Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Stjörnum prýddir pallar hjá syni Lebron James

Undir venjulegum kringumstæðum myndi menntaskólaleikur í bandaríkjunum alls ekki þykja fréttaefni en það er annað uppi á teningnum þegar kemur að syni Lebron James. Á leiknum hans í gær voru til að mynda mættir Lebron James, Carmelo Anthony og Chris Paul.

Körfubolti
Fréttamynd

Körfuboltakvöld: Naskasti Njarðvíkingurinn

Kjartan Atli og teymið í kringum Subway Körfuboltakvöld hefur gaman að því að smíða nýja dagskrárliði. Þátturinn í gærkvöldi var engin undantekning og sérfræðingar þáttarins tóku þátt í spurningaleiknum Naskasti Njarðvíkingurinn.

Körfubolti
Fréttamynd

NBA: Nautin ryðjast áfram

DeMar DeRozan, leikmaður Chicago Bulls, heldur áfram að stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum liðsins en hann átti enn einn frábæra leikinn í nótt.

Körfubolti
Fréttamynd

Daníel Guðni: Verðum að tengja saman fleiri góðar mínútur

„Einstaklingsframtak hjá EC Matthews og svo hélt vörnin þarna í lokin. Ég var virkilega ánægður með það,“ sagði Daníel Guðni Guðmundsson þjálfari Grindavíkur aðspurður hvað hefði skorið úr um það að þeir höfðu sigur gegn Stjörnunni í Subway-deildinni í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Umfjöllun: Breiða­blik - Þór Ak. 122-94 | Stórsigur í botnslagnum

Breiðablik vann öruggan 28 stiga sigur, 122-94, er liðið tók á móti Þórsurum frá Akureyri í uppgjöri neðstu liða Subway-deildarinnar í kvöld. Breiðablik vann, með sigrinum í kvöld, sinn annan sigur í deildinni og eru því með fjögur stig en Þórsarar sitja eftir á botni deildarinnar og eru enn án stiga.

Körfubolti
Fréttamynd

Allir leikir í þessari deild eru jafn mikil­vægir fyrir okkur

Valur stöðvaði sigurgöngu Íslandsmeistara Þórs Þorlákshafnar í Subway-deild karla í kvöld. Fyrir leikinn höfðu Þórsarar unnið sex leiki í röð en Valur sagði hingað og ekki lengað, 11 stiga sigur og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals var eðlilega sáttur í lok leiks.

Körfubolti
Fréttamynd

„Ég var eins og lítill krakki“

Haukur Helgi Pálsson, leikmaður Njarðvíkur, spilaði í kvöld sínar fyrstu mínútur fyrir Njarðvík í endurkomu sinni en Haukur spilaði síðast körfuboltaleik fyrir 257 dögum síðan. Haukur hefur verið að jafna sig á liðbandslitum en hann var afar ánægður að komast aftur inn á völlinn.

Körfubolti
Fréttamynd

Ójafnasti leikur NBA sögunnar fór fram í nótt

Phoenix Suns liðið hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sínum átjánda sigri í röð en stærsta fréttin var kannski stærsti sigur sögunnar sem vannst í Memphis. Átta leikja sigurganga meistaranna endaði líka í nótt.

Körfubolti