenna Það voru aðeins fjögur lið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem voru tilbúinn að taka við leikjum á EM kvenna í ár og hin sextán félögin fengu að heyra það frá Alex Scott eftir úrslitaleikinn. Enski boltinn 2. ágúst 2022 11:00