
Dauðadópið III
Fíkniefnaneytendur sprauta sig ekki aðeins með læknadópinu contalgíni - morfínplástur kemur að sömu notum. Morfínplásturinn hefur að geyma deyfiefni meðal annars til að lina kvalir krabbameinssjúkra, en fíkniefnaneytendur leysa plásturinn með sítrónusafa og sprauta efninu í æð. Það er lífshættulegt. Sex íslendingar deyja á hverju ári vegna ofneyslu morfínlyfja. Þrjátíu manns hafa látist á síðustu fimm árum.