MMA

MMA

Nýjustu fréttir af Gunnari Nelson og fleiri MMA-köppum.

Fréttamynd

Gunnar er í geggjuðu formi

Hinn írski þjálfari Gunnars Nelson, John Kavanagh, er sem fyrr á því að Gunnar muni berjast um heimsmeistarabeltið í veltivigt UFC. Hann segir að Santiago Ponzinibbio sé mjög verðugur andstæðingur en að Gunnar muni klára hann í þriðju lotu. "Gunni er sjóðheitur þessa dagana,“ segir John Kavanagh.

Sport
Fréttamynd

Hef beðið eftir þessu tækifæri

Það var létt yfir Argentínumanninum Santiago Ponzin­ibbio á fjölmiðladeginum í Glasgow í gær. Hann brosti, var kurteis og bauð af sér góðan þokka.

Sport
Fréttamynd

Á eftir að ákveða hvernig ég klára hann

Það fór vel á með Gunnari Nelson og Santiago Ponzinibbio er þeir hittust í fyrsta skipti í gær. Gunnar segist aldrei hafa verið í betra formi og ætlar sér helst að klára Argentínumanninn fyrr frekar en síðar. Hann hefur aftur á móti lítið horft á bardaga Ponzinibbios.

Sport
Fréttamynd

Gunnar: Fannst hann vera með lítinn haus

Gunnar Nelson mætti afslappaður venju samkvæmt á fjölmiðladag UFC í dag og fékk talsvert meiri athygli en andstæðingur hans, Santiago Ponzinibbio. Honum leist svo ágætlega á Argentínumanninn er hann hitti hann.

Sport
Fréttamynd

Haraldur: UFC veit af Sunnu

Sunna "Tsunami“ Davíðsdóttir gæti komist inn hjá UFC standi hún sig vel gegn Kelly D'Angelo í bardaga hjá Invicta um helgina.

Sport
Fréttamynd

Ég er alltaf jafn stressaður

Haraldur Dean Nelson er afar stoltur af syni sínum, Gunnari, sem er í aðalbardaga á UFC-kvöldi í Glasgow um helgina. Ef vel fer á þessu stóra kvöldi vonast faðirinn eftir því að Gunnar mæti næst manni á topp 5.

Sport
Fréttamynd

Gunnar svaf yfir sig en komst til Glasgow

Það var ekki stressið á Gunnari Nelson í morgun frekar en fyrri daginn en þá átti hann að fljúga til Glasgow þar sem hann verður í aðalbardaga á bardagakvöldi hjá UFC á sunnudag.

Sport
Fréttamynd

White: Nunes fær aldrei aftur aðalbardaga

Dana White, forseti UFC, var brjálaður út í bantamvigtarmeistarann Amöndu Nunes eftir að hún dró sig úr bardaganum gegn Valentinu Shevchenko um nýliðna helgi með aðeins nokkurra klukkutíma fyrirvara.

Sport
Fréttamynd

Orðastríðið hefst í Staples Center

Það er nú búið að gefa það formlega út að fyrsti blaðamannafundur Conor McGregor og Floyd Mayweather fer fram í Staples Center í Los Angeles á þriðjudag.

Sport