Íslenska krónan

Íslenska krónan

Allt er viðkemur ríkisgjaldmiðlinum.

Fréttamynd

Að fela peninga yfir ára­mótin

Nú þegar útibú eru lokuð vegna kórónuveirunnar gætu spurningar vaknað varðandi tiltekna og lífsseiga áramótahefð. Meðal sumra hefur það tíðkast að gera sér ferð í útibú fyrir áramót og taka út sparnað.

Skoðun
Fréttamynd

Veiking krónunnar styður við útflutning sjávarafurða

Verðmæti útflutnings íslenskra sjávarafurða hefur náð að halda í horfinu frá fyrra ári þrátt fyrir heimsfaraldur, miklar sveiflur á gengi krónunnar og loðnubrest. Framkvæmdastjór Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi segir þetta varnarsigur.

Innlent
Fréttamynd

Sér­hags­munir í „upp­hæðum“

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er með skipulögðum hætti að veikja ýmsar af mikilvægustu eftirlitstsstofnunum í íslensku samfélagi. Í júní í fyrra voru samþykkt lög sem veikja Fjármálaeftirlitið. Síðastliðið vor var Samkeppniseftirlitið veikt með lagasetningu og nú á að draga tennurnar úr Skattrannsóknarstjóra.

Skoðun
Fréttamynd

Krónan að braggast og þrýstingur á verðlag minnkar

Mikil styrking á gengi krónunnar á undanförnum vikum ætti að leiða til umtalsverðrar lækkunar á verði innfluttrar vöru í vetur að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Jákvæðar væntingar vegna frétta af bóluefnum gegn kórónuveirunni hafa sitt að segja um styrkingu krónunnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þversögnin

Þversögn krónunnar er sú að það er auðvelt að ávaxta hana hratt og örugglega til skamms tíma. Hún er verðtryggð á háum vöxtum í efnahagskerfi sem sveiflast meira en önnur kerfi.

Skoðun
Fréttamynd

Stýrivextir óbreyttir

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram eitt prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fá­tæktar­gildran

Ég tel að leikreglurnar séu ósanngjarnar og margt í okkar ágæta kerfi vinni gegn venjulegu, harðduglegu launafólki. Birtingarmynd stærsta vandans er sú staðreynd að ævilaun allt of margra Íslendinga duga ekki fyrir skuldlausri fasteign við starfslok.

Skoðun
Fréttamynd

Mynt Wei Li reyndist ó­svikin

Rannsókn á vegum Seðlabankans leiddi í ljós að mynt kínverska ferðamannsins Wei Li sem hann kom með til landsins hafi verið ósvikin.

Innlent
Fréttamynd

Fjölskyldupizza á 350 þúsund krónur

Fyrir 100 árum hafði íslenzka krónan sama verðgildi og danska krónan. 1 dönsk var 1 íslenzk. Í dag er staðan sú, að 1 dönsk króna er 21 íslenzk. Íslenzka krónan hefur þannig fallið, gagnvart þeirri dönsku, um 95%. En þetta er ekki öll sagan. Langt í frá.

Skoðun
Fréttamynd

Hvers vegna er ekki meiri verð­bólga?

Mikið ber á umræðu um verðbólgu þessa dagana en minna bólar á henni sjálfri. Þrátt fyrir að krónan okkar hafi fallið um einhver 14% frá áramótum og evran sé litin upp fyrir 160 kallinn virðist vísitala neysluverðs bara renna áfram í hlutlausum. En hvernig getur staðið á þessu? Hlýtur verðlag ekki að hækka þegar krónan veikist?

Skoðun
Fréttamynd

Krónan standi ansi sterk

Seðlabankastjóri hefur ekki áhyggjur af stöðu krónunnar á þeim óvissutímum sem uppi eru vegna áhrifa kórónuveirunnar á efnahagslífið. Hagkerfið hafi aldrei verið eins vel í stakk búið til að bregðast við áföllum.

Viðskipti innlent