Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Yfir­lýsing frá Vinunum um frá­fall Perry

Leikararnir úr þáttunum Friends segjast niðurbrotin eftir fráfall Matthew Perry. Jennifer Aniston, Courtney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc og David Schwimmer sendu frá sér yfirlýsingu í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Birna verðlaunuð fyrir Örverpi

Birna Stefáns­dóttir hlaut í dag Bók­mennta­verð­laun Tómasar Guð­munds­sonar við há­tíð­lega at­höfn í Höfða. Borgar­stjóri veitti Birnu verð­launin.

Menning
Fréttamynd

Séra Friðrik hulinn svörtu klæði

Vegfarandi í miðbæ Reykjavíkur síðdegis á laugardag varð þess var að umtöluð stytta af séra Friðrik Friðikssyni hafði verið hulin með svörtu klæði. Til umræðu er að fjarlægja styttuna af horni Lækjargötu og Amtmannsstígs.

Innlent
Fréttamynd

Frum­sýning: Tón­listar­mynd­band frá Nylon

Hljómsveitin Nylon átti stóra endurkomustund á Menningarnótt í ágúst þegar þær gáfu út lagið Einu sinni enn og fluttu það saman á Arnarhóli. Þær voru nú að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið sem er frumsýnt hér að neðan og fagna því sömuleiðis að vera í fyrsta sæti á vinsældarlista Bylgjunnar. 

Tónlist
Fréttamynd

Egill hvetur til lestrar og stillingar

Egill Helgason hvetur fólk til stillingar þegar kemur að umræðu um mál séra Friðriks Friðrikssonar og ásakanir sem á hann hafa verið bornar. Hann segist steinhissa á hversu margir hafi tjáð sig án þess að hafa lesið nýútkomna bók um Friðrik.

Innlent
Fréttamynd

Matthew Perry látinn

Matthew Perry, ein af stjörnum gamanþáttanna Friends, er látinn 54 ára gamall. Perry lék Chandler Bing í tíu þáttaröðum Friends á árunum 1994 til 2004. Þættirnir eru einhverjir vinsælustu sjónvarpsþættir sögunnar.

Lífið
Fréttamynd

„Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“

Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM.

Innlent
Fréttamynd

Ó­trú­lega al­gengt að styttur séu færðar

Ekki er útilokað að styttan af séra Friðriki og drengnum verði færð úr Lækjargötu, en fleiri hafa bæst í hóp þeirra sem vilja styttuna burt eftir að greint var frá því að hann hafi leitað á drengi. Sagnfræðingur segir alþekkt að styttur á Íslandi séu færðar.

Innlent
Fréttamynd

Jóla­stöðin komin í loftið

Útvarpsstöðin LéttBylgjan er venju samkvæmt komin í nýjan búning: jólabúninginn. Eins og á hverju ár breytist útvarpsstöðin í Jólastöðina nokkrum vikum fyrir jól þar sem jólalög hljóma allan sólarhringinn.

Jól
Fréttamynd

Ganga­vörður og Rottweil­er-hundur fögnuðu með Bjarna Þór

Það var líflegt í húsakynnum bókaútgáfunnar Sölku þar sem útgáfu bókar Bjarna Þórs Péturssonar, Megir þú upplifa, var fagnað á miðvikudagskvöldið. Í samtali við fréttastofu sagði Bjarni að bókin fjalli um breyskan mann sem býr í Vesturbænum í eilífri leit að fegurð lífsins um leið og hann tekst á við persónulegan harm.

Lífið
Fréttamynd

Taylor Swift orðin milljarðamæringur

Tónlistarkonan Taylor Swift hefur hagnast gífurlega af nýjasta tónleikaferðalagi sínu, sem kallast Eras, og kvikmyndin um þetta ferðalag er að gera góða hluti í kvikmyndahúsum um allan heim. Þar að auki var hún að endurútgefa níu ára gamla plötu, sem talin er að verði með vinsælli plötum ársins.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Síðasta lag Bítlanna kemur út

Sextíu árum eftir að þeir stigu fyrst fram á sjónarsviðið munu allir fjórir Bítlarnir gefa út lag. Þetta kann að koma sumum á óvart kannski helst vegna þess að tveir þeirra eru fallnir frá, þeir George Harrison og John Lennon. Það sem virtist ómögulegt er þó orðið mögulegt með hjálp gervigreindar.

Tónlist
Fréttamynd

Fékk fimm­tíu dollara og hand­­­skrifað bréf frá Adele

Alexander Aron Guðjónsson er enn að ná áttum eftir tónleika með Adele í Vegas á dögunum. Hann upplifði ekki aðeins einstakan flutning heldur fór hann heim með dýrmæta minjagripi. Hann tók stóran hluta tónleikanna upp á símann fyrir fylgjendur sína. 

Lífið
Fréttamynd

Enginn drauma­prins sjáan­legur í firðinum

Friðrik Ómar Hjörleifsson var nánast búinn að keyra sig í kaf með mikilli vinnu fyrr í sumar en hann segir haustið hafa sömuleiðis verið hressandi. Framundan taki nú við útgáfa nýrrar plötu, jólatónleikar og flutningar. 

Lífið
Fréttamynd

„Þetta var hans ein­læga ósk“

„Við köllum okkur vini Ragga Bjarna. Við eigum það sameiginlegt að hafa unnið með honum á einhverjum tímapunkti í lífi hans,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason. Hann er einn þeirra listamanna sem stendur að baki viðburði sem haldinn verður í Lindakirkju á morgun, fimmtudaginn 26. október.

Lífið