Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    José Mourinho tilbúinn að selja Kaka

    Corriere dello Sport heldur því fram í dag að Real Madrid og José Mourinho séu tilbúinn að selja brasilíska landsliðsmaninn Kaka aftur til Ítalíu og mestar líkur eru að þessi 28 ára Brasilíumaður verði seldur til Inter Milan.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rafael van der Vaart: Mjög skrýtinn leikur fyrir mig

    Rafael van der Vaart, Hollendingurinn snjalli hjá Tottenham, fékk að upplifa allan tilfinningaskalann í leik Tottenham og Twewnte á White Hart Lane í kvöld. Tottenham vann leikinn 4-1 þrátt fyrir að Hollendingurin hafi verið rekinn útaf á 61. mínútu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Tottenham og Manchester United unnu bæði í Meistaradeildinni

    Javier Hernández tryggði Manchester United 1-0 sigur á Valencia á Spáni í Meistaradeildinni í kvöld en sigurmarkið hans kom fimm mínútum fyrir leikslok. Tottenham vann á sama tíma sinn fyrsta sigur í Meistaradeildinni í kvöld þegar liðið vann Twente 4-1 þar sem norski dómarinn Terje Hauge dæmdi þrjú víti á hollenska liðið.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Chelsea og Arsenal í góðum málum í Meistaradeildinni

    Ensku liðin Chelsea og Arsenal eru í góðum málum í Meistaradeildinni eftir sigra í kvöld. Real Madrid er einnig með fullt hús eftir tvo leiki þökk sé síðbundu sigurmarki frá Argentínumanninum Ángel Di María. Bastian Schweinsteiger tryggði Bayern Munchen síðan 2-1 útisigur á Basel eftir að þýsku meistararnir lentu undir í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wayne Rooney verður ekki með á móti Valencia

    Wayne Rooney verður ekki með Manchester United í Meistaradeildinni í vikunni en liðið er á leiðinni til Valencia á Spáni þar sem liðið mætir heimamönnum á miðvikudaginn. Rooney er meiddur á ökkla samkvæmt tilkynningu frá félaginu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Almunia spilar ekki gegn Partizan

    Manuel Almunia mun ekki standa í marki Arsenal gegn Partizan Belgrad í Meistaradeildinni þar sem hann er slæmur í olnboganum. Lukasz Fabianski mun því verja mark Arsenal í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Lampard ekki með Chelsea á morgun

    Það er enn nokkuð í það að Frank Lampard spili aftur með Chelsea. Félagið staðfesti það í dag og hann spilar því ekki með liðinu í Meistaradeildinni á morgun gegn Marseille.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Wenger: Fábregas spilar hreinlega í annarri vídd

    Arsene Wenger, stjóri Arsenal, var að sjálfsögðu mjög ánægður með Cesc Fábregas eftir 6-0 sigur liðsins á portúgalska liðinu Braga í Meistaradeildinni. Fábregas skoraði tvö mörk og átti einnig tvær stoðsendingar á félaga sína.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Broadfoot: Sá beinið standa út

    Kirk Broadfoot var skiljanlega afar brugðið þegar að Antonio Valencia ökklabrotnaði eftir samstuð þeirra í leik Manchester United og Glasgow Rangers í Meistaradeild Evrópu í gær.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Fabregas: Þetta var góð æfing

    Cesc Fabregas á von á því að spila í erfiðari leikjum í vetur en þeim í kvöld er Arsenal vann 6-0 stórsigur á Braga frá Portúgal í Meistaradeild Evrópu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ancelotti lofaði Anelka

    Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, hrósaði Nicolas Anelka mikið eftir 4-1 sigur liðsins á MSK Zilina í Slóvakíu í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

    Fótbolti