
Ertu með stórar tilfinningar?
Ég óð út í haustnepjuna á stuttermabolnum einum klæða. Ég var rétt rúmlega 20 ára gömul og í ástarsorg. Ég man eftir því að langa bara að verða úti einhvers staðar á heiðinni, svona eins og í Wuthering Heights. Seinna gekk ég um Hólavallakirkjugarð við Suðurgötu með Evanescence í eyrunum og hugsaði um að deyja.