Besta upphitunin: Þetta var sjokk en þéttir hópinn Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir fengu til sín góða gesti í nýjasta upphitunarþætti Bestu markanna þar sem hitað var upp fyrir 12. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 17:31
Frederik fer frá Val og Ögmundur gengur til liðs við félagið Frederik Schram hefur ákveðið að framlengja ekki samning sinn við Val sem rennur út eftir tímabilið. Ögmundur Kristinsson snýr heim úr atvinnumennsku og mun verja mark Valsmanna næstu þrjú árin. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 15:25
Sigdís Eva kveður uppeldisfélagið og fer til Svíþjóðar Sigdís Eva Bárðardóttir er farin frá uppeldisfélagi sínu Víkingi til sænska félagsins Norrköping. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 13:12
Finnst það gleymast að dómarar eigi að vernda leikmenn Bestu mörkin fengu ekki mörg mörk í elleftu umferð Bestu deildar kvenna en það var þeim mun meira af vafaatriðum þegar kom að dómgæslu í þessum leikjum. Sérfræðingarnir ræddu dómgæsluna í kvennadeildinni. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 10:32
ÍTF í herferð gegn tölfræðiþjófum: „Þetta er langstærsti samstarfssamningur íslenskra félaga í heild sinni“ Ólögleg tölfræðisöfnun á sér stað á leikjum í Bestu deildinni. Hagsmunasamtökin Íslenskur toppfótbolti hafa hrundið af stað herferð gegn þjófunum sem laumast um og brjóta gegn vörðum réttindum íslenskra knattspyrnufélaga. Íslenski boltinn 5. júlí 2024 10:00
ÍR og Grindavík sendu skýr skilaboð ÍR-ingar unnu frábæran 3-0 sigur á Aftureldingu í kvöld, og komu sér upp fyrir Mosfellinga í 5. sæti, á meðan að Grindavík vann sætan 1-0 útisigur á liðinu í 2. sæti, Njarðvík, í Lengjudeild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 21:34
Dýrmætur sigur Þórs en toppliðið skoraði ekki Fjölnismenn verða á toppi Lengjudeildar karla í fótbolta að loknum fyrri helmingi deildakeppninnar, eftir markalaust jafntefli við Keflavík í kvöld í 11. umferðinni. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 20:00
Liðsfélagar Helga skjóta hann í hausinn: „Ég þarf að ræða við þá eða drulla mér í burtu bara“ Helgi Guðjónsson hefur tvisvar á síðustu dögum fengið dúndurbolta í andlitið frá eigin liðsfélaga. Bæði skiptin slapp við hann við heilahristing en hann segist þurfa að eiga orð við þá Viktor Örlyg og Ara Sigurpálsson, nú eða bara finna leiðir til að forða sér úr aðstæðum. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 14:17
„Eru örugglega að leita sér að einhverju fersku“ Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum ræddu framtíð Sigdísar Evu Bárðardóttur, átján ára framherja Víkings, en hún gæti verið á förum úr Víkinni á næstu vikum. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 13:31
„Miklar tilfinningasveiflur sem tóku við“ Elín Klara Þorkelsdóttir var valin í úrvalslið HM í handbolta fyrst íslenskra kvenna á dögunum eftir frábæra frammistöðu með undir tuttugu ára landsliði Íslands sem náði besta árangri íslensks kvennalandsliðs á stórmóti með því að tryggja sér sjöunda sæti mótsins. Elín segir kjarnann sem myndaði lið Íslands á mótinu einstakan. Persónuleg frammistaða Elínar, sem er leikmaður Hauka, á HM mun án efa varpa kastljósinu á hana. Elín er hins vegar ekki á leið út í atvinnumennsku alveg strax. Handbolti 4. júlí 2024 10:00
Sjáðu sextán ára stelpu koma meisturunum til bjargar Valskonur komust upp að hlið Breiðabliki í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir sigur á Þrótti í gær en það munaði ekki miklu að Íslandsmeistararnir töpuðu stigum. Íslenski boltinn 4. júlí 2024 09:31
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Víkingur - Stjarnan 1-1 (5-4) | Víkingar í úrslit enn á ný Víkingur er komið í úrslit Mjólkurbikars karla í knattspyrnu í fimmta skiptið í röð eftir sigur á Stjörnunni í vítaspyrnukeppni. Íslenski boltinn 3. júlí 2024 22:25
„Þurfum bara að dekka í svona leikatriðum“ „Það er ekki hægt að setja tölur á tilfinningar og það er bara svekkjandi að tapa. Þetta var 0-0 leikur og við bara klikkum á dekkningu undir lokin og Valur refsar,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, eftir grátlegt 1-0 tap gegn Valskonum á Hlíðarenda í 11. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 3. júlí 2024 20:46
Uppgjörið: Þór/KA - FH 0-1 | Ída Marín tryggði sigur gestanna FH vann sætan sigur á Þór/KA, 0-1, er liðin mættust á Akureyri. Gestirnir mun sterkari og áttu sigurinn skilið. Íslenski boltinn 3. júlí 2024 19:55
Uppgjörið: Valur - Þróttur 1-0 | Dramatískur sigur Íslandsmeistaranna Valur sigraði Þrótt með sigurmarki á 90. mínútu að Hlíðarenda í 11. umferð Bestu deild kvenna . Lokatölur 1-0 í jöfnum leik sem Þróttarar geta verið sár svekktir með að fara tómhentir heim. Íslenski boltinn 3. júlí 2024 19:55
Víkingar geta náð því sem enginn hefur gert í sextíu ár Víkingar eru einum leik frá fimmta bikarúrslitaleiknum í röð og sá leikur er á móti Stjörnunni í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Íslenski boltinn 3. júlí 2024 15:01
Sjáðu markið sem skilaði Stjörnunni fyrsta sigrinum í fimm leikjum Aðeins tvö mörk voru skoruð í þremur leikjum Bestu deildar kvenna í gær. Andrea Rut í Breiðablik og Úlfa Dís í Stjörnunni tryggðu sigur fyrir sín lið með skotum fyrir utan teig sem má sjá hér að neðan. Íslenski boltinn 3. júlí 2024 12:00
Óskar Hrafn ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá KR KR hefur ráðið Óskar Hrafn Þorvaldsson sem yfirmann knattspyrnumála hjá félaginu. Hann tekur formlega til starfa um næstu mánaðarmót. Fótbolti 3. júlí 2024 10:36
„Bæði lið gátu klárlega stolið þessu í dag“ Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, segir að tilfinningarnar séu blendnar eftir að lið hans gerði jafntefli við Víking í Bestu deild kvenna í kvöld. Leikurinn var mjög kaflaskiptur og gátu bæði lið tekið stigin þrjú hér í dag en niðurstaðan var markalaust jafntefli sem flestir myndu segja að væri sanngjörn úrslit. Íslenski boltinn 2. júlí 2024 22:50
Uppgjör og viðtöl: Fylkir-Víkingur R. 0-0 | Ekkert mark í baráttuleik Fylkir og Víkingur gerðu markalaust jafntefli í kvöld í uppgjöri nýliðanna í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 2. júlí 2024 21:10
Hallgrímur: Við hefðum getað skorað sjö mörk Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var kátur í leikslok í kvöld eftir að hafa slegið stórlið Valsmanna út úr bikarnum og komist þar með í bikarúrslitaleikinn annað árið í röð. Þetta hefur verið erfitt sumar fyrir KA-menn en Hallgrímur er búinn að koma sínum mönnum á beinu brautina. Íslenski boltinn 2. júlí 2024 20:25
Uppgjör og viðtöl: KA - Valur 3-2 | KA sló út Val og komst í bikarúrslitin annað árið í röð KA-menn hafa aldrei unnið bikarinn en þeir spila sinn fimmta bikarúrslitaleik í haust eftir 3-2 sigur á stjörnuprýddu liði Valsmanna á Akureyri í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson snéri aftur í lið Vals en það dugði ekki til að koma liðinu á Laugardalsvöllinn. Íslenski boltinn 2. júlí 2024 20:02
Uppgjör og viðtöl: Tindastóll - Breiðablik 0-1 | Andrea Rut hetja Blika á Króknum Blikakonur náði þriggja stiga forskoti á toppi Bestu deildar kvenna eftir 1-0 sigur á Tindastól á Sauðárkróki í kvöld. Íslenski boltinn 2. júlí 2024 19:55
Uppgjör: Stjarnan-Keflavík 1-0 | Sigur í fyrsta leik nýja þjálfarans Stjarnan vann mikilvægan og langþráðan 1-0 sigur er liðið tók á móti Keflavík í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld, í fyrsta leik liðsins undir stjórn Jóhannesar Karls Sigursteinssonar. Íslenski boltinn 2. júlí 2024 17:31
„Við Olla erum enn vinkonur, er það ekki?“ „Ég er bara alltaf kölluð Olla, af öllum einhvern veginn,“ sagði Ólöf Sigríður Kristinsdóttir, framherji Breiðabliks og Harvard-háskólans í Bandaríkjunum, en hún sleit nýverið krossband í hné og verður frá það sem eftir lifir leiktíðar í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 2. júlí 2024 16:31
Telma ekki efst þrátt fyrir að fá varla á sig mark Breiðablik hefur aðeins fengið á sig fjögur mörk í fyrstu 10 umferðum Bestu deildar kvenna. Þrátt fyrir það er aðalmarkvörður liðsins, Telma Ívarsdóttir, ekki í efst meðal jafningja þegar skoðað er hvaða markverðir hafa komið í veg fyrir flest mörk. Íslenski boltinn 2. júlí 2024 15:00
„Takk fyrir að berjast alltaf fyrir okkur stelpunum“ Kristján Guðmundsson hefur stýrt sínum síðasta leik hjá kvennaliði Stjörnunnar en hann ákvað að hætta með liðið eftir tap á móti Víkingi í síðustu viku. Stjörnustelpurnar eru þakklátar fráfarandi þjálfara sínum. Íslenski boltinn 2. júlí 2024 06:31
Fagnaði markinu með því að þykjast kasta vatnsbrúsa Víkingur hélt út gegn Fram og vann 2-1 sigur í 13. umferð Bestu deildar karla. Mörkin úr leiknum og sérstakt fagn Danijels Dejan Djuric má sjá hér fyrir neðan. Íslenski boltinn 1. júlí 2024 12:00
Uppgjör: Víkingur R. - Fram 2-1 | Meistararnir héldu út Topplið Víkings tók á móti Fram í 13. umferð Bestu deildar karla nú í kvöld. Leikið var á Víkingsvelli. Eftir afar spennandi leik sigruðu Víkingar 2-1 og styrkja stöðu sína því á toppnum. Íslenski boltinn 30. júní 2024 18:30
Evrópubikarmeistarinn skoraði tvö mörk í fjórðu deildinni Benedikt Gunnari Óskarssyni er greinilega fleira til lista lagt en að spila handbolta. Hann skoraði nefnilega tvö mörk í 4. deildinni í fótbolta í gær. Íslenski boltinn 30. júní 2024 12:15