
Að mála skrattann á vegginn
Siðavandur spyr hvað sé til ráða vegna dónalegra, ögrandi og meiðandi orða og teikninga nágranna á bílskúrsgafli við lóðamörk en þessi ófögnuður blasi við úr stofu- og eldhúsglugga í húsi fyrirspyrjanda. Spurt er hver sé réttur fólks í slíkum tilvikum? Mega perrar og hálfperrar mála hvað sem er á vegginn sinn? Þurfa nágrannar að þola hvaða viðbjóð sem er? Má maður sjálfur fara á stúfana og mála yfir svona nokkuð?