Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttamynd

„Okkar að halda á­fram að taka skref fram á við“

Arnar Pétursson þjálfari íslenska landsliðsins í handknattleik var ánægður með sigurinn gegn Kongó í kvöld þegar Ísland tryggði sér Forsetabikarinn. Hann sagði breiddina í íslenska landsliðinu hafa aukist og segir reynsluna sem liðið fékk vera dýrmæta.

Handbolti
Fréttamynd

Svíar í undan­úr­slit með stæl

Svíþjóð tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik með öruggum sigri á Þjóðverjum í viðureign þjóðanna í 8-liða úrslitum. Svíar mæta Frökkum í undanúrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

Elliði Snær og Sóldís Eva eignuðust stúlku

Handbolta-og landsliðsmaðurinn Elliði Snær Viðarsson og Sóldís Eva Gylfadóttir styrktarþjálfari eignuðust frumburð sinn 5. desember síðastliðinn. Parið deildi gleðifregnunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Sex leikja sigurhrina læri­sveina Guð­mundar á enda

Guðmundur Guðmundsson og lærisveinar hans í Fredericia þurftu að sætta sig við jafntefli er liðið tók á móti Mors-Thy í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Lokatölur 25-25, en liðið hafði unnið sex leiki í röð fyrir leik kvöldsins.

Handbolti
Fréttamynd

„Eigum að vinna þennan leik“

Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson segir að Ísland eigi að vinna Kongó í úrslitum Forsetabikarsins annað kvöld og það sé sannarlega markmiðið. Liðið virðist slakara en Angóla, sem Ísland gerði jafntefli við í riðlakeppninni.

Handbolti
Fréttamynd

Frakkar fyrstir í undan­úr­slit

Frakkland varð í dag fyrsta þjóðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum heimameistaramóts kvenna í handbolta með öruggum ellefu marka sigri gegn Tékkum, 33-22.

Handbolti
Fréttamynd

Danir hirtu topp­sætið

Danmörk lagði Þýskaland með tveggja marka mun á HM kvenna í handbolta og tryggði sér þar með toppsæti milliriðils III. Þá vann Svíþjóð öruggan sigur á Svartfjallalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Frakk­land fyrstar til að leggja Noreg

Frakkland vann Noreg með eins marks mun í lokaleik milliriðils II á HM kvenna í handbolta. Leikurinn skar úr um hvort lið myndi vinna riðilinn en bæði voru komin áfram í 8-liða úrslit.

Handbolti